9.1.2008 | 11:58
Ný önn hafin
Á mánudaginn hófst ný önn sem er bara út janúar. Ég er í tveimur fögum annarsvega siðfræði eða "ethics" og hinsvegar hæfni í akademískum vinnubrögðum eða "AC skills". Fyrra fagið er svolítið á heimspekilegum nótum og verið að vekja okkur til umhugsunar um siðferði í viðskiptum og að það sama gildir ekki allstaðar í heiminum. Hitt fagið er meira sem ég þekki og bætir við það sem ég lærði í THÍ um að framkvæma rannsóknir. Þennan mánuðinn þarf ég að mæta fjóra daga vikunar í skólan og þar af tvo klukkan 9 sem þýðir að fara á fætur kl. 7 til að taka lestina í tíma.
Við byrjuðum líka á fagi fyrir næstu önn núna. Það er búið að mynda hóp og við eigum að finna fyrirtæki sem við eigum að veita ráðgjöf við einhverju vandamáli. Verkefni þessa mánaðar er að semja við fyrirtækið og ákveða hvaða mál við ætlum að veita ráðgjöf við.
Annars eru einkunnir farnar að koma í hús, ein er mjög góð en hin ekki góð og ég þarf væntanlega að taka það upp í ágúst. Ég átti að fá síðustu einkunina á mánudaginn en hún hefur ekki komið ennþá. Vonandi kemur þetta fyrir helgi.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.