17.10.2007 | 07:58
Frelsi í sölu á áfengi
Fyrir alþingi liggur frumvarp um afnám ríkisins á sölu á áfengi. Ég hef sagt það fyrr á þessu bloggi að mér finnst það löngu tímabært þar sem það er ekki hlutverk ríkisins að standa í smásölu.
Umræðan um þessa hluti er hins vegar á miklum villigötum og í formi upphrópana og fullyrðinga sem standast ekki nánari skoðun. Nýjasta dæmið er leiðari Morgunblaðisins í gær þar sem því er haldið fram að við séum að færa freistingarnar of nálægt ölkunum. Ef fólk ætlar að ræða hlutina á þessum nótunum að þá er spurning hvort ekki eigi að banna sælgæti þar sem það stuðlar að offitu...
Á síðustu 10 árum hefur vínbúðum ÁTVR fjölgað gífurlega og opnunartími lengst. Í mínu ágæta bæjarfélagi Kópavogi kom einmitt fyrsta vínbúðin árið '97 að mig minnir. Ef við tökum þá röksemd gilda að áfengisvandi muni aukast með bættu aðgengi því hefur hann þá ekki aukist á síðustu 10 árum? ég bara spyr.
Hjá öðrum þjóðum gengur þetta ágætlega að selja vínið með öðrum drykkjarvörum í búðum. Ég er þessa dagana við nám í Hollanda þar sem það er gert og ekki hefur það gert mig að alka. Þessi umræða minnir mig á umræðu sem átti sér stað fyrir 20 árum þegar bjórinn var leyfður á íslandi. Bjórinn átti nú að leiða okkur til glötunar, en hvað hefur gerst - það er að minnast menning í kringum áfengi og drykkja (að mínu mati) hefur batnað.
Ræðum hlutina eins og þeir eru og forðumst að vera með upphrópanir og fullyðringar sem ekki standanst nánari skoðun.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þér. Það er löngu orðið tímabært að losna undan svona oki sem smásala á áfengi er.
hgret (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:33
Ef þetta frumvarp fer í gegn mun stór hluti afgreiðslufólks þurfa hætta vegna lágs aldurs.
hmm. . .
Kannski maður fari þá að fá betri þjónustu í búðunum, hver veit.
Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:56
ég er algerlega fylgjandi þessu!
...farðu nú varlega með þetta sælgætistal Jón Ingvar, fyrirhyggjusemin er á blússandi ferð.
Sævar (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:03
Ætla ekkert að taka afstöðu í því hvort léttvín og bjór eiga að fara inn í matvöruverslanir, en hlutfall fólks með áfengisvandamál er samt mun hærra í Dk en á Íslandi...
Fríður Finna (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 21:28
Vill nú benda á athugasemd Fríðarhérna að ofan, aukið aðgengi að ávanaefnum, hvaða nafni sem þau nefnast, auka vandamálin sem þeim fylgja. Svo er spurning hvort við eigum að hafa áhyggjur af því.
Verð að taka undir með Agli Helgasyni sem benti á að úrvalið myndi væntanlega minnka töluvert við frelsi í áfengissölu. Tek eftir því hér á Írlandi að ég sé hvergi búð sem er með yfir 400 tegundir af víni á boðstólnum eins og er víst að finna í Heiðrúnu. Hins vegar er bjórúrvalið hér ögn betra en það er sífellt að batna í Ríkinu heima.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.