Leita í fréttum mbl.is

Það er svolítið merkilegt...

þegar ísland tekur þátt í íþróttamóti að þá fyllist fólk (sumir allavega) einhverju gífurlegu þjóðarstollti. Það er yfirleitt talað um strákarnir okkar, þar sem yfirleitt eru þetta nú karla íþróttir, og notaðir frasar eins og "strákarnir voru ekki nógu snöggir" eða "við hefðu tekið þetta ef..." eða "hann var óstöðvandi". Um lítið annað er talað um á kaffistofunum en leikinn og ef þú slysast til að vera í tölvunni þegar "leikurinn" er í gangi að þá ertu spurður "er'tu ekki að horfa á leikinn".

Ég hins vegar sá í gegnum þessa "múgsefjun" fyrir löngu síðan og hef ekki nennt að eltast við þessa diktúrur síðan '95 (að mig minnir). Það er nú bara þannig að þetta skiptir ekki máli, þetta hefur ekkert með þjóðarstollt að gera og endurspeglar ekki þjóðarsálina eins og margur heldur fram. Að mínu viti er þetta einungis keppni sem sumir hafa gaman að og aðrir ekki, ég tilheyir víst seinni hópnum. Það er ekki hægt að segja að þetta séu "strákarnir okkar" og að þegar liðið tapar að þá förum við ekki í "vont skap" eða "dagurinn er ónýtur".

Annars verð ég að játa að ég hef lúmskt gaman af þessu. Sérstaklega að heyra viðbrögðin þegar ég spyr "hvaða leikur"? Maður fær ávallt sama fyrirlesturinn að maður eigi nú að styðja "strákana okkar" og þar fram eftir götunum. En það skal skjalfest hér með að mér gæti ekki verið meira sama að það sé einhver keppni í gangi. Ég fyllist meira þjóðarstollti yfir þeim viðbrögðum sem íslendingar fá erlendis þegar þeir segjast vera íslendingar. Það á ekkert við um árangur íslendinga í íþróttum heldur það frábæra lands sem við byggjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Björnsson

Þú skalt nú samt vera stoltur af honum Pétri Péturssyni sem var aðalstjarnar hjá Feyenoord í Rotterdam hér um árið. Ég hafði ekki hugmynd um kappann áður en ég flutti út en þetta var vinsælasta svona fyrsta chattið sem menn byrjuðu á er menn vissu að ég væri frá Íslandi. Sá kappi er sko langt frá því að vera gleymdur í Rotterdam og fyllti mann miklu þjóðarstolti meðan maður var úti

Annars er ég svona nokk sammála þér en til að vera viðræðuhæfur á Íslandi er eins gott að fylgjast nú með þessum leikjum. Held það verði nú ekki nema tveir í viðbót svo þetta tekur fljótt af  

Andrés Björnsson, 18.1.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband