Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2008 | 10:58
Nýr dagur, ný vika, nýr mánuður
Í dag er nýr dagur sem þýðir að skiladagur á rannsóknarspurningunni minni nálgast óðfluga. Það er einnig byrjuð ný vika sem styrkir hræðslu mína við óumflýjanlegan skiladag. Nýr mánuður byrðjaði um síðustu helgi sem þýðir að magasárið stækkar hjá mér til muna.
Í þessum mánuði þarf ég að:
- Skila rannsóknarspurningunni vegna lokaverkefnis
- Skrifa 20 bls ritgerð um skapandi iðnað
- Skila hópverkefni í MIP um lífrænt eldsneyti
- Taka eitt próf
- Stjórna IMWe
- Keyra til Þýskalands og til baka
- Fljúga til Hollands og til baka
- Undirbúa RoverNet3.0 sem verður í byrjun apríl
Hvað er ég svo sem að kvarta, mars og apríl hafa verið svona hjá mér síðustu fimm árin. Engin breyting þar á en ég er að samþætti kannski fleiri þætti en áður. Mikið fjör framundan og sumarið verður komið áður en ég veit af.
Í dag ætla ég að klára að lesa bókina um cultural industries, byrja á að skrifa research proposal sem ég á að skila á fimmtudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 21:53
Afmæli og Hollenskur matur
Við fórum í gær til Rotterdam í Afmæli hjá Ingu Auðbjörgu. Þetta var fáment en góðment afmæli með fólki af fjölbreyttu þjóðerni. Dagurinn í dag var tekinn "snemma" og haldið til Marielle og Wim í þeim tilgangi að ganga frá búningamálum fyrir IMWe. Marielle tók af mér málin og ætlar að hefjast handa við að sauma búning á mig auk þess er hún að aðstoða mig í að fá arabíska skó :-) þetta lofar allt mjög góðu.
Þau buðu okkur svo í hefðbundin Hollenskan mat. Þetta var ágæt reynsla að borða en ég get ekki sagt að ég muni leggja mig fram í framtíðinni um að borða þennan rétt, án þess að ég sé nokkuð vanþakklátur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2008 | 11:40
að vinna og skemmta sér
Í dag er laugardagur, svona ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Ég hófst handa í morgun við lestur og hef afrekað að lesa kafla um áhorf á sjónvarp í bandaríkjunum og að það skiptir máli hvaða dag þættir eru sýndir og á hvaða tíma. Næst er að lesa sér til um útvarp í bandaríkjunum, veit nú þegar að einn aðili á yfir 1000 útvarpsstöðvar, stórt land.
Ég fór og hitti Álfheiði seinnipartinn í gær þegar hún var búin í tíma. Við skruppum á Maneir og hittum nokkra Grikki, þau voru nú eitthvað að tala um að halda partý svo ég gæti dansað nokkra gríska dansa, svona rækilega hefur maður slegið í gegn í dönsunum.
Í dag verður haldið áfram að lesa, fjórir kaflar eftir. Í kvöld er svo afmæli hjá henni Ingu Auðbjörgu í Rotterdam þar sem afmæli bjórsins verður fagnað með viðeigandi hætti.
Bjórinn á 19 ára afmæli í dag og það er hreint út sagt ótrúlegt að allir íslendingar séu ekki komnir á grafarbakkan, eða fastir á ölduhúsum bæjarins eins og véspár gerðu ráð fyrir þegar umræðan um að aflétta bjór banninu fór fram. Kannski að fólk ætti að taka mið af þessari reynslu þegar rætt er um að leyfa sölu á bjór og léttu víni í búðum.
Njótið dagsins og gangið hægt um gleðinardyr...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 11:01
Lokaverkefnið
Ég byrjaði í gær að lesa bókina sem verður undirstaðan fyrir lokaverkefnið hjá mér. Það gekk frekar erfiðlega að nálgast hana og á endanum þurfti leiðbeinendinn minn að skanna hana inn og ég að prenta hana út. Bókin nefnist "The business of Culture - strategic perspectives on entertainment Media". Í þessari bók er farið yfir þennan iðnað og mér sýnist að megin tilgangurinn sé að vekja athugli á honum sem rannsóknarviðfangsefni. Hver hefði svo sem spáð því að bók sem Tolkien gaf út 1956 og vakti takmarkaða athygli skildi verða heimsþekkt 10 árum síðar og þróast út í þrjár kvikmyndir, tölvuleiki og ýmsan annan varning.
Ég er kominn á fjórða kafla og það vakna nýjar hugmyndir að stefnu með hverjum kafla. Langt er síðan ég las kennslu bók sem vakti þetta mikin áhuga hjá mér, þær eru yfirleitt ekki nein sérstök skemmtilesning.
Í dag ætla ég mér að lesa þrjá kafla í bókinni og ljúka við MIP verkefnið, náði ekki að klára það í gær þar sem að ég fékk ekki allar þær upplýsingar frá öðrum hópfélögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 14:33
Síðasti fyrirlesturinn
Þegar ég var að skrá mig í fög fyrir síðustu tvær annirnar í skólanum komst ég að því að ég þarf ekki að mæta í fyrirlestra aftur í skólanum, sá síðasti er næsta þriðjudag. Ég á í raun bara eftir eitt fag í apríl og maí og það er fag sem ég bý til sjálfur með leiðbeinanda lokaverkefnis. Engin hópavinna, engir fyrirlestar bara ég einn heima að vinna. Þetta þýðir svakalegan aga til að dæmið gangi upp. Ætli þetta verði ekki eins og venjulega að maður er rólegur þar til að það nálgast skiladag.
Annars hefur þessi vika gengið ágætlega hjá mér. Ég náði að lesa það sem ég ætlaði mér í gær og hópverkefnið sem ég er að vinna mjakast áfram. Dagurinn í dag hefur farið í hópverkefnið en við hittumst í hádeginu og núna er ég að vinna minn hluta af verkefninu. Ég komst að því í gær að ég þarf að skila tillögu að lokaverkefninu mínu í lok næstu viku en ég hef í augnablikinu ekki hugmynd um hvað ég vill skrifa nákvæmlega um. Var að spjalla við nokkra skólafélaga í dag og það virðast fleiri vera í þeim sporum. Já það verður nóg að gera næstu daga ef maður á að komast yfir þetta allt saman.
Markmið dagsins: fara yfir kafla 1 og 2 í hópverkefninu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 09:39
Nýr dagur og sólin skín
Jæja þriðji dagurinn í átakinu að bæta mig í lærdómnum. Þetta mjakast allt í rétta átt, náði að lesa svolítið í gær og skipuleggja vinnuna mína. Maður þarf að beita sig ströngum aga við að halda sig inni nú þegar sólin er farinn að láta sjá sig, blómin skringa út og tréin byrjuð að grænka. Það er líka talsvert áreiti á mér varðandi skátastarfið en ég er að skipuleggja IMWe sem verður um páskana og RoverNet sem er hálfum mánuði eftir páska. Það er nú einmitt þess vegna að ég er að reyna að vinna skipulega þessa dagana.
Það vakti athygli mína á bloggi sem ég las í gær að þar var umræða um plastpoka í búðum. Umræðan var nú ekki út frá umhverfissjónarmiðum þar sem höfundur setti pillur í pokasjóð heldur var verið að ræða afhverju það skiptir búðirnar svona miklu máli að rukka fyrir pokana. Þetta leiddi hug minn að því að ég hef varla keypt poka hér í Hollandi þessa sex mánuði sem ég hef verið hér. Við keyptum innkaupapoka og förum með bakpokan í búðina. Er nú ekki komin tími til að íslendingar hætti þessu poka brjálæði, hugsi um umhverfið og noti endurnýtanlega innkaupapoka, það eru til mun hentugri pokar til að nota svo í ruslið.
Að endingu eru það markmið dagsins: Lesa, lesa, lesa og lesa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 12:07
Skólinn og flatsæng
Skólavikan stóra heldur áfram. Í gær varð 80% árangur þar sem mér tókst að ljúka við verkefnið en lokaverkefnið sat á hakanum. Í dag er stefnan að hella sér í það dæmi, smá leti í morgun en nú er það bara að bretta upp ermar.
Markmið dagsins:
- Vinna í O&I
- Velja kúrsa fyrir önn 5
Náði reyndar að setja inn myndir frá síðustu helgi, þetta er í lagi strákar ég ritskoðaði þetta vel...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 11:23
Skólaverkefni
Verkefnavinnan er hafinn á fullu núna eftir frekar rólegan febrúar, skólalega séð. Ég er búinn að vera svo mikið á ferð og flugi síðustu þrjár vikur að skólinn hefur setið á hakanum. Svona til að hjálpa mér í þessari vinnu mun ég setja markmið dagsins á netið, veit að það er ekki skemmtulegustu bloggin en held að það hjálpi mér við þessa vinnu. Lofa að deila líka með ykkur hvernig mér gengur að ná þessum markmiðum.
Markmið dagsins:
- Ljúka við bio-diesel kaflan í MIP
- Átta mig á stöðunni og gera áætlun varðandi lokaverkefnið
Markmið vikunnar
- Lesa í O&I og leggja grunninn að ritgerðinni
- Skrá mig í áfanga fyrir næsta tímabil
- Undirbúa lokaverkefnið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 12:23
Afmælisvika á ferð og flugi
Ég átti yndislegan afmælisdag þökk sé Álfheiði og öllum þeim kveðjum sem ég fékk. Fékk einar sex gjafir frá Álfheiði af ýmsum stærðum og gerðum allt frá tímaritum til leikhússýningar. Eins og ég sagði í síðasta bloggi stefni ég á að fagna þessum tímamótum næsta haust á Íslandi.
Örvar mætti á svæðið á þriðjudaginn rétt í þann mund sem ég stakk af til Genfar til að funda um Rovernet3.0. Alltaf gaman að koma til genfar en þetta var hálfskrýtið að skilja Örvar einan eftir en hann bjargaði sér eins og honum er vísan.
Þegar ég kom til baka frá Genf á fimmtudaginn bættust þeir Reynir og Biggi í hópinn. Ég sýndi þeim náttúrulega Leiden og Amsterdam, átti í einhverjum erfiðleikum með að sannfæra þá um að það væri meira að skoða í Amsterdam heldur en rauða hverfið. Þeir sannfærðust þó og skoðuð gamalt skip og skran markað. Í gær var Leiden svo grandskoðuð og hinir fjölmörgu pöbbar borgarinnar nýttir til hins ýtrasta. Örvari tókst að tapa fyrir Bigga í Pool og Póker og bíður þess seint bætur, meira að segja ég vann kallinn í pool og hef nú ekki talist besti spilarinn hingað til. Takk strákar fyrir komuna og ég vona að gólfið hafi verið hinn besti svefnstaður.
Jæja núna þarf ég háaldraður maðurinn að fara að sinna náminu mínu, það hefur lítið farið fyrir því síðustu daga!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 09:39
30 ára í dag
Ég á afmæli í dag, stóri dagurinn orðin 30 ára. Ótrúlegt einhvernvegin hélt ég að maður væri búin að setjast að, gifta sig og eignast börn þegar maður næði þessum áfanga. Nei ekki Jón hann er ennþá að læra og leika sér :-)
Þegar ég var 10 ára var haldið uppá afmælið með Mikka Mús köku, 20 ára var stórafmæli á Catalínu í Kópavogi og 25 ára var haldið uppá það með stæl á Kaffi Vín þar sem hin víðsfræga hljómsveit Boðsmiði lék fyrir dansi. Það er ekkert partý skipulagt í tilefni af afmælinu núna en Örvar, Reynir og Biggi koma í heimsókn um helgina þannig að það verður tekinn lítil útgáfa og svo haldin veisla seinna í ár.
Dagurinn byrjaði vel. Álfheiður eldaði hefðbundin breskan morgunmat og hafði skreytt muffins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson