4.1.2008 | 13:00
Annáll 2007
Í upphafi árs hef ég haft ţađ fyrir siđ ađ gera upp ţađ gamla, ađalega fyrir mig til ađ sjá hvađ ég gerđi á síđasta ári. Áriđ 2007 verđur sennilega flokkađ sem ár stórra breytinga en förum lauslega yfir ţetta:
Janúar
Áriđ byrjađi međ miklum fundarhöldum enda ný skátadagskrá ađ komast á loka stig. Ţegar ég lít í dagbókina mína sé ég ađ ég hef veriđ á fundum meira og minna alla daga vikunnar. Man svo sem ekki til ţess ađ neitt annađ markvert hafi gerst ţennan mánuđinn.
Febrúar
Byrjađi mánuđinn á ađ funda međ skátafélögum sem voru ađ forprófa skátadagskrána, fundurinn var haldin í Ölveri í Borgarnesi ţar sem fariđ var yfir hvađ gekk vel og hvađ mćtti betur fara. Helgina eftir var haldiđ á IMWefund í Ţýskalandi og ţó svo ég muni ţađ ekki sérstaklega ađ ţá virđist vera sem ég hafi dvaliđ nokkra daga aukalega ţar. Í ţessum mánuđi byrjađi bíllinn ađ gefa sig líka og ţegar upp var stađiđ í ágúst ađ ţá kostađi ţetta okkur frekar mikla peninga ađ halda honum gangandi ţessa sex mánuđi sem ég átti eftir ađ eiga hann. Ég hélt rćđu í skátamessu í Grafarvogi sem mig minnir ađ hafi nú bara gengiđ ágćtlega og ţađ var áframhald á fundum fyrri mánađar nánast alla daga vikunnar.
Mars
Fór öđru sinni á ráđstefnu um dagskrár og ţjálfunarmál, ađ ţessu sinni í Houens Odde í Danmörku. Ferđin var nokkuđ góđ og skilađi góđum árangri fyrir loka hnykkinn í ađ klára skátadagskrána. Um miđjan mánuđ tók ég TOFEL prófiđ sem gekk nokkuđ vel og já lauk viđ ađ senda inn umsókn í skólann. Viđ buđum nokkrum í mat ţar sem spilađur var Murder leikur, mikiđ stuđ. Skátaţing var haldiđ í lok mánađarins ţar sem skátadagskráin var samţykkt og ţar međ lauk formlega ţriggja ára vinnu viđ hana og innleiđingarferliđ hófst. IMWe fór fram um mánađarmótin mars apríl međ ţemanu "Sherlock Holmes Murderd?" og lék ég Dr. Watson. IMWe heppnađist einstaklega vel ađ ţessu sinni.
Apríl
Imwe stóđ alveg fram í miđjan mánuđ og viđ tóku svanstónleikar, sumardagurinn fyrsti ţar sem ég var rćđumađur dagsins í Kópavogi og RAP grill ţar sem viđ sem höfđum unniđ í fremstu línu gerđum upp starfiđ međ mökum. Ég fékk stađfestingu í lok mánađarins á ţví ađ ég hafđi komist inní Vrije Universiteit í Amsterdam og undirbúningur fyrir flutning komst á fullt.
Maí
Evrópuţing skáta í Slóveníu kom óvćnt inn hjá mér. Ţađ hafđi ekki veriđ á dagskrá ađ fara ţangađ en sökum forfalla var ég beđin um ađ slást í hópinn. Mjög skemmtilegt ţing ţar sem málefni skáta í evrópu voru rćdd. Á heimleiđinni fór ég til Rieneck í Ţýskalandi á IMWefund og svo tók Jamboree undirbúningur viđ.
Júní
Mikil fundarhöld einkenndu mánuđinn ţar sem ég fór og heimsótti skátafélög sem vildu taka upp skátadagskrána. Einnig var ég í framlínunni sem veislustjóri í 60 afmćlinu hjá Mömmu og Pabba sem haldiđ var međ pompi og pragt 9. júní. Á 17 júní var óvenju mikiđ ađ gera ţar sem svanurinn spilađi tvisvar og öndin spilađi einu sinni og vatnskassinn í bílnum gaf sig. Fór í brúđkaup hjá Gumma og Gásu helgina eftir ţar sem Öndin spilađi einnig. og Jamboree undirbúningur í algleymingi.
Júlí
Afmćlismót á Úlfjótsvatni ţar sem póstar fyrir Jamboree voru prófađir, svansútilega í Fljótshlíđ ţar sem Svanir voru kvaddir og jamboree. Já í lok mánađarins var haldiđ á Alheimsmót skáta (Jamboree) á Englandi međ yfir 400 íslenska skáta. Mótiđ var ađ sjálfsögđu ótrúleg upplifun og margt skemmtilegt gerđist ţar sem of langt er ađ telja upp hér.
Ágúst
Jamboree lauk og undirbúningur fyrir menningarnótt og brottför af Íslandi náđi hámarki. Spilađi á menningarnótt og fór í brúđkaup hjá Elvu og Reyni sama dag. Í ţví brúđkaupi var ég líka veislustjóri sem ég held ađ ég hafi klárađ međ nokkrum sóma ţrátt fyrir ađ ţurfa ađ stinga af áđur en veislunni lauk. Viđ ţryfum íbúđina og skiluđum henni til Freys 22. ágúst og flugum svo af landi brott daginn eftir. Ţá var sem sagt allt komiđ í geymsluna, bílinn seldur og ferđatöskur úttrođnar. Á Schiphol flugvelli í Amsterdam tóku ţau Wim og Marielle á móti okkur og keyrđu okkur til Leiden til ađ ganga frá Leigusamningi og svo í nýju heimkynni okkar.
September
Skólaganga hófst á nýjan leik viđ Vrije Universiteit í Amsterdam. Skrapp á IMWe fund í byrjun mánađarins og viđ fengum fyrstu gestina um miđjan mánuđ, Evu og Inga. Kynnti Roverway á skátamóti í Boxtel í Hollandi.
Október
Skólinn hélt áfram ţar sem ég lauk fyrstu tveimur fögunum. Í enda mánađarins var haldiđ í skođunarferđ til Rotterdam.
Nóvember
Ný önn hófst og ég fór á skátafund í Dublin. Í byrjun mánađarins komu Guđmundur og Torfhildur foreldrar Álfheiđar í heimsókn fćrandi hendi. Ţau komu međ mat fyrir jólin. Álfheiđur hafđi tekiđ saman dagskrá og viđ skođuđum Leiden og Amsterdam og borđuđum mikiđ af góđum mat.
Desember
Byrjađi mánđuđinn á skátafundi í Kandersteg. Steinunn kom og var hjá okkur yfir jólin ţar sem viđ átum mikiđ af góđum mat og fórum víđa. Međal annars var skroppiđ til Amsterdam og Anterwerpen. Um áramótin vorum viđ svo í Rieneck skátakastalanum í Ţýskalandi.
Ţetta er annáll ársins í mjög stuttu máli. Ég er örugglega ađ gleyma einhverju en ţađ má segja ađ ţrennt hafi stađiđ virkilega uppúr á árinu:
- Skátadagskráin klárađist
- Alheimsmótiđ á Englandi
- Flutningur til Hollands
Fyrir utan annađ sem var líka frábćrt svo sem afmćliđ hjá Mömmu og Pabba og brúđkaup.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Nóg ađ gera hjá snillingum eins og okkur - keep it up !
Hgret (IP-tala skráđ) 5.1.2008 kl. 16:13
Gleđilegt áriđ og takk fyrir gamla :) Takk ćđislega fyrir jólakortiđ
Guđný Jóns (IP-tala skráđ) 8.1.2008 kl. 17:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.