Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Google

Ég er að vinna verkefni um frumkvöðlafyrirtæki í skólanum. Við vinnum þetta í fjögra manna hópum og einhvernveginn valdist ég í hóp með tveim frá Tamsaníu og stelpu frá Hollandi, furðu leg blanda. En já við sem sagt áttum að velja fyrirtæki sem drifið áfram af frumkvöðlakrafti, eftir miklar vangavelltur lagði ég til Google. Þetta er ótrúlegt fyrirtæki, maður tengir það alltaf við leitarvél á netinu eða tölvupóst. En nei þeir erum með blogger fyrir vefblogg, picasa fyrir myndir, scholar.google fyrir háskóla umhverfið og það sem ég skoðaði betur google reader. Stórsniðugt tæki þar sem hægt er að sækja sjálfkrafa uppfærslur á ákveðnum síðum, t.d. mbl, bloggsíðum og öðru sem þú villt fylgjast með. Þannig að nú sparar maður fullt af tíma og missir aldrei af neinu :-)

 En meira um Google. Þar geta starfsmenn sjálfir ráðið hvað þeir gera við 20% af vinnutímanum sínum, geta leikið sér, unnið að nýjum hlutum, lesið eða hvað sem er. Allir starfsmenn fá fría máltíðir á vinnutíma svo fátt eitt sé nefnt. Skemmtilegt fyrirtæki!!!


Surtsey

IMG_0362Ég tók þessa mynd fyrir utan skólann minn í morgun. Í nágrenni skólans eru fullt af svona stórum skiltum með náttúrumyndum (ætli Hollendingar þurfi ekki að minna sig á að þeir hafa mjög litla náttúru). Ég hef nú oft gengið fram hjá þessu án þess að veita myndinni athygli en fyrr í vikunni þá fannst mér þetta svakalega íslensk mynd, jú vitir menn Surtsey og aftan á þessu stóra skilti er útskýring á fyrirbærinu.

Annars er það að frétta að við erum bæði að drukkna í verkefnum þessa dagana. Önnin hjá mér er meira en hálfnuð og um miðjan október þarf ég að skila stórum verkefnum af mér sem nú þegar eru í vinnslu. Maður getur víst fátt annað gert en að bretta upp ermar og leggja sig af fullum krafti í þetta. Loka próf er síðan 24 okt, nokkra daga frí og svo byrjar næsta önn.

 Það er margt sérstakt hér í Hollandi. Ég fékk bankakortið mitt í vikunni eftir mánaðar bið. Þegar ég fékk það í pósti þá stóð að ég þyrfti að fara í bankann til að virkja kortið mitt. Alla vega þetta virkar núna og ég get ferðast áhyggjulaus. Meðal annars þess vegna ákvað ég að kaupa nokkra skipta kort í lestina. Sem er fínt nema að ég vissi ekki að ég þarf að "gilda" kortið áður en ég fer um borð í lestina. hmm..frekar krumpaður lestarvörður sem ég lenti á í dag þegar hann útskýrði fyrir vitlausa útlendingnum að hann þyrfti að gilda miðan áður en komið væri um borð. Svo mér var hent út á schiphol í dag og sagt að "gilda" miðan. Skipti reyndar engu máli þar sem ég þurfti hvort eð er að skipta um lest þar. Núna er ég orðinn fróðari um miðakerfið hér, sem er þó nokkuð flókið að skilja.

Gleymdi einu það verður svaka hátíð í Leiden 2-3 október. ódýr matur, bjór og skemmtun á hverju strái alla nóttina. Svona eins konar 17. júní nema hvað þetta er skipulagt alla nóttina.


My name is Jón and I'm a Whale hunter from Iceland

Þannig byrjaði ég þriggja mínútu kynningu á verkefni sem ég er að vinna í skólanum í dag. Auðvitað náði ég strax athygli allra í bekknum en við vorum að kynna rannsókn sem við erum að vinna að í leit okkar að rétta svarinu. En eitt af því sem ég er að leita að er hvað er "frumkvöðull" og ég notaði myndlíkingu um að hvalfangarar í dag gætu talist frumkvöðlar, þeir berjast áfram og vilja veiða hvali þrátt fyrir að borgarar þessa heims eru að jafnaði á móti því. Það sama er hægt að segja um frumkvöðla að þeir leggja af stað í verkefni þrátt fyrir að fólk álíti þá bilaða eða að vera að taka óþarfa áhættu.

Þau tóku þessu nú nokkuð vel í tímanum í morgun, veit ekki hvort ég verði álitinn þessi skrýtni eða hvað - hverjum er ekki sama!!!


Lagaði hitt og þetta

Já ég er búinn að lagfæra "athugasemdakerfið" því að einhverjum "Sævari og Fríði" fannst þetta of erfitt. jú ég verð nú víst að játa það að þegar ég prófaði sjálfur að skrifa athugasemd að þá var þetta óþarflega flókið ferli. Þannig að núna er mjög einfalt að skrifa kveðjur eða athugasemdir svo engar afsakanir gilda lengur.

Annars er alltaf gaman að fá svona athugasemdir sem fá mann til að lagfæra hlutina. En já mér til mikillar furðu að þá skildi prófessorinn minn eftir athugasemd við eina færslu hjá mér. Ég veit nú ekki hvernig hann fann bloggið mitt en ég hrósaði honum í tíma á mánudaginn fyrir að hafa tekist að skilja eftir kveðju þrátt fyrir að allt sé á íslensku.

 Af líðandi stundu. Við vorum með gesti um helgina, Eva og Ingi kíktu á okkur. Mikið stuð að sjálfsögðu og þau fengu fyrsta túrinn um Leiden og síðan fórum við á sunnudaginn til Amsterdam þar sem vísindasafnið og Heineken verksmiðjan var skoðað.

Á laugardaginn fór ég til Boxtel á scout-in, 5000 manna skátamót fyrir 17 ára og eldri. Mikið stuð en ég gat nú ekki stoppað þar nema á laugardaginn. Ég var að kynna Roverway fyrir Hollendingum við ágætar undirtektir. Sjá myndir!!!

Brjálað að gera í skólanum enda líður að annarlokum. Fattaði í gær að ég hafði gleymt að lesa 4 greinar fyrir daginn í dag og gera þriggja bls. úrdrátt um málefnið. Þannig að ég þurfti að vinna fram á kvöld í gær og vakna snemma í morgun. Þetta hafðist nú allt saman. Á morgun á ég að vera með kynningu á rannsókninni sem ég er að gera og svo þarf ég víst að lesa einar fjórar greinar á morgun.

Að lokum óska ég Matta og Áslaugu til hamingju með brúðkaupið á laugardaginn. Er enginn með góða sögu, hef ekkert heyrt. Vonandi hefur allt gengið upp...


Þetta kallar maður áskorun

Ég var í rólegheitunum í morgun að vinna verkefni fyrir skólan. Um klukkan 11 ákvað ég að kíkja á heimasíðu áfangs og sjá hvort eitthvað nýtt væri þar - vitir menn það var búið að senda út nýja ÁSKORUN sem við höfðum hvorki meira né minna en 6 tíma til að framkvæma. Mín áskorun var sú að ég átti að lesa 18 blaðsíðna grein og gera úr henni 1,5 bls úrdrátt. Ég rúllaði þessu auðvitað upp en þetta var nú bara fyrir slysni að ég tók eftir þessu. Maður þarf greinilega að vera að kíkja á þetta reglulega.

Nýjar myndir

Var að setja inn nokkrar myndir frá síðustu helgi hér í Leiden, af vindmyllunni okkar, götunni og jú mér að vaska upp með Ipodinn... http://public.fotki.com/joningvar/holland---september/

Andlaus

Ég er eitthvað andlaus í dag, á að vera að læra en það gengur nú frekar hægt. Málið sem ég er að vinna að er bloggið sem ég þarf að halda úti og svara spurningunni hvað leiðtogu, stjórnandi og frumkvöðull er og hvort mögulegt sé að sameina það allt þrennt. Ég þarf víst að finna eitthvað til að skrifa í dag svo ég eigi þetta ekki allt eftir á morgun og hinn.

Eva vinnkona hennar Álfheiðar er að koma á morgun og við öll þrjú förum á skemmtun í skólanum hennar Álfheiðar annað kvöld. Þetta hljómar eins og maður sé kominn aftur í grunnskóla nema að áfengi verður haft um hönd :-)

 Álfheiður flaug á hjólinu í gær og meiddi sig lítillega! Það verður mjög sleipt úti þegar það rignir og þá þarf víst að gæta sérstaklega vel að sér. En nánari frásögn af þessu atviki er að finna á blogginu hennar.

En viðfangsefnið verður ekki flúið mikið lengur. Ég þarf að finna greinar um hvað skilgreinir leiðtoga í fyrirtækjum!!!


Sól í Leiden

Sólin skín í Leiden í dag og við skunduðum áðan í "picknikk", kíktum á markaðinn og á milluna "okkar". Já það er millla hér rétt hjá sem er opin um helgar á sumrinn, kíktum inní hana, nokkuð flott.

Við sáum lúðrasveit í bænum áðan og ég náði mér í upplýsingar um hana. Ég veit samt ekki alveg með þetta en er að spá í að senda þeim póst og prófa að mæta á æfingu, maður verður að spila eitthvað. Heimasíðan þeirra er: http://www.dieschlusselstadtermusikanten.nl og æfa hér rétt hjá á miðvikudögum. Ég veit að það er ekki ríkis mánudagurinn en ætti að sleppa samt og hentar mér ágætlega. Kannski að maður eigi að hugsa þetta eitthvað betur...

 Í gær var Þjóðhátíð íslendinga í Delft. Okkur var boðið þangað og mikið var drukkið og étið. Það eru komnar nokkrar myndir á myndasíðuna http://public.fotki.com/joningvar/jht--delft/ 
Þeir eru með pókerkvöld á fimmtudögum strákarnir svo ég var að spá í að kíkja í þarnæstu viku út af því að í næstu viku er partý í skólanum hennar Álfheiðar.

Ég setti líka inn myndir frá IMWe fundinum á http://public.fotki.com/joningvar/imwe-network-meeting/ 


Frábær aðstaða

Ég ákvað í dag að nýta mér aðstöðuna í skólanum til að læra, ekki fara beint heim eftir tíma eins og ég hef gert hingað til. Það er ekkert smá flott aðstaða í skólanum. Sérstök lestofa, vinnuherbergi og tölvuver. Risa mötuneyti, kaffitería, tveir strandblakvellir svo fátt eitt sé nefnt. Ég náði allavega að koma svo miklu í verk áðan að ég held ég fari bara að segja þetta gott í dag og koma mér aftur til Leiden. Þarf að mæta í vinnuhóp klukkan níu í fyrramálið þannig að ég hef morgundaginn líka til að vinna.

Vinnan er sem sagt hafinn að fullu núna. Ég þarf að skrifa tvö blogg á www.so03msquest.uniblogs.org á viku auk þess að commenta á blogg hjá öðrum. Að auki munum við á fimmtudaginn fá áskorun frá kennaranum sem við höfum viku til að vinna. Þetta er bara annar áfanginn í hinum þarf ég að vinna verkefni um Tesco fyrir næsta þriðjudag, ætti að vera frekar einfalt þó.

Við ákváðum samt í gær að fá okkur eitthvað gott að borða og skelltum okkur á Ítalskan stað rétt hjá. Það er nefnilega mánudagstilboð hjá þeim, allar pizzur á 6 evrur. Pizza, bjór og heima að lesa svo, ekki slæmur díll það :-)  


Góð helgi í þýskalandi

Ég sem sagt "skrapp" til Rieneck í Þýskalandi um helgina á IMWe fund. Fékk ódýrt flug með Lufthansa og var sóttur og keyrður á flugvöllinn, ekki slæmur díll það. Við vorum sem sagt að skipuleggja IMWe sem er haldið um páskana ár hvert í Rieneck í Þýskalandi. Mér til mikillar ánægju og undrunar eru nú þegar 15 íslendingar skráðir til leiks, ekki slæmt það.

Ég kom heim um sex leytið í gær eftir svefnlitla helgi, maður er nú að verða eitthvað gamall held ég nú bara. En það þýðir ekkert að vera með einhvern aumingjaskap heldur hefjast handa við lestur á nýjan leik!!!

Já alveg rétt gleymdi einu. Á leiðinni til Þýskalands síðsta föstudag náði ég mér í eintak af Financial Times. Þar var mjög áhugaverð grein um hvernig ekki eiga reka flugfélag - Alitalia. Það er alvega magnað hvernig Ítölum hefur tekist upp við þetta að klúðra málunum trekk í trekk og ekki bætir úr skák að verkalýðsfélögin hafa ásamt pólitíkusum verið erfiðasta ljárinn í vegi fyrir endurbótum á rekstrinum. Já en ég ætla nú víst ekki að fara nánar út í þessa sálma hér!!!


Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband