3.1.2008 | 15:18
Gleðilegt nýtt ár
Við komum til baka seint í gær eftir góða ferð til Þýsklands. Við leigðum okkur bíl, að sjálfsögðu Renault Megané, og keyrðum sem leið lá til Rieneck í Þýskalandi (um 80 km frá Frankfurt). Stoppuðum reyndar stutt hjá Christof og Christoph í Bad Orb.
Það er ótrúlegt að keyra eftir þessum þýsku hraðbrautum. Maður þeysti þetta á 130 mest af leiðnni en stóru BMW og Benz þustu fram úr án mikillar fyrirhafnar. Ferðalagið var einfallt og þægilegt, þökk sé Google Earth og góðri leiðsögn Álfheiðar.
Í kastalanum í Rieneck tókum við því að mestu rólega, spilðum spil, sungum, horfðum á myndir, göngutúrar og fórum til Wurtzburg. Á gamlárskvöld var boraður góður matur og fljótlega eftir það var horft á myndina "Dinner for one" sem þjóðverjar horfa víst alltaf á á Gamlárskvöld. Þessi mynd fjallar um 90 afmæli konu og þjóninn hennar sem...já maður má víst ekki segja allt. Áramótnunum var svo fagnað á toppi gamla turnsins þar sem við sáum fáeina flugelda og skáluðum í freyðivíni með hinum 30 sem voru þarna með okkur.
Sem sagt góð ferð og skemmtilegt að upplifa áramót á nýjum stað!!! Myndir koma fljótlega.
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, knús til ykkar beggja
Magga sax (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.