Leita í fréttum mbl.is

Jújú Schiphol er næsta stoppistöð

Síðustu vikuna hef ég þurft að fara á hverjum degi í skólann í misgáfulegum tilgangi. Frekar fúlt að ferðast með hálftíma með lestinni til að mæta í 15 mínútur, en svona er þetta víst. Í gær gerðist sá merki atburður að ég fór í skólann til að vinna hópverkefni sem við erum að gera. Í þessu verkefni erum við að taka viðtal við stjórnendur hjá IBM ráðgjöf hér í Hollandi um nýjar lausnir sem þeir eru að koma með á markað, ég má víst ekki ræða um það nánar þar sem þetta er svo nýtt að þetta er trúnaðarmál. Við sem sagt hittumst og lögðum drög að verkefninu og svo ákvað ég að fara heim seinipartinn. Á slaginu þrjú fer ég úr skólanum og geng greiðlega út á lestarstöð og á endanum þarf ég að hlaupa brautarpallinn til að ná 15:11 lestinn sem fer beint til Leiden. Kem móður og másandi um borð í fyrsta lestavegninn ákveð að fá mér sæti á neðri hæðinni og hlamma mér niður í fyrsta lausa sætið sem ég sé. Það er ekki frásögu færandi nema mér til mikillar undrunar heyri ég að tveir menn í næstu sætaröð eru að spá hvort að næsta stoppistöð sé Schiphol flugvöllur. Eftir smá umhugsunarfrest ákveð ég ná að hjálpa landanum í þessum vangaveltum og segi: "jújú schiphol er næsta stoppistöð". Nokkur undrunarsvipur kemur á greyið mennina og annar spyr svo býrð þú hér, ég svara nei ég er í háskóla hér rétt hjá. Við áttum þarna stutt samtal og þeir fóru svo út á Schiphol. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessari aðstöðu hér og það fyrir hreint ótrúlega tilviljun.

Skilaboðinn með þessari sögu eru að þú veist aldrei hver er að hlusta!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fáránlegt, ég lenti í svipuðu útí í Malasíu í ljósmyndabúð í Petronars Towers í Kuala Lumpur. Allt í einu voru Íslendingar að tala sín á milli hvort að verið væri að snuða þá, "nei nei" segi ég, "þetta er fínn prís".

Andlitið ætlaði að detta af liðinu - hehe - gaman að þessu.

P.s, svo þarf maður að passa sig á Strikinu í Köben, þar hafa veggirnir eyru... það veit ég af biturri reynslu

Hjalti (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband