24.11.2007 | 09:37
Sigur Rós Heima
Við fórum til Rotterdam í gær að sjá heimildarmyndina Heima með Sigur Rós. í stuttu máli sagt er þetta mjög flott mynd, sýnir landslagið og landann nokkuð vel. Helsti mínusinn fyrir mig var tónlistinn, sem spilar mjög stórt hlutverk í myndinni. Ef skoðum þetta aðeins nánar:
Styrkleikar - hið góða
- Í myndinni var farið víða og tekið uppá einstökum stöðum. Flestum stöðum var gerð greinargóð skil og sýnt svolítið skemmtilega frá mannlífinu. Ánægjulegt að sjá hvernig þeir tóku upp svipbrigði og sérstakt athæfi fólks.
- Viðtöl við hljómsveitarmeðlimi og meðlimi Aminu voru nokkuð skemmtileg. Harður íslenskur ensku framburður kom skemmtilega fram og þau gátu sýnt fram á að þau eru nú bara venjulegt fólk eins og ég og þú.
- Brassveitin er tvímælalaust plús. Hefði mátt njóta sýn meira að vísu en mjög flott að bæta brasinu inní.
- Steina og rabbbaragaurinn var tvímælalaust mikill plús
Veikleikar - hið slæma
- Tónlistin var mjög einhæf. Mér fannst sem ég væri að hlusta á sama lagið meirihluta myndarinnar.
- Náði ekki að fanga dínamíkina sem hefur greinilega verið á tónleikunum. Mjög veik tilraun í endann sem gerir ekkert annað en að láta manni líða illa við að horfa á þetta.
- Selárdal var ekki gerð góð skil. Ótrúlegt að eyða miklum tíma í flesta staði en ekki Selárdal sem er mjög sérstakur staður.
- Það var ekki minnst á Lúðrasveitina Svan í þakkarlista þrátt fyrir lán á búningum!!!
Leiðir til úrbóta - hið betra
- Ég hef það á tilfinningunni að tilraunin með tónlistinni sé að fegra allt. Breiðum yfir andstæður og óréttlæti með því að spila tónlist sem hefur róandi áhrif á einstaklinginn. Tónlist á nú líka að vera ögrandi og skemmtileg, ef þið eruð að berjast á móti Kárahnjúkum og álverum að þá þarf maður nú líka stundum að láta í sér heyra. Ætli lagið "It's Oh so Quite" með Björk lýsi þessu ekki best - notið andstæður.
Ég var að hugsa um að gefa þessari mynd 8 af 10 mögulegum í einkunn. En mín loka einkunn lækkar í 7 þar sem mér fannst tónlistin einhæf og myndatakan ekki fanga stemminguna sem á að hafa ríkt þar. Mæli sem sagt með myndinni.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Þegar verið að lýsa þeirra tónlist sem maður líkar illa er henn oft líst sem einfaldri eða einhæf. Popp eða dægur tónlist er oft lýst þannig. Þá er átt við einfalda laglínu sem oft að tíðum er mjög grípandi og er endurtekin mjög oft í laginu.
Tónlist Sigurrósar er ekki einhæf. Þar eru notuð ýmis hljóðfæri til gefa tónlistinni meiri breidd. Laglínan er mögnuð upp með fjölbreyttum hljóðfæraleik og rödd söngvarans er notuð sem hljóðfæri. Vissulega er Sigurrós eins og hver önnur rokk/popp grúppa með svipað sound í mörgum lögum. Það á við allar hljómsveitir, hvort sem það er REM, U2 eða Britney Spears.
Görn (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:42
Engin tónlist er svo góð að hún sé yfir það hafin að vera gagnrýnd. Ef fólk hefur ekki mismunandi skoðanir á tónlistinni að þá væri nú lítið varið í þetta.
En gaman að þú nefnir REM og U2 sem dæmi af því að það eru einmitt hljómsveitir sem hafa notað lögin sýn til að koma gagnrýni á framfæri um það sem betur megi fara í samfélaginu, þá sérstaklega U2.
Ég stend við þá skoðun mína að tónlistin sé einhæf hjá Sigur Rós. Það er ekki nóg að krydda tónlistina með auka hljóðfærum til að gera hana fjölbreytta. Og kannski er það einmitt þetta "gaul" í söngvaranum sem fer hvað mest í taugarnar á mér, skil ekki afhverju maðurinn syngur ekki bara eins og maður.
Jón Ingvar Bragason, 26.11.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.