16.3.2007 | 09:35
Það er dálítið magnað...
Ég starfa fyrir stærstu æskulýðshreyfingu í heimi, skátahreyfinguna. Í henni eru um 38 milljónir félaga í nánast öllum löndum heimsins. Við störfum öll undir einu heiti og stefnum að því að búa til betri heim, göfugt ekki satt? Þetta eru jú ákveðin forréttindi. Í næstu viku munum við halda skátaþing þar sem lögð er fram tillaga að nýrri skátadagskrá. Þessa tillögu hef ég unnið að síðustu tvö ár með hópi skáta. Með endurskoðun á dagskránni viljum við stuðla að bættu skátastarfi og vera viss um að við séum að mæta þörfum barna og ungmenna og því að við séum örugglega að ná markmiðum hreyfingarinnar um að skapa sjálfstæðan, ábyrgan, virkan og hjálpasaman einstakling. Ég er sannfærður að með þessum tillögum erum við að ná því. Tillögurnar er hægt að skoða í heild sinni á www.skatar.is.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.