Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Það kólnaði

Já það kólnaði aðeins hér í Leiden núna, fór niður í 14 gráður og skúrir af og til. Við höfum bara tekið því rólega eftir annasama helgi en á morgun verður haldið til Amsterdam að fagna drottningardeginum, okkur er sagt að borgin breytist í appelsínugullt flæði.

Síðasta sunnudag voru Grískir páskar, okkur var boðið að fagna með Grikkjum hér og endaði þetta með sjö tíma drykkju og matarveislu. Já svakalegt var það, ég setti eitthvað af myndum inná myndasíðuna.

Fríður Finna kíkti í heimsókn í gær í þrjá klukkutíma. Það var smá bið á milli fluga hjá henni en ég tók hana í hlaupa túr um Leiden svo hún færi núekki á mis við helstu kennileiti hér.

En já best að undirbúa sig fyrir morgundaginn!


Blómaskrúðganga, sól og sólbruni

Við skelltum okkur í bæjarferð til Sassenheim í gær. Við hjóluðum í ca 40 mínútur til að sjá árlegu blómaskrúðgönguna. Þetta snýst um að búið er að skreyta hina ýmsu farartæki og vagna með blómum og þemað í ár var "holliday" eða fríið.

blóm-hjólhýsi

blóm-land rover
blóm-kall
Hafa verður í huga að þetta er allt búið til úr blómum.
Við sáum líka þessar fínu lúðrasveitir - myndbönd koma fljótlega.
Myndir frá blómaskrúðgöngunni eru á: http://public.fotki.com/joningvar/2008/flower-parade

Það er komin helgi...

Svei mér þá ef þessi vika leið ekki einum of hratt. Ég þarf greinilega að nota helgina vel til að vinna að lokaverkefninu. Annars er okkur boðið að fagna Grískum páskum á sunnudaginn, mér skilst að það sé mikið étið og drukkið enda á liðið að fasta í viku fyrir þennan viðburð. Það er víst allur gangur á því hvort fólk fasti eða ekki en allavega er nóg borðað.

Dagskrá næstu viku hjá mér er:

Sunnudagur - Grískir páskar
Mánudagur - Fríður Finna kemur við hér á leiðinni til Kaupmannahafnar.
Þriðjudagur - Undirbúa drottningardaginn
Miðvikudagurinn - Fer til Amsterdam til að upplifa drottningardaginn
Fimmtudagur - Dagur verkalýðsins, held að ég jafni mig bara á deginum á undan og reyni að læra
Föstudagur - Vá komin helgi á nýjan leik

Held að það þurfi aðeins meiri klukkutíma í sólarhringinn þessa dagana.


Gleðilegt sumar

Sumarið er komið formlega á íslandi í dag. Í fyrsta skiptið í mörg ár að þá er ég ekki að spila í skrúðgöngu, ótrúlegt en satt að þá saknar maður þess nokkuð. Aldrei að vita nema að maður taki eina einstæða skrúðgöngu í Hollandi.

Vetri er nú lokið. Ég hef aldrei í mínum minnum upplifað svona lítin snjó, mikinn kulda og rigningu. Það er jú skrýtið að búa í landi sem að það snjóar ekkert að viti og enginn alvöru stormur kemur allan veturinn. Það næst sem komst snjó í vetur var ferð mín til Rieneck um páskana og stuttu síðar í Kandersteg.

En nú er sumarið gengið í garð og því er spáð að það verði heitt hér á meginlandinu. Sjáum hvort maður lifir það af eða bráðnar í hitasvelg.

Gleðilegt sumar!


Hiti, hiti og aðeins meiri hiti

Sólin er komin til Hollands og veðrið síðan á sunnudag hefur verið glampandi sól, 18 stiga hiti og heiðskýrt. Það er spáð sama veðri fram á mánudag Cool

Ég er núna á fullu að finna greinar til að nota í lokaverkefnið, þarf að finna að minnsta kosti 10 stk og lesa gaumgæfilega til að finna út nákvæmlega hvað ég ætla að leggja til málana. Ég geri ráð fyrir að þessi vinna taki næstu 10 daga, maður þarf að reyna að nota góða veðrið og lesa eitthvað úti. Sá reyndar að veðurfræðingar spá heitu sumri á meginlandi evrópu í sumar.

Ég notaði tækifærið í gær og hreinsaði til í bakgarðinum og gerði þetta nokkuð gott fyrir sumarið. Það var orðið svolítið af illgresi en það er ekkert gras í garðinum okkar, bara potta tré og blóm.  

Rollan þarf gras að bíta eftir mánuð Magga!


Steggja og gæsahelgi

Ég með appelsýnugula hárkollu...hmmmVið stóðum fyrir steggja og gæsapartýi um helgina fyrir Chris og Wendy. Þau munu gifta í sig í sumar í Rieneck kastalanum. Flestir komu á föstudeginum og á laugardeginum var skipt liðið strákarnir fóru sína leið með mér og Álfheiður sá um stelpurnar.

Ég tók strákana víða um borgina fórum meðal annars í siglingu á opnum báti. Við borðuðum góða steik um kvöldið og könnuðum Rauða hverfið. Nánari lýsing verður ekki gefinn af þessu öllu saman.

Myndirnar tala sínu máli: http://public.fotki.com/joningvar/2008/chris-steg-do-in-am/bátsferðin á Chris Steg do

Flestir fóru heim í gær en Schabi gisti hjá okkur í nótt og fer heim í kvöld.

...

Sumarið er komið í Leiden, hitinn fór í 17 stig í dag og glampandi sólskin :-)

Ég fór í munnlegt próf í dag og stóðst með prýði, einum áfanga lokið til viðbótar :-)


helgin liðin og vikan hálfnuð

Ég verð nú að játa að þetta er búin að vera sérstök vika, við færðum eiginlega helgina til fram á þriðjdag. Við lærðum mikið á laugardag og sunnudag og sýndum Ásgeiri svo um þegar hann kom á sunnudagseftirmiðdag hingað til Leiden. Hann var hjá okkur fram á þriðjudag (sunnudag hjá okkur) og við fórum til Amstram til að skoða aðstæður fyrir næstu helgi.

Já við fórum víða með kallinn og sýndum honum undur þessa bæjar. Hann fékk meira að segja að fara í Gríska afmælisveislu sem fáir aðrir hafa fengið sem hafa komið hingað í heimsókn. Ásgeir sýndi á sér nýjar hliðar og dansaði eins og sannur karlmaður og heillaði þar með allar stelpurnar uppúr skónum (úps var þetta kannski meira en ég mátti segja?). Takk Ásgeir fyrir komuna, þetta var stuð!!!

Um næstu helgi verður steggja og gæsaveisla hjá Chris og Wendy. Við tókum að okkur að skipuleggja dæmið hér í Amsterdam og von er á miklu fjöri.  Alls er von á 17 manns eða 8 stelpum og 7 strákum. Nánar um það síðar.

Núna er ég að klára ritgerð sem ég á að skila á morgun, best að halda sér að efninu...


Allt í föstum skorðum

Það er allt komið í fastar skorður eftir ferðalög og veikindi síðustu vikna. Ég er að vinna hörðum höndum að því að vinna upp í skólanum sem ég komst ekki yfir síðustu vikur. Þetta ætti allt að vera komið í réttan farveg í lok næstu viku.

Ásgeir Ólafsson kom til okkar á miðvikudaginn. Hann er í útskriftarferð með skólanum sýnum og er í dagskrá með þeim fram á sunnudag þegar við sjáum hann aftur. Stíf dagskrá hefur að sjálfsögðu verið skipulögð án hans vitneskju; sunnudag verður stíf bjórsmökkun á belgískum bjór, mánudag verður farið eitthvað og um kvöldið er Grísk afmælisveisla. Hann verður svo sendur heim á þriðjudag í meðferð...

Evran virðist vera að rétta úr kútnum núna sem er MJÖG gott mál. Þetta flakk á krónunni hefur kostað okkur nokkra þúsundkallana þannig að við vonum að hún rétti sig við fyrr en síðar.

Já að lokum að þá talaði ég um að síðustu vikur gætu dregið dilk á eftir sér. Hver þessi dilkur er verður ekki gefið upp fyrr en það er orðin ljóst hvort af honum verði.


heyr heyr

Flott ályktun hjá SINE og alveg í takt við þarfir félagsmanna. Auðvitað væri gott líka að breyta hluta af þessu í styrk en ég myndi sætta mig við að fá greitt út mánaðarlega. Einnig væri gott að breyta kerfinu þannig að á hverju ári stendur þú skil á 60 ects í stað hverrar annar þar sem annir eru mjög breytilegar eftir löndum.

Annað sem er fáránlegt að þú getur ekki frestað greiðslum þegar þú hefur nám. Þú verður að sýna fram á námsárangur og ekki hafa þénað meira heldur en ákveðna upphæð árið áður. Það er ekki tekið tillit til þess að þú þarft að leggja út í talsverðan kostnað við að hefja námið og þrátt fyrir að maður hafi tekjur að þá dekkar það bara það sem þarf að leggja til hliðar áður en haldið er af stað, borga fyrirframgreiðslur vegna leigu og þess háttar.

Vonandi að LÍN taki mark á þessu og endurskoði reglurnar.


mbl.is Vilja fyrirframgreiðslur námslána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband