Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fluttur

Við fluttum til Nieuw Vennep í gær þar sem Hjalti ætlar að skjóta yfir okkur skjólshúsi þar til haldið verður heim á kaldan klakann. Við fengum aðstoð frá Marielle og Wim við flutninga svo að þetta hófst allt í einni ferð. Ótrúlegt magn af drasli sem maður safnar sér á einu ári þrátt fyrir að hafa komið nokkrum hlutum í góðar hendur. Það ótrúlega við þessa flutninga er að ég hef búið á fleirri stöðum í Hollandi heldur en á Íslandi og húsin fara stækkandi eftir því sem við flytjum oftar. 

Það er stöng dagskrá framundan við ritgerðasmíð, próf og félagslífið. Álfheiður fer á fimmtudag til Wales og kemur aftur á föstudag og heldur svo til Íslands á laugardag. Matarboð á morgun mánudag hjá okkur og ég fer í próf 10. des og heim daginn eftir. Svona til að gefa einhverja sín á stöðu mála hér.  


Snjókoma í Amsterdam

Sá stórmerkilegi atburður átti sér stað núna að það byrjaði að snjóa hér í Amsterdam. Betri stund hefði nú verið hægt að finna en ég þurfti að skreppa inní miðbæ að ná í hjólið mitt og hjóla til baka. 

Jón snjómaður 

Ég skildi hjólið eftir niðri í bæ af því að ég missti af síðustu ferjunni til baka og þurfti að taka næturstrætó. Það var slatti af evrópuliði sem ég þekki að funda og þau buðu mér í mat í gær, svaka stuð.

Setti nokkrar myndir inná http://public.fotki.com/joningvar/2008/oktber-og-nvember/


kúgarar eru kúgarar

Það er ótrúlegt að hlusta á málfluting þeirra sem tala á þessum útifundi á Austurvelli núna þegar þessi orð eru skrifuð. Það er engu líkara en einhver hafi tekið upp stóra skóflu og grafið upp hveralanta landsins innflutta, brottflutta og búsetta. 

Sú sem nú talar er búsett í Hollandi og mér heyrist að hún hafi sogast inní atvinnumennsku Hollendinga að mótmæla. Rök ræða hollendinga er með þeim daprari í heiminum og það er það sem mér heyrist endurspegla þessa samkomu á austurvelli.

Þið afsakið sem sækið þennan fund, ekki það að ég vilji gera lítið úr reiði fólks. En það leysir lítinn vanda að skipa utanflokkastjórn, boða til kosningar eða aðrar töfralausnir sem bent er á. Ég get með engu móti tekið því að við höfum haft það slæmt síðustu ár síður en svo. Lausnin felst í því að bretta upp ermar og vinna sig úr vandanum sem upp er komin en ekki sífellt að leyta að sökudólgum.

Er kannski hægt að segja að mótmælin séu kúgarar í sjálfu sér? 


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

héluð hjólaferð

rok, sjór, hagl, blautt, slydda, úff, kominn! Orðin sem best lýsa svaðilegri hjólaferð hjá mér í dag. Átti erindi á bókasafnið og ákvað að láta mig hafa það að fara út í "brjálað" veðrið. Það er rosalega erfitt að hjóla þegar vindurinn er kominn yfir 25 m/sek (alveg satt) og ekki sé talað um að þegar hagl rignir yfir mann. En þetta hafðist og ég fann helminginn af bókunum sem ég leitað að. 

Undarlegt með þessi bókasöfn. Ég hélt að það væri bara eitt kerfi hér á háskólabókasöfnunum í Amsterdam en nei minn skóli er með annað heldur en UvA. Á endanum áttaði ég mig á þessu flókna kerfi. Í staðinn fyrir fyrir númerakerfi að þá var bókstafakerfi. Bókasafnið mitt er líka á 14 hæðum en ég passaði mig nú á að skrifa hjá mér hvaða hæð þetta væri á. Flotta dæmið var að þetta er allt sjálfvirkt maður skannar bókina og skólaskyrteinið og þá er þetta komið.  

Ein góð saga um Hollendinga í lokinn. Hollendingar verða að vita hvað allt kostar til að geta séð hvað þeir eru að græða mikið á kaupunum. Mjög flóknar reglur gilda t.d. um þegar ákveðið er að selja hluti bara til þess að reyna að græða sem mest. Allavega í bílakaupum að þá er þetta einfalt þú sendir bara sms á ákveðið númer með bílnúmerinu og þá færðu svar um hæl hvað bíllinn ætti að kosta. Einfaldara gæti það ekki verið!  


Djölfulli er þetta leiðinlegt tal

Ég er orðin leiður á að liggja hér hljómaði texti með Ný döns (eða eitthvað á þá leið). Mitt viðhorf endurspeglast kannski dálítið í þessum orðum. Núna í nokkrar vikur er ég búin að fylgjast með öllu því sem fer fram á íslandi reynt að greina það sem sagt er frá öllum hliðum málsins. Mín niðurstaða er sú að fólk er rosalega fljótt að sökkva í sjálfsvorkun og að kenna einhverjum öðrum um hvernig hlutirnir eiga að vera, stjórnmálamenn eru margir komnir í vinsældakapphlaup með undralausnir sem þegar betur er á horft eru ekki neitt sem virði er. Dæmi um það síðarnefnda er neyðarlán til námsmanna erlendis sem er skilgreint svo þröngt og ekki afgreitt fyrr en í lok námsannar að það hjálpar fáum. 

Vitiði að ég hef fengið nóg af þessu rugli. Öfugt við þá sem mótmæla að þá er mér nokk sama um hver ber ábyrgð á hverju. Nú er tími til að vinna, taka upp skófluna og moka flórinn. Það er nefnilega þannig að í kreppu er líka tækifæri, tækifæri til sköpunar og að finna nýjar og góðar lausnir á málunum. Virkjum kraftinn í fólkinu og notum það sem við höfum til að líta björtum augum á hlutina og hættum þessum bölmóði sem allt umliggur.

Svo ég vitni í meistara megas að lokum: smælaðu framan í heiminu og heimurinn smælar framan í þig! 


hálft eyrað skorið

Við fórum í bæjarferð í gær og heimsóttum Van Gogh safnið. Við erum að reyna að heimsækja helstu kennileiti bæjarins svona þessar síðustu vikur sem við búum í borginni. Safnið stóð vel undir væntingum og tók okkur tvo og hálfan tíma að komst í gengum allt. Listamaðurinn sem er þekktastur fyrir að hafa málað sólblóm og skorið af sér hálft eyrað afrekaði ótrúlega mikið á einungis 10 ára listamannsferli. 

Sjá myndbandskveðju frá okkur á safninu: 
http://vangoghen.bitmove.tv/bitmove/vangoghen/index.jsp?uid=899C32B381418C29350C7B0AD92F1657&format=WMV

Að lokinni listasafnsheimsókninni fórum við í eitt flottasta kvikmyndahús borgarinnar. Það er hýst í stórmerkilegri byggingu sem í sjálfum sér er stórfenglegt í útliti og minnir oft á leikhús í stað kvikmyndahús. Sáum nýju james bond myndina sem er sæmileg, hef séð þær betri.   


Búin að bóka flug

Þá er það komið á hreint, ég kem heim 11. desember með beinu flugi frá Amsterdam. Það er víst ekki seinna vænna en að ganga frá þessu svo maður fái flug á skikkanlegu verði. 

Veit ekki alveg hvað ég verð lengi heima en þarf að fara aftur út í janúar til að taka próf og skila af mér ritgerðinni. Ef allt gengur að óskum að þá ættum við að vera flutt heim í febrúar.  


Rólegheit

Í dag er rólegheitadagur hjá okkur. Ákvað að taka mér frí í dag og gera ekki neitt nema að lesa blöðin og safna orku fyrir komandi viku. Sit og er að hlusta á AC/DC á rás 2 ekki slæmt! 

Við fórum í langferð á föstudagskvöldið til Rotterdam í partý hjá Unnsteini og Ingu þar sem boðið var uppá dýrindis hákarl, brennivín og ah bjór (hagkaupsbjór á íslensku). Ferðalagið til R'dam gekk snuðrulaust fyrir sig en heimferðin varð heldur lengri heldur en áætlað var. Byrjaði á því að við fundum ekki stoppistöðina fyrir næturstrætó svo tekin var leigubíll á R'dam centraal. Þar þurftum við að bíða í hálftíma eftir lestinni. Þegar komið var til A'dam að þá höfðum við smá tíma í bið og svo kom strætó en við vissum ekki að maður þarf að borga með peningum í næturstrætó en ekki strippenkaart eins og venjulega. Okkur vantaði sem sagt evru uppá farið svo að það þýddi ferð í hraðbanka og bið í hálftíma. Ferðalagið til R'dam tók tvo tíma en heim fjóra tíma.

Ég tók uppá þeirri nýjung á föstudaginn að fara í hjólaferð svona til að fá einhverja hreifingu yfir daginn. Hjólaði sem leið lá í Twiske garðinn sem er hér rétt hjá á meðan Álfheiður lá í bælinu. Nokkuð flott leið svo ég bauð Álfheiði í hjólaferð í gær um garðinn. Nokkuð skemmtilegt en einn lengsti hjólatúr sem við höfum farið í hér. Nokkuð góð leið til að byrja daginn.

Stór vika framundan við lokaverkefnið!  


Stórgóð helgi

Helgin þróaðist nokkuð óvænt hjá okkur. Það fór í raun ekkert eins og það átti að fara. Það sem olli því var óvænt atburðaráðs: Álfheiður við erum að verða of sein drífum okkur, og út var hlaupið, andskotans framdekkið er púkterað, pumpan rifin fram og pumpað í dekkið! Haldið var af stað og pumpan góða höfð með í för. En þegar komið var niður að bryggju að þá var ferjan farin en við vorum nokkuð viss að næsta væri eftir korter en þegar korterið var liðið og engin ferja kom að þá sáum við að hún er á hálftíma fresti yfir daginn, bara á annatímum á kortersfersti. Þetta olli keðjuverkun sem varð til þess að við komumst ekki til Delft á Útskrift hjá Unu. Við höfðum þá samband við Grikkina og hittum þá á kaffihúsi í staðinn. 

Það að hitta Grikkina varð til þess að við komumst að því að safnanótt var í Amsterdam á laugardaginn. Úr varð að við keyptum miða og héldum út í laugardagsnóttina að skoða söfn. Fórum á Filmmuseum að skoða bolliwood myndir, á Rijksmusem að sjá demants hauskúpuna eftir Damien Hirst ásamt Rembrant og þaðan á töskusafnið og gyðingadæmið og enduðum í að drekka múnkabjór í nýju kirkjunni í Amsterdam. Það var svolítið fyndið að í Rijksmuseum að þá var ég að skoða forlátta dúkkuhús frá 17 öld að þá kemur starfsmaður uppað mér og lýsir yfir ánægju að ég sé að skoða þetta þar sem óvenjulegt er að karlmenn skoði þessa dýrgripi. Úff hvaða mynd er ég að gefa af mér! Þetta var stór góð skemmtun hjá okkur þrátt fyrir að allir sem ætluðu með hefðu hætt við og biðraðir dauðans eftir að komast inn.  

En hjólið er púkterað, ekki gott þarf að láta gera við það og framgjörðina líka sem er rammskökk.  


Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband