Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Er ekki rétt að snúa sér að rekstri

Kráareigendur hafa margir hverjir kvartað og kveinað yfir reykingarbanninu. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að ögra yfirvaldinu með því að láta setja upp sérstakan reykingarklefa. Að auki hefur dómsdagsspám um að fjöldin allur af kráareigendum rambi á barmi gjaldþrots einungis út af þessu banni. Ég er sammála því að það er handvöm hjá hinu opinbera að setja ekki reglugerð um viðurlög og eftirlit en að leyfa reykingar er ekkert annað en ögrun.

Það er athuglisvert að skoða þessa umræðu í ljósi þess að samkvæmt könnunum hefur fylgi við bannið aukist frá því að það var sett, nú síðast var sagt að um 80% landsmanna séu því fylgjandi. Bannið er sett með lýðheilsu í huga þ.e. að heilsa almennings gangi framar öðrum hagsmunum.

Mér er spurn að ef þessir kráareigendur færu nú að snúa sér að rekstri sinna staða og finna leiðir til að leysa málið innan ramma lagana að þá myndu þeir kannski laða fleirri gesti að. Einn kráareigandi talaði um að bjórsala hefði minnkað, fyrir því geta t.d. verið margar aðrar ástæður heldur en reykingabannið eins og okur verð á bjór.

Ég hvet kráareigendur eindregið til að snúa sér að öðru og hætt að berja hausnum endalaust í steininn út af þessu banni. Tímar reykfylltra kráa er lokið!!!


mbl.is Kráareigendur leyfa reykingar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðandi alheimsforseti í heimsókn

Verðandi alheimsforseti (Hjalti) heimsótti sauðsvartan almúgan í Leiden í gær. Hann gerði örstutt stopp á leið sinni frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum til Frankfurt. Eins og hann lýsir á sinni síðu að þá tókum við hann í skoðunarferð um borgina og að sjálfsögðu að hitta jafningja sína á veitingastaðnum Einstein. Takk fyrir góðan dagpart Hjalti!!!


Ahcm...alltof fyndið

Ég stal þessu af síðunni hjá Einari Elí... 


Ritgerðasmíði

Ég er búin að eyða helginni í ritgerðasmíði fyrir siðfræði áfangan sem ég er í. Valdi að skrifa um markaðstjóra sem þarf að velta fyrir siðferðisspurningunni við að markaðsetja vörur gagnvart börnum. Þegar þessi orð eru skrifuð er ég búin með 2250 orð af 3000 sem eiga að fylla þessa ritgerð. Reyndar slepp ég með svona 2500 orð þannig að það sér fyrir endan á þessu.

Ég fer í próf á fimmtudaginn og skila þarf inn ritgerð á föstudaginn og mánudaginn eftir viku þar ég að skila hópverkefni.

Best að halda áfram að skrifa svo þetta klárist nú einhverntíman...

 


Sorgleg misnotkun á lýðræðinu

Sannarlega er þetta sögulegur viðburður en ég held að sagan dæmi þetta neikvætt. Það hefur aldrei skilað árangri að vera með yfirgang og hrópa og kalla og koma í veg fyrir að löglegur fundur geti farið fram. Það var t.d. sérstakt að sjá gamla konu í sjónvarpinu í gær segja að fólk hefði kallað hana fasista af því að hún vildi ekki mótmæla. Fólk verður að skilja að það eru mismunandi sjónarmið og þó sumir telji að þessi nýji meirihluti sé aðför að lýðræðinu að þá eru aðrir sem telja þetta lýðræðislegan framgang. Svona múgsefjun eins og átti sér stað í Ráðhúsinu í gær er engum til framdráttar, ég tel þetta mjög sorglegt!!!


mbl.is Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vika eftir af önninni

Núna er nákvæmlega vika eftir af fyrstu önn ársins. Í gær skiluðum við drögum að verkefni og í dag þruftum við að lesa yfir verkefni hjá öðrum hópi og gefa athugasemdir og svo þeir við okkar. Þetta er ágætis æfing í að horfa gagnrýnum augum á vinnu annara og vera óhræddur við að gefa uppbyggilegar athugasemdir.

Núna er ég að fara að vinna að siðfræð verkefninu mínu. Ég þarf að skrifa 3000 orð um að markaðstjóra sem þarf að taka ákvörðun um markaðssetningu á vöru gagnvart börnum. Fyrst þarf að velja með eða á móti og svo vera fylgin sér. Vonandi tekst mér að klúðra einhverju saman í dag og á morgun svo ég hafi næstu viku til að lesa fyrir prófið á fimmtudaginn.

Ég verð mjög glaður þegar næsta vika er búin því þá getur maður farið að einbeita sér að loka verkefninu, sem ég fæ vonandi að vita hvað er í næstu viku. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt fimm mánuðir liðnir frá því að við fluttum út!!!


100 dagar voru nóg

Þetta eru frábærar fréttir að búið er að fella vonlausan meirihluta í Reykjavík. Þeim tókst ekki einu sinni að koma sér saman um málefnin á 100 dögum, hvernig hefði framhaldið orðið. Greinilegt að menn gagna skýrt fram og eru með góða málefnaskrá í höndunum, það vísar á góða byrjun - ekki satt?
mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svolítið merkilegt...

þegar ísland tekur þátt í íþróttamóti að þá fyllist fólk (sumir allavega) einhverju gífurlegu þjóðarstollti. Það er yfirleitt talað um strákarnir okkar, þar sem yfirleitt eru þetta nú karla íþróttir, og notaðir frasar eins og "strákarnir voru ekki nógu snöggir" eða "við hefðu tekið þetta ef..." eða "hann var óstöðvandi". Um lítið annað er talað um á kaffistofunum en leikinn og ef þú slysast til að vera í tölvunni þegar "leikurinn" er í gangi að þá ertu spurður "er'tu ekki að horfa á leikinn".

Ég hins vegar sá í gegnum þessa "múgsefjun" fyrir löngu síðan og hef ekki nennt að eltast við þessa diktúrur síðan '95 (að mig minnir). Það er nú bara þannig að þetta skiptir ekki máli, þetta hefur ekkert með þjóðarstollt að gera og endurspeglar ekki þjóðarsálina eins og margur heldur fram. Að mínu viti er þetta einungis keppni sem sumir hafa gaman að og aðrir ekki, ég tilheyir víst seinni hópnum. Það er ekki hægt að segja að þetta séu "strákarnir okkar" og að þegar liðið tapar að þá förum við ekki í "vont skap" eða "dagurinn er ónýtur".

Annars verð ég að játa að ég hef lúmskt gaman af þessu. Sérstaklega að heyra viðbrögðin þegar ég spyr "hvaða leikur"? Maður fær ávallt sama fyrirlesturinn að maður eigi nú að styðja "strákana okkar" og þar fram eftir götunum. En það skal skjalfest hér með að mér gæti ekki verið meira sama að það sé einhver keppni í gangi. Ég fyllist meira þjóðarstollti yfir þeim viðbrögðum sem íslendingar fá erlendis þegar þeir segjast vera íslendingar. Það á ekkert við um árangur íslendinga í íþróttum heldur það frábæra lands sem við byggjum.


vikan

Ég fékk svar út af lokaverkefninu, þ.e. frekari upplýsingar. Efnið er mjög áhugavert og ég mun geta unnið verkefnið á eðlilegum hraða þrátt fyrir að leiðbeinandinn sé opinberlega í fríi fram í mars. Ég vona að ég fái að skrifa um þetta efni, hljómar mjög skemmtilega.

Annars er allt á fullu þessa dagana. Þurfti að mæta alla daga vikunnar í skólann, sem er mjög óvanalegt, því að ég er að vinna í þremur mismuandi hópum núna og það þarf að finna tíma fyrir þetta allt. Tvær vikur í próf og skil á verkefnum, þannig að helgin verður öll tekin undir lærdóm.


Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband