Leita í fréttum mbl.is

Þeir fara hægt en...

Við fundum tvo skaðvalda í gær þegar við komum heim, tveir sniglar höfðu gert sig heimakomna í eldhúsinu hjá okkur. Höfðum tekið eftir einhverju slími á gólfinu um daginn en ekki séð eða áttað okkur á því hvað þetta gæti verið. Sökudólgarnir eru sem sagt fundnir en hvernig þeir komust inní eldhús seint að kveldi til er okkur hulinn ráðgáta.

Annars er þetta búin að vera lærdómshelgi mikil hjá mér. Ég er að leggja loka höndina á ritgerð í management studies og þar með er þeim áfanga lokið. Síðan þarf maður að hysja upp um sig brækurnar og hefja lestur fyrir próf sem ég fer í á miðvikudaginn. Púff þetta eru búnar að vera stremnar vikur en svo kemur stutt pása, tveir virkir dagar og ný önn er hafinn með látum. Reyndar er böggið út af næstu önn hafið þar sem maður þarf að vera búinn að mynda hóp áður en tímar hefjast. Það er nú að takast hjá mér, kominn með þrjá af fjórum í hópinn minn. Tel það nú vera nokkuð góðan árangur svona miðað við að ekki þekki ég nú marga af þessum 100 manns sem ég geri ráð fyrir að verði í þessum áfanga :-)

Sá í fréttum að það hefði verið eitthvað uppþot í amsterdam. Þetta fór nú algjörlega fram hjá mér. Ég hef nú svo sem ekki verið þekktur fyrir að taka þátt í svona brjálæði...eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hi Jón, i just wanted to check your blog but i do not feel like understanding too much. but i mean, i do not understand you in general, you people from islands:) greetings from the land-locked-permi

theorange (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband