Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fyrsta einkunn kominn í hús

Fékk fyrstu einkunina mína áðan fyrir Management studies. Í þessum áfanga þurftum við að halda úti bloggi, taka áskoranir og skrifa 20 blaðsíðna ritgerð. Það er skemmst frá því að segja að ég náði þessum áfanga og hef nú lokið 6 ECTS Cool. Ég fæ ekki út úr hinum áfanganum fyrr en um miðja næstu viku.

Ó hvað ég er glaður núna...hvað á maður að gera af sér eiginlega!!! Best að gera sig kláran til að mæta í tíma eftir hádegi.


tímabreytingarferlistímabil

Já ég get sko sagt ykkur það að ég var staddur á lestarstöðinni í Delft rétt fyrir klukkan þrjú á sunnudagsmorguninn þegar klukkurnar allt í einu stoppuðu 02:59. Á töflunni stóð svo að næsta lest myndi koma tólf mínútur yfir. Maður var allt í einu staddur í tímarúmi þar sem tíminn stendur í stað en heldur samt áfram að tikka. Klukkan var sem sagt færð aftur um klukkustund þarna og nú munar einungis klukkutíma á Hollandi og Íslandi. Það auðveldar reyndar aðeins samskiptin við Ísland.

Annars er kominn vetur, laufinn falla í gríð og erg og hitastigið komið niður fyrir 10 gráður. Nýja úlpan reynist að sjálfsögðu frábærlega.

Við fórum í túristaferð til Rotterdam um helgina. Vissum nú ekkert hvað við ætluðum að gera þar og þetta byrjaði nú ekki gæfulega því þegar maður kemur til Rotterdam centraal station að þá er verið að endurbyggja stöðina. Fundum túristaskrifstofuna og fengum kort og lýsingu á göngutúr um borgina. Við héldum svo af stað í göngutúrinn, hélt að Álfheiður yrði úti því ekki klæddi stelpan sig mjög vel. Eftir ágætan hádegisverð var haldið í siglingu um höfnina í Rotterdam. Það er augljóst að umsvif Samskipa eru nokkur, eitt gámaflutningaskip sigldi fram hjá okkur merkt samskip og svo sáum við hvar fyrirtækið er með bækistöðvar við höfnina. Þetta er ótrúlega stórt svæði en siglingin tók 75 mínútur. Seinnipartinn hittum við svo hana Ingu Auðbjörgu og héldum svo heim á leið. Um kvöldið var haldið í afmæli hjá Rúnu í Delft, sjá bloggið hennar Álfheiðar um kennslustund í stuðmannahoppinu.

En ný önn er hafinn, þurfti að rjúka út rétt fyrir klukkan 8 í morgun til að sjá að lestinn mín væri 15 mínútum of sein. En ég er svo þýskur í mér að ég er alltaf mættur vel fyrir þannig að þetta skipti ekki mikilu máli.


Skátar leiðtogar framtíðarinnar

Það er sérstakur heiður að fá Forsetamerkið afhent eftir að hafa unnið að því í tvö ár markvisst að uppfylla skilyðrin fyrir því. Sjálfur hlaut ég merki #814 (að mig minnir) fyrir 12 árum síðan. Ég tók nú þátt í að yfirfara verkefnin frá skátunum síðustu ár og veit nákvæmlega hvað þau hafa lagt á sig til að ná þessum áfanga. Til hamingju allir sem fengu merkið afhent í gær og vonandi verður þetta gott veganesti til framtíðar - Skátar leiðtogar framtíðarinnar!
mbl.is Skátar taka á móti forsetamerkinu á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fyrstu önn lokið...

Þá er fyrstu önninni lokið í skólanum og nokkra daga pása þar til næsta hefst. Maður veit eiginlega ekki hvað maður eigi að gera af sér. Við fórum í gær á alþjóðakvöld á Einstein, troðið út úr dyrum en ágæt kvöld samt sem áður. Í kvöld er stefnan tekin á póker í Delft með öðrum íslendingum og um helgina er planið að fara til Rotterdam að skoða sig um og hitta hana Ingu Auðbjörgu sem er að læra þar. Það er svo sem ekki hægt að segja að við sitjum með hendur í skauti þrátt fyrir að hlé sé á námi. Þarf reyndar að fara á morgun til Amsterdam og ná mér í bækur fyrir tímana í næstu viku.

Annars er allt gott að frétta. Það er farið að kólna hér hitinn fór niður fyrir 10 stig í gær svo að veturinn er sennilega að skella á. Keypti mér af þeim sökum þessa bráð góðu úlpu svo að maður verði nú ekki úti í hinum Hollenska vetri. Ég ætla að halda áfram að gera ekki neitt....


Þeir fara hægt en...

Við fundum tvo skaðvalda í gær þegar við komum heim, tveir sniglar höfðu gert sig heimakomna í eldhúsinu hjá okkur. Höfðum tekið eftir einhverju slími á gólfinu um daginn en ekki séð eða áttað okkur á því hvað þetta gæti verið. Sökudólgarnir eru sem sagt fundnir en hvernig þeir komust inní eldhús seint að kveldi til er okkur hulinn ráðgáta.

Annars er þetta búin að vera lærdómshelgi mikil hjá mér. Ég er að leggja loka höndina á ritgerð í management studies og þar með er þeim áfanga lokið. Síðan þarf maður að hysja upp um sig brækurnar og hefja lestur fyrir próf sem ég fer í á miðvikudaginn. Púff þetta eru búnar að vera stremnar vikur en svo kemur stutt pása, tveir virkir dagar og ný önn er hafinn með látum. Reyndar er böggið út af næstu önn hafið þar sem maður þarf að vera búinn að mynda hóp áður en tímar hefjast. Það er nú að takast hjá mér, kominn með þrjá af fjórum í hópinn minn. Tel það nú vera nokkuð góðan árangur svona miðað við að ekki þekki ég nú marga af þessum 100 manns sem ég geri ráð fyrir að verði í þessum áfanga :-)

Sá í fréttum að það hefði verið eitthvað uppþot í amsterdam. Þetta fór nú algjörlega fram hjá mér. Ég hef nú svo sem ekki verið þekktur fyrir að taka þátt í svona brjálæði...eða hvað?


Af samskiptahæfni Hollendinga

Það að gera eitthvað í skyndi er hugtak sem er Hollendingum ekki tamt. Í þessari færslu ætla ég að upplýsa um samskipta hegðun Hollendinga og afhverju þeim er þetta ekki tamt.

Dæmi 1
Það er föstudagur og þú ert að vinna í tölvunni. Seinnipartinn sérðu að vinur þinn er á msn og þú ákveður að spyrja hvort þið eigið ekki að gera eitthvað í kvöld. Ef þú værir að tala við íslending myndi hann sennilega segja jú það væri þjóðráð að hittast í kvöld, ég er einmitt ekkert að gera. Hollendingurinn myndi segja ég er laus á sunnudagskvöldið jafnvel þrátt fyrir að hann sé ekkert að gera um kvöldið. Ekkert gerist í skyndi!

Dæmi 2
Eftir talsverða erfiðleika hefur þér tekist að fá þér bankareikning í Hollandi. Eins og sönnum íslending að þá finnst þér nú ómögulegt að geta ekki notfært þér netbankann og ferð í útibúið þitt til að sækja um aðgang. Ehh...nei það er ekki hægt. Þú verður að fara á netið, senda inn umsókn, fá hana senda 3-4 dögum seinna til undirskriftar og þá sendir þú hana til bankans til að fá lítið tæki eftir 8 daga. Ekkert gerist í skyndi!

Dæmi 3
Þessi saga kemur frá Álfheiði. Útlensk stelpa hér í bæ nær að pikka upp Hollenskan strák. Þau ákveða að hittast á stefnumóti. Eftir mánuð hafa þau hist nákvæmlega fjórum sinnum og viðkomandi stelpu finnst nú kominn tími til að hitta drenginn oftar. Hún sendir honum sms um hvort hann vilji ekki hitta hana um kvöldið á barnum, enginn svör koma, hún fer og hittir vini sína á barnum og verður frekar óþolinmóð eftir svari og sendir önnur skilaboð. Svar kemur hálftíma seinna "hverslags óþolinmæði þetta sé nú"! Okkur var nú sagt að þetta ástand getur varað í heilt ár! Ekkert gerist í skyndi!

Á þessu dæmi sést að Hollendingar þola ekki að gera eitthvað skyndilega. Fyrir mann eins og mig sem lifi fyrir að detta í hug að gera eitthvað og framkvæma það er þetta náttúrulega það versta sem getur komið fyrir. En það víst bætir þetta allt upp hvað Hollendingar eru samt almennilegir og hjálpsamir. Eitt er ég þó viss um að karakterinn úr Little Britain "computer says no" er búinn til út frá Hollendingi!!! 


Frelsi í sölu á áfengi

Fyrir alþingi liggur frumvarp um afnám ríkisins á sölu á áfengi. Ég hef sagt það fyrr á þessu bloggi að mér finnst það löngu tímabært þar sem það er ekki hlutverk ríkisins að standa í smásölu.

Umræðan um þessa hluti er hins vegar á miklum villigötum og í formi upphrópana og fullyrðinga sem standast ekki nánari skoðun. Nýjasta dæmið er leiðari Morgunblaðisins í gær þar sem því er haldið fram að við séum að færa freistingarnar of nálægt ölkunum. Ef fólk ætlar að ræða hlutina á þessum nótunum að þá er spurning hvort ekki eigi að banna sælgæti þar sem það stuðlar að offitu...

Á síðustu 10 árum hefur vínbúðum ÁTVR fjölgað gífurlega og opnunartími lengst. Í mínu ágæta bæjarfélagi Kópavogi kom einmitt fyrsta vínbúðin árið '97 að mig minnir. Ef við tökum þá röksemd gilda að áfengisvandi muni aukast með bættu aðgengi því hefur hann þá ekki aukist á síðustu 10 árum? ég bara spyr.

Hjá öðrum þjóðum gengur þetta ágætlega að selja vínið með öðrum drykkjarvörum í búðum. Ég er þessa dagana við nám í Hollanda þar sem það er gert og ekki hefur það gert mig að alka. Þessi umræða minnir mig á umræðu sem átti sér stað fyrir 20 árum þegar bjórinn var leyfður á íslandi. Bjórinn átti nú að leiða okkur til glötunar, en hvað hefur gerst - það er að minnast menning í kringum áfengi og drykkja (að mínu mati) hefur batnað.

Ræðum hlutina eins og þeir eru og forðumst að vera með upphrópanir og fullyðringar sem ekki standanst nánari skoðun.


Vika eftir af fyrstu önninni

Jæja þá er rúm vika eftir af fyrstu önninni. Skila hópverkefni á fimmtudaginn, lokaritgerð næsta mánudag og fer í próf á miðvikudaginn í næstu viku. Þar með líkur fyrstu önninni minni í VU. Já tíminn líður hratt því eingungis eru liðinir tveir mánuðir síðan við fluttum til Hollands. Námið stendur vel undir væntingum og það eru gerðar mjög miklar kröfur til manns. Alltaf þegar ég var búinn að gera plön um hvernig ég ætlaði að haga minni vinnu að þá kom nýtt verkefni í ljós sem þurfti að vinna, þannig eru kennararnir að reyna að sýna fram á raunveruleikan á vinnustaðnum þar sem að ný verkefni líta stöðugt dagsins ljós. okkur hefur verið ögrað til að gagnrýna kenningar og annað sem að maður lærði að væri "nánast heilagur sannleikur" í Bsc náminu heima. Ég er að skrifa t.d. ritgerð núna sem á að vera á tungutaki sem allir skilja, sem þýðir að maður þarf að hugsa upp á nýtt uppbyggingu og annað í ritgerð. Allt er leyfilegt en samt ekki.

Ég býð mjög spenntur eftir að sjá hvernig næsta önn verður. Held að við fáum að fara í stjórnendatölvuleik þar sem taka þarf ákvarðanir sem eru nálægt raunveruleikanum. Gaman að sjá hvernig það kemur allt út. Það er útlit fyrir að það verði ekki jólapróf, hef ekki séð kennsluáætlun ennþá en ef það er rétt að þá ætti ég að vera búinn í skólanum um miðjan desember.

Ferðalög eru framundan hjá mér. Fer til Dublin 8-11 nóv og Kandrsteg í lok nóvember. Bæði skátadæmi. Síðan var Fríður að biðja mig um að fara til Barselona um miðjan desember, veit ekki alveg með það, er að hugsa málið.

Já það rétt að taka það fram að við höfum ákveðið að vera í Hollanda yfir jólin og förum svo til Rieneck í Þýskalandi yfir áramótin. Það verður örugglega mjög sérstakt að vera fjarri öllum yfir hátíðarnar en að vissuleyti gefur það kost á nýjum siðum og venjum.


Ef lífið hefði verið svona einfallt fyrir 10 árum

Í dag getur þú setið fyrir framan tölvuna og gert nánast hvað sem er, talað við fólk um allan heim og iPodinn er tengdur við græjurnar með tónlist á sem þú náðir í áðan á netinu. Þú ert með "webcam" sem fylgist með því að starfsfólkið í verksmiðjunni þinni í Kuala Lumpur er að vinna vinnuna sína og getur með einum takk ákveðið að ráða eða reka fólk. (ekki það að ég sé með fólk í vinnu, sett fram til að leggja áherslu á mál mitt).

Ég hef sem sagt verið síðustu daga að vinna að lokaritgerð í öðrum áfanganum sem ég er að taka. Í vinnu minni við þessa ritgerð hef ég fundið ótal fræðigreinar, framkvæmd rannsókn og haldið úti sérstöku bloggi til að auðvelda vinnuna. Spurningin er hvernig getum við metið réttar upplýsingar frá röngum? Það er líka alltaf áhættan á of miklum upplýsingum sem koma í veg fyrir að þú finnir það sem þú ert að leyta að.

Fyrir 10 árum vann ég hjá Ingó bróður mínum í Noregi. Í þá daga hafði ég ekki netið og gsm símar voru á mörkum þess að vera almenningseign. Einu upplýsingarnar sem maður fékk voru fréttir í blöðum og sjónvarpi og einstaka símtal heim. Ég átti ekki iPod heldur bara þennan frábæra ferðageislaspilara og staflana af gleisladiskum. Lífið var einfallt en það að fá upplýsingar mun erfiðara í þá daga.

Þetta leiðir mig að kveikjunni að þessum pósti. Ég er sem sagt að skrifa um stjórnun og það sem ég hef meðal annars komist að er að hlutverk stjórnenda er að fylgjast með umhverfinu (fyrirtækja) og miðla upplýsingum til annara í fyrirtækinu til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum. Stjórnendur þurfa að vera sveigjanlegir til að mæta stöðugt brettu umhverfi. Í dag er þetta mun einfaldara heldur en það var fyrir 10 árum. 

Að lokum að þá er hér teiknimynd sem ég fann á netinu og tekur vel saman þær fjölda kenninga sem settar hafa verið fram um stjórnun í gengum árin.

nz364
 


það er nú vit í þessu

Nú bý ég í Hollandi þar sem þú getur keypt áfengi allan sólarhringinn. Hér sé ég samt ekki verri drykkjarmenningu heldur en á íslandi. Ég held að ég geti fullyrt að þær þjóðir sem drekka einna verst áfengi séu íslendingar og norðmenn en þær eru samt með þó nokkur höft á sölu á þessum veigum og mikil og há gjöld.

Ég fagna þessu framtaki Sigurðar Kára og vona að núna loksins nái þetta fram að ganga.


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband