Leita í fréttum mbl.is

Námsmannalíf og LÍN

Eins og flestir námsmenn að þá er ég á námslánum. Þess er vandlega gætt af LÍN að þú fáir nú ekki of mikið í lán og núna fyrsta misserið að þá eru þau að sjálfsögðu skert um 12% út af því að ég kem beint af vinnumarkaði og fer í nám og ekki nóg með það heldur þurfti ég að borga af gömlu lánunum 1 september. Lánið sem ég fæ núna er um 800 evrur á mánuði sem er undir lágmarkslaunum!!! Það vill svo til að ég er að taka út sumarfrí ennþá úr vinnunni minni þannig að ég held launum út þennan mánuð og get þess vegna nokkuð sáttur við unað.

En hvernig förum við að þessu?

1. Matur
Það vill svo til að matur kostar ca helming hér í Hollandi á við það sem hann kostar á Íslandi. Þannig að maður getur borðað vel og jafnvel leyft sér að fara og kaupa sér pizzur á veitingastað fyrir 6 evrur eða kebab fyrir 2,5 evrur einstaka sinnum. Ef ég er í skólanum að þá getur maður fengið súpu og brauð fyrir 1,55 evrur. Svo þetta sleppur nokkuð vel hjá okkur. Maður getur nú líka leyft sér að fá sér bjór eða vín þar sem það kostar minna heldur en að kaupa sér gos. Annars er vatnið alltaf frítt.

2. Leiga
Já þetta er dýrasti parturinn. Við erum að leigja fyrir 995 evrur á mánuði. Mjög góð íbúð og allt innifalið þannig að maður þarf ekki að hugsa út í rafmagnsnotkun eða slíkt.

3. Ferðakostnaður
Já ég þarf að taka lestina í skólan. Keypti mér afsláttarkort á 55 evrur og fæ þess vegna 40% afslátt af ferðum eftir kl. 9 á morgnana. Þá kostar ferðin fram og til baka 7,20 evrur í staðinn fyrir 13 evrur fullt verð. En ef ég þarf að fara fyrir klukkan 9 að þá borga ég 6,5 evrur fyrir aðra leiðina.

4. Hjól
Það er nauðsynlegt að eiga gamalt hjól í Hollandi. Mitt er með þremur gírum og í fínu standi. Hjólið mitt kostaði 120 evrur og svo þarf maður að sjálfsögðu að kaupa lás og WD40 til að halda því í standi.

5. Internetið
Að sjálfsögðu þarf maður net heima hjá sér til þess að þurfa ekki alltaf að vera að fara í skólann eða eitthvað annað til að komast í samband við umheiminn. Auk þess fer talsvert af kennslunni fram í gegnum netið. Þetta kostar okkur 15 evrur á mánuði.

Samantekt:
Matur ca 125 evrur á mánuði
Leiga 498 evrur á mánuði
Netið 7 evrur á mánuði
Hjól og fleira er 10evrur á mánuði
Skólinn ca 150 evrur á mánuði
Ferðakostnaður 130 evrur á mánuði

samtals: 918 evrur á mánuði. (helmingaði þar sem Álfheiður fær líka lán)

Sem sagt ég eyði 118 evrur meira á mánuði heldur en ég fæ frá LíN. Fyrir utan að ég er örugglega að gleyma einhverju. Full námslán eru 1088 Evrur (að mig minnir) þannig að það má ekki mikið út af bregða.

Svo getur einhver sagt mér hvernig maður eigi að fara að þessu? Af hverju fær maður ekki hærri námslán, maður þarf hvort eð er að borga þetta til baka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tu gleymdir nu skolagjoldunum!

Alfheidur (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er ekki eina ráðið að minnka matinn. Er vatn og brauð ekki ágætt

Rúnar Már Bragason, 11.10.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband