Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hollenskir bankar...arrrg

Ég kann orðið þónokkrar sögur af ferðum mínum í bankann hér í Hollandi. Sérstaklega um minn ágæta banka ABNAMRO. Hér koma nokkur ráð til að takast á við "fúla" bankastarfsmenn í Hollandi.

1. Taktu inn góðan skammt af róandi eða drekktu nokkra bjóra áður en þú mætir

2. Það er ekkert einfalt, hafðu það í huga

3. Hafðu ávallt með þér vegabréfið þegar þú ferð í bankann

4. Þú getur ekki tekið út meira en 500 evrur á sólarhring, ekki búast við því að gjaldkerinn afgreiði þig heldur verður þú að nota netbanka eða hraðbanka til að gera það.

5. brostu og reyndu að koma með einfaldar leiðir til að leysa vandann. Meira að segja það að afpanta mánaðarlegar millifærslur getur reynst þeim ofviða.

6. Ef svo vill til að þú ferð ekki í þitt útibú ekki búast við því að fá upplýsingar um þinn reikning. Í mestalagi kemur uppúr starfsmanninum að reikningurinn þinn sé ekki í þessu útibúi og þau sjái ekkert hvernig þetta virkar, jafnvel þótt að þú hafir upphaflega gengið frá þessu í þessu útibúi.

Frekari ráðleggingar um hvernig takst skuli á við Hollenskt skrifræði er hægt að fá gegn vægu gjaldi. 

einn pirraður eftir bankaferð...


Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband