Leita í fréttum mbl.is

Hollands dvöl á enda

Jæja þá er síðasta kvöldið runnið upp, ég flýg frá schiphol flugvelli í Amsterdam á morgun. Skrítið dæmi fór í dag að skila síðustu bókinni á bókasafnið, allt farið heim með póstinum og við erum sem sagt flutt. Já ég mun vinna að heiman síðustu blaðsíðurnar í ritgerðinni og ef allt gengur að óskum klára ég í lok mars. Þetta er furðulegt að það sem byrjaði fyrir 18 mánuðum síðan sé lokið sí svona.

Þessa síðustu daga er ég búin að afreka nokkuð mikið. Ég bjó fyrst hjá Hjalta í Nieuw Vennep og síðustu dagana hér í Amsterdam. Er búin að hitta lið í Leiden og Rotterdam. Farið í bíó í Leiden og á þungarokkstónleika. Svo það er ýmislegt búið að gerast þessar tvær vikur sem ég hef dvalið hér núna.

Amsterdam er frábær borg að búa í og nágrennið líka þar sem ég bjó mest allan tímann. Núna er tímabært að takast á við ný ævintýri hver svo sem þau verða...


fall er fararheill...það er víst

Það er með ólíkindum að þegar ég þarf að mæta í próf að þá lendi ég í einhverju veseni við að komast þangað. Í desember féll ég í hálku á hjólinu og núna að þá var svakalegt lestavesen. Ég komst á Schiphol og svo ekki lengra. Það endaði með því að ég þurfti að taka leigubíl þaðan til að ná í prófið, einungis fimm mínútum of seint. Maður getur víst mætt allt að kukkutíma of seint en þá tapar maður tíma í prófinu í staðinn. 

Það átti sannarlega við í desember máltakið, fall er fararheill, held að það eigi bara vel við núna. Sjáum til þegar niðurstöður liggja fyrir í næstu viku! 


próflestur og pólitík

Ég hef setið við og lesið bækur síðustu dagana. Prófið verður á fimmtudaginn og er í Academic Skills and Competences eða hæfni í að nota sér viðteknar venjur og aðferðir í háskólanámi. En það kann að hljóma skrýngilega en að vinna að háskólaritgerð felst mikið í því að kunna að vinna eftir ákveðnum leiðum. Þetta er síðasta prófið sem ég á eftir og svo er það að ljúka við ritgerðina. Ritgerðinni miðar ágætlega áfram og það bendir ekkert annað til þess en að ég nái að klára hana í lok febrúar. 

Annars viðrist það vera svo skrýtið að þegar ég er í próflestri eða að sinna öðrum störfum í þessu námi mínu að þá gerist eitthvað á hinum pólitíska velli. Ég var ekki fyrr flógin af landi brott en að ríkisstjórnin var fallinn. Ég get nú ekki sagt að mér lítist vel á það sem tekur við, þetta er ekki fólk sem hefur sýnt að það er tilbúið að taka óvinsælar ákvarðanir. Það er einmitt það sem liggur fyrir núna að það þarf að skera duglega niður útgjöld til að ná endum saman í rekstri hins opinbera ég geri ráð fyrir að farinn verði hin leiðin í að hækka skatta og að gera landið að lítt aðlandi kosti fyrir fjármagn.  


Amsterdam

Ætli maður verði ekki að bæta úr skrifleysi á þessu bloggi. Ég er búinn að vera á tómum þvælingi þessar fyrstu vikur ársins, Kópavogur, Akureyri, Kópavogur, Grundafjörður og Kópavogur. En árið byrjar vel og nokkuð þokast í lokaverkefnisskrifum.

Ég er núna mættur til Amsterdam á nýjan leik, réttara sagt til Nieuw Vennep til Hjalta. Planið er að vinna í lokaverkefnu, hitta leiðbeinandan og svoleiðis. Svo tek ég síðasta prófið mitt næsta fimmtudag þannig að þetta er allt að klárast :-) 

Ferðinni lýkur svo með IMWe fundi í Rieneck í Þýskalandi og heimferð 8. febrúar.  


Gleðilegt ár

Við fögnuðum nýju ári í efri byggðum Kópavogs hjá Mömmu og Pabba. Eftir að hafa borðað dýrindis kalkún, horft á skaupið og skotið upp var haldið í partý fram á rauðan morgun. Að venju mun ég gera upp árið en pistill kemur á síðuna einhverja næstu daga.

GLEÐILEGT ÁR


Gleðileg jól

Jólin nálgast, allt er klárt. Kjötið í potti og búið að skreyta hús með greinum grænum. Vonandi hafið þið öll það sem best yfir jólahátíðina.

 GLEÐILEG JÓL


Fall er fararheill

Það var ógeðslega kalt í morgun hér í Nieuw Vennep, úff. Ég lét mig samt hafa það að hjóla niður á lestarstöð, þegar ég var rétt lagður af stað varð ég var við að það var þessi fína hálka. Jæja ákvað að hjóla örlítið hægar en vanalega því jú ég varð að ná þessari lest. Þegar ég var hálfnaður að þá missti ég hjólið og féll við með rassinn á afturdekkið, ojæja hugsaði ég, ég er heill og óbrotinn og hjólið virkar. 

Ástæðan fyrir öllu þessu brasi á mér rétt fyrir átta í morgun var að komast í skólan til að taka próf. Prófið gekk jú líka svona glymrandi vel, að mínu mati, að gamli góði málshátturinn á vel við "fall er fararheill".

Búin að koma drasli í póst, pakka öllu niður, þrífa skítinn eftir okkur, þetta er allt að koma. Flug heim á morgun ef veður leyfir :-) 


Grasekkill

Þá er ég einn og yfirgefinn, sendi Álfheiði heim áðan til Íslands. Svolítið skrýtið þar sem ég barðist í rignunni í gær út á flugvöll til að sækja hana (varð hundblautur á því að hljóla niður á lestarstöð) og svo stingur hún bara af. 

Dagskráin hjá mér er lestur og aðeins meiri lestur. Frá og með morgundeginum verður viðvera mín á síðum internetsins takmörkuð og ég loka mig af við lestur fram á miðvikudag. Ég þarf víst að klára að pakka niður og koma húsnæðinu í sæmilegt ástand áður en húsráðandinn ræðst hér inn á miðvikdaginn svo hann hendi mér ekki beinustu leið út!  


Vika eftir

Álfheiður flaug á brott í dag til Wales og ég á von á henni í stutt stopp á morgun áður en hún heldur heim til Íslands á laugardaginn. Sjálfur á ég flug næstkomandi fimmtudag svo það styttist í annan endan á þessari Hollandsdvöl - geri reyndar ráð fyrir að koma eitthvað hingað í janúar. 

Það er heilmikið sem þarf að athuga þessa síðustu daga. Í gær skráðum við okkur út úr bænum (hefðum átt að gera það í sumar) svona til að koma í veg fyrir einhverja skrýtna bakreikninga. Hittum nokkra sem við þekkjum á kaffihúsi og fórum út að borða á Donatelló (fyrir peninginn fyrir hjólið hennar Álfheiðar)svona í síðasta skiptið í bili.  

Já þetta er skrýtið að sitja hér einn en það styttist í heimkomu. 


skipulögð útdrýming á drasli

Við (aðallega álfheiður) höfum unnið að því að pakka saman dótinu og okkar og gera allt klárt fyrir heimferð innan fárra daga. Í gær fórum við í matarboð í Leiden hjá Grískum bekkjarfélögum Álfheiðar og um leið gátum við losað eitthvað af dótinu í annara hendur. Unnið er samkvæmt stífu plani og miðar allt að því að geta komið þessu heim eða í annara hendur með einföldum hætti. 

Við höfum komið okkur ágætlega fyrir hér í Nieuw Vennep (bætti aðeins matar- og bjórstöðuna í dag Hjalti).  Níu dagar í heimferð...úff nóg að gera...


Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband