15.10.2007 | 12:20
Vika eftir af fyrstu önninni
Jæja þá er rúm vika eftir af fyrstu önninni. Skila hópverkefni á fimmtudaginn, lokaritgerð næsta mánudag og fer í próf á miðvikudaginn í næstu viku. Þar með líkur fyrstu önninni minni í VU. Já tíminn líður hratt því eingungis eru liðinir tveir mánuðir síðan við fluttum til Hollands. Námið stendur vel undir væntingum og það eru gerðar mjög miklar kröfur til manns. Alltaf þegar ég var búinn að gera plön um hvernig ég ætlaði að haga minni vinnu að þá kom nýtt verkefni í ljós sem þurfti að vinna, þannig eru kennararnir að reyna að sýna fram á raunveruleikan á vinnustaðnum þar sem að ný verkefni líta stöðugt dagsins ljós. okkur hefur verið ögrað til að gagnrýna kenningar og annað sem að maður lærði að væri "nánast heilagur sannleikur" í Bsc náminu heima. Ég er að skrifa t.d. ritgerð núna sem á að vera á tungutaki sem allir skilja, sem þýðir að maður þarf að hugsa upp á nýtt uppbyggingu og annað í ritgerð. Allt er leyfilegt en samt ekki.
Ég býð mjög spenntur eftir að sjá hvernig næsta önn verður. Held að við fáum að fara í stjórnendatölvuleik þar sem taka þarf ákvarðanir sem eru nálægt raunveruleikanum. Gaman að sjá hvernig það kemur allt út. Það er útlit fyrir að það verði ekki jólapróf, hef ekki séð kennsluáætlun ennþá en ef það er rétt að þá ætti ég að vera búinn í skólanum um miðjan desember.
Ferðalög eru framundan hjá mér. Fer til Dublin 8-11 nóv og Kandrsteg í lok nóvember. Bæði skátadæmi. Síðan var Fríður að biðja mig um að fara til Barselona um miðjan desember, veit ekki alveg með það, er að hugsa málið.
Já það rétt að taka það fram að við höfum ákveðið að vera í Hollanda yfir jólin og förum svo til Rieneck í Þýskalandi yfir áramótin. Það verður örugglega mjög sérstakt að vera fjarri öllum yfir hátíðarnar en að vissuleyti gefur það kost á nýjum siðum og venjum.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.