Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Til hamingju ísland

ég er kominn, lenti í gær og er búinn að taka smá rúnt. Um helgina verður haldið á Úlfljótsvatn. Flugferðin var góð, móttökur góðar, allt lítur vel út.

dagur í heimferð

Rosalega er tíminn fljótur að líða. Ég er á heimleið á morgun eftir 9 mánaða útlegð í Hollandi. Er reyndar ekki alkominn því ég á eftir að ljúka við ritgerðina og einn kúrs næsta haust. Þýðir þetta að hinu ljúfa lífi fer að ljúka eða sem ég held að nýr kafli sé um það bil að hefjast. Á Íslandi er stefnan að vinna að lokaverkefninu með því að afla gagna og vinna sér inn smá pening til að maður geti klárað námið sómasamlega.

Já en fyrir heimferð þarf maður að ganga frá ýmsum lausum endum. Álfheiður verður hér reyndar og ver vígið að mestu en ótrúlegt hvað hluturirnir verða miklir oft sama hversu smáir þeir eru. Þetta ætti allt að smella fyrir morgundaginn.

Dagskráin á Íslandi:

29. maí til 2. júní Úlfljótsvatn
7.-8. júní Svansútilega
14. júní Útskrift hjá Gísla
17. júní Skrúðganga
20. - 22. júní  Akureyri
26. júní Holland

Nóg að gera en eflaust verður það mun meira


partý partý

Það hefur verið nóg að gera í samkvæmislífinu síðstu dagana. Fyrir utan að fylgjast með Evróvision að þá skruppum við í útskriftaveislu hjá Árna í Delft, hittum marga þar í miklu stuði. Í gær var svo svaka grísk veisla með um 50 gestum.

Við fylgdumst með Evrópvision í gær en fengum ekki að hlusta mikið. En þetta virtist allt ganga mjög vel.

Við erum komin í húsnæðisleit núna þar sem við missum íbúðina 1. ágúst. Við vildum ekki framlengja samninginn þar sem við hefðum þurft að gera það í 6 mánuði auk þess að þá viljum við finna eitthvað ódýrara. Fjör fjör fjör.


Það búa fleiri í borginni

Það er nú svolítið kyndugt það sem gerðist í vikunni. Álfheiður fékk skilaboð á andlitsbókinni frá íslending sem býr hér í borginni og ekki nóg með það heldur býr hún rétt hjá búðinni okkar og verslar þar reglulega. Hún býr hér með kærastanum sýnum og þau hafa verið hér í allan vetur. Við höfum lifað í þeirri miklu blekkingu að við væru einu íslendingarnir hér í borg, hehe já heimurinn er alltof lítill.

Við hittumst í gær á hommabarnum þar sem við studdum ísland dyggilega í eurovision og fengum allan staðinn með í það. Þeir eru með einhverja samkeppni þarna á staðnum um það hver muni vinna á laugardaginn og þeir veðja flestir á Svíþjóð, sjáum til hvernig það fer.


sagan af lokaverkefninu

Síðan í janúar hef ég unnið að því að byrja á lokaverkefninu mínu. Þá einmitt völdum við okkur innan hvers sviðs við vildum skrifa og ég valdi skapandi iðnað eða creative industries. Fyrsta verkefnið var að sjálfsögðu að lesa sér til um fræðina á bak við iðanðinn og að velja sér hvað maður vildi skrifa um. Mælt var með því að maður fyndi sér fyrirtæki til að taka fyrir innan ákveðins geira, þ.e. tónlist, sjónvarp, kvikmyndir, leikhús og svo framvegins. Leiðbeinandinn minn var í fríi allan febrúar svo að ég gat í raun ekki byrjað fyrir alvöru fyrr en í mars, sem var svo sem allt í góðu.

Fyrsta  tillaga leit ljós í mars. Þó að ég hefði nú ekki verið komin með fræðilega hlutan á bak við mig að þá kom ég fram með þá hugmynd að skrifa um velgengni Latabæjar og afhverju hún stafar. Hugsanlega bera það saman við önnur fyrirbæri eins og sesame street. Allt í góðu með það. Nokkuð hress mæti ég á fyrsta fund með leiðbeinandanum og við ræðum þetta, hún var nú ekki alveg að kaupa hugmyndina en sagði mér að vinna áfram með þetta, stuttu síðar fæ ég tölupóst þar sem hún bendir mér á að lesa mér til um Entertainment-Education.

Um miðjan apríl tek ég munnlegt próf í creative industries til að sýna fram á að ég viti nú eitthvað um fagið og geti byrjað á ritgerðinni. Við fundum og hún segir mér að finna a.m.k 10 greinar og útbúa yfirlit yfir hvað þær segja til að vera með fræðilega hlutan á hreinu.

Næsti fundur var nú á mánudaginn þar sem ég kynnti drög að tillögu um ritgerðina. Þá kemur það náttúrulega uppá yfirborðið að Entertainment-Education er mjög félagsfræðilegt hugtak og lítið skylt eiginlega við það sem ég er að læra. Þá barði ég sjálfan mig í hausinn yfir því að hafa ekki hlutstað á sjálfan mig og valið aðra leið með verkefnið. Allt í góðu með það, fór heim til að finna fleiri greinar.

Nýjasta áttin var að tengja þetta við markaðsfræði og vörumerkjastjórnun. Sendi póst á kennarann en hún þekkir ekki til vörumerkjastjórnunarfræðinnar en bendir mér á að ég ætti að skrifa um velgengni latabæjar sem sé greinilega einstök (sendi henni greinar um það) og bera það saman við önnur fyrirbæri eins og sesame street. Málið er að það er það sem ég lagði til fyrir meira en tveimur mánuðum síðan, arrrrg.

Þannig að núna er ég kominn aftur á byrjunarreit en núna veit ég samt nokkurnveginn hvernig ég ætla að tengja þetta saman. Ekkert meira rugl heldur hefjast handa við að vinna að þessu.

Ég varð nú bara að skrifa um þetta til að komast áfram og einbeita mér að verkefninu í stað þess að svekkja mig yfir þessu ferli :-)


ýmislegt finnst í dalnum

Það kemur nú ekki mikið á óvart að ýmislegt finnist í dalnum. Man eftir því þegar ég var yngri að þá fundum við félagarnir margt gullið í dalnum. En það er svakalegt til þess að hugsa að maður skuli hafa leikið sér þarna áhyggjulaus í öll þessi ár.

Annars eru þetta bara skilaboð að handan að hætta við þessar framkvæmdir og leyfa dalnum að vera útivistarsvæði áfram en ekki lokað íþróttasvæði fyrir fáa útvalda.


mbl.is Sprengja frá seinna stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision í Hollandi

Hvenær ætli ísland keppi, eða grikkland? hvaða sjónvarpsstöð sýnir frá þessu? ætli það sé hægt að horfa á þetta á netinu? eigum við að vera með partý?

Í þessum anda hefur síðasti mánuður verið á heimilinu. Snemma fann Álfheiður þó út að keppnin væri sýnd á einum stað hér í bæ. Til að gera langa sögu stutta að þá dró Álfheiður mig á einn hommabar bæjarins, af því að hommar og húsmæður horfa á eurovison hér. Það rættist heldur betur úr kvöldinu og við skemmtum okkur hið besta yfir því að fylgjast með fastagestunum hrópa sýnar skoðanir á hinum ýmsu þjóðum, þrátt fyrir að við hefðum nú ekki skilið allt. Grikkirnir komu svo þegar öll lögin voru búin og það var spjallað um keppnina á meðan Eurovision lög fortíðarinnar glumdi á staðnum. Við vorum síðan kvödd á ókristilegum tíma með þeim spurningunni hvort við myndum ekki sjást á fimmtudaginn. Við héldum það nú, bara spruning hversu mikið við eigum að vekja athygli á því að við erum íslendingar?

Annars bilaði hjólið mitt í gær þannig að ég er í tómu tjóni. Það kostar 60 evrur að gera við hjól sem kostaði 120 evrur. Núna er ég að spá í hvað skuli gera, það er búið að bjóða mér hjól að láni eða að kaupa hjól af dópista fyrir 15 evrur. Já möguleikarnir eru margir en það gengur víst ekki að vera hjólalaus hér í marga daga.


Það má nú láta mann vita stundum

Lífið heldur áfram sinn vanagang hér í Leiden. Var í Rieneck kastala í Þýskalandi á IMWefund. Fundurinn gekk mjög vel og við erum komin vel á stað að skipuleggja næsta IMWe sem verður um páskana á næsta ári. Það gekk sem sagt allt sinn vanagang þarna um helgina nema ferðalagið mitt þangað, þegar ég kom út á Schiphol flugvöll að þá sá ég að hætt hafði verið við flugið mitt. Sem betur fer var flug klukkutíma seinna þannig að þetta kom ekki mikið að sök. Á heimleiðinni þurfti ég svo að eyða nokkrum klukkutímum í Frankfurt en ég hafði félagsskap svo það gekk allt vel.

Á meðan þessu stóð að þá barðist Álfheiður við snigla og mús!

Í gær átti ég fund með leiðbeinandanum mínum út af lokaverkefninu og einu sinni en tók það U beygju. Vonandi miðar þetta eitthvað áfram núna í vikunni. Þarf að ná að ljúka við fyrsta áfangan helst áður en ég fer til Íslands.

Það kólnaði mikið um helgina hér í Hollandi, í gær var einungis 13 stiga hiti. Ég sá mig nauðbeygðan til að ná í vetrarúlpuna mína svo að ég kæmist klakklaust í skólann. Til mikillar gleði að þá á hitastigið að hækka rólega í vikunni og kemst í 22 stig á laugardag og sunnudag. Enda venju samkvæmt mikið um að vera um helgina :-)


Ótrúlega er þetta fyndið

Það er ótrúlegt að þótt hitinn fari í 17 stig að þá sé götum í miðborginni lokað. Það væri nú kannski nærri að búa þarna til alvöru göngugötu í stað þess að loka henni bara á góðviðrisdögum.

Hér í Leiden þar sem ég bý er t.d. bannað að keyra ákveðna götu á daginn, nema að strætó, leigubílar og hjólreiðamenn mega fara þar um.

Þetta er samt skref í rétta átt í að gera miðborgina að stað þar sem gaman er að spóka sig um á góðviðrisdögum.


mbl.is Pósthússtræti lokað vegna góðviðris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TU Delft brann

Arkitektabyggingin í háskólanum í Delft brann í gær. Það er nokkuð magnað að þessi bygging sem var víst uppá 13 hæðir að mér skilst skuli hafi hrunið til grunna við þennan bruna. Eldurinn kviknaði á 6 hæð út frá stórri kaffivél. Hér að neðan er eitt myndband frá þessu en á síðunni hjá Unu og Árna eru að finna fleirri myndir.


Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband