3.6.2007 | 20:25
Lélegi bloggarinn
Það er búið að vera svo mikið að gera síðustu vikur að ég hef ekkert mátt vera að því að blogga. En við getum hugsanlega bætt úr þessu núna. Var nefnilega að fjárfesta í splunkunýrri fartölvu fyrir næsta vetur.
Það er helst að frétt að við erum bæði kominn inn í skóla í Hollandi, ég í Amsterdam og Álfheiður í Leiden. Núna erum við á fullu að leita að húsnæði og ganga frá lausum endum. Þetta virðist allt vera á nokkuð góðu róli. Við ákváðum að athuga með frjálsa leigumarkaðinn og sleppa íbúð sem skólinn bauð uppá, erum sennilega orðin of góðu vön. Leigan er að vísu svipuð og hún er hér á íslandi en það ætti að sleppa. Það kostar víst ekkert að lifa þarna úti.
Annars er sumarið víst byrjað. Nokkuð hlítt og ég er farinn að stunda sund að lágmarki einu sinni í viku. Ákvað að það væri ekkert vit í að setja sér óraunhæf markmið í þessum málum. Maður þarf víst að koma sér í eitthvað form áður en hjólreiðarnar hefjast í Hollandi!
Öndin er að vakna til lífsins á nýjan leik. Við erum að spila í afmæli hjá Mömmu og Pabba um næstu helgi. Svo á þjóðhátíðardaginn og í brúðkaupi hjá Guðrún Ásu og Gumma. Nóg að gera þennan mánuðinn. Við erum síðan byrjaðir að undirbúa stærstu tónleika ársins á menningarnótt. Lítur allt mjög vel út.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Mér finnst þú vera kominn út á mjööööög grátt svæði með þetta sund. Hvað varð um anti sportista klúbbinn góða? Spurning að fá nýjann formann
Matti sax, 6.6.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.