10.10.2007 | 14:19
Af kvikmyndagerð minni
Já það er best að leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála hér. Ég er búinn að vera að bisast við það síðustu daga að taka upp 5 mín myndband af raunveruleikanum í viðskiptalífinu í Amsterdam. Fyrst var ég í vandræðum með að fá lánaða vídeó vél en það reddaðist loksins í gær og ég fór að taka upp. Nema hvað að enginn vildi veita mér viðtal svo þetta var nú bara ganga til einskins. Ég var nú kominn með nokkrar mínútur af efni og ákvað að þetta yrði að duga og ég myndi búa til eitthvað úr þessu. Þá hófst næsta ævintýri hvernig nær maður efninu af vélinni inní tölvuna. Á nýju fínu tölvunni minni er sem sagt ekki neitt tengi sem passar við þessa vídeó vél. Þá voru góð ráð dýr, prófaði allar tölvur í skólanum athugaði með að komast að í media centre en það var ekki hægt fyrr en á fimmtudag svo ég endaði heima með vélina. Álfheiður bjargaði málinu með að hringja í eina af grísku stelpunum sem var með tölvu með réttu tengi svo að efnið komst til skila!!!
Myndbandsgerðin
Já þá tók dagurinn í dag við að setja saman þetta stutta myndband. Ég er sem sagt búinn að vera að því núna í fimm klukkutíma að setja þetta saman. Núna er svo komið að ég er að reyna að ná því út úr þessu bévítans forriti svo að ég geti birt myndbandið fyrir klukkan fimm (40 mín eftir). Ef það tekst að þá skal ég lofa því að birta þetta hér á síðunni, gæðin eru ekkert svakalega og það er nú sennilega hundleiðinlegt að horfa því ég klippti svo lítið.
ég bíð spenntur...
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Við líka! :o)
Fríður Finna (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.