2.11.2007 | 15:02
Horið lekur og tengdó í heimsókn
Já karlinn er kominn með kvef, ennisholur fullar af skít og horið lekur stanslaust. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta hor kemur en það er nóg til af því. Það versta er eiginlega að maður er ekki svona almennilega veikur en á samt erfitt með að einbeita sér að lærdómnum þótt það sé nú þörf á því. Sennilega hef ég ekki þolað hitabreytinguna frá 9 uppí 15 gráður. Allavega getur partý standið um síðustu helgi ekki verið ástæðan...
Tengdó mætti á svæðið í gær. Álfheiður var búinn að finna gistingu fyrir þau hér í bæ en þegar þangað var komið leyst okkur nú ekki á blikuna. Fyrst svaraði karlinn ekki þegar við mættum og svo var herbergið svo lítið að ég gat ekki með nokkru móti séð að tveir einstaklingar gætu haft það gott þar að auki var það skítugt. Svo úr varð að þau ákváðu að gista á hóteli í nótt og við erum búinn að finna aðra gistingu fyrir sama verð en mikilu betri. Það er mikið skoðunarferðarplan framundan. Sendum þau í dag til Rotterdam, á morgun verður Leiden skoðuð og á sunnudaginn Amsterdam.
En ég þarf víst að klára verkefni í dag svo ég hafi tíma fyrir alla þessa skoðunartúra um helgina. Best að snúa sér að verkefninunum og hrista þetta kvef af sér...
ps. þau komu nú ekki með slæma sendingu, fullt af jólamat, sælgæti, malt og appelsín, harðfisk svo fátt eitt sé nefnt :-)
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.