13.2.2008 | 11:03
Meira af gestum
Þetta var svakaleg helgi. Eins og áður hefur verið greint frá að þá kom Andrés í stutta heimsókn á miðvikudagskvöldið og daginn eftir komu þær Eva, Inga, Stína og Björgvin í heimsókn. Eva og Inga fóru heim á sunnudaginn en Stína og Bjögvin í gær þriðjudag. Það var mikið gert til að skemmta sér og öðrum um helgina og afrekuðum við að fara tvisvar í Rauða hverfið. Drukkið var þónokkuð af bjór og ég fór með Björgvin í sér ferð í búðina til að sýna hæfni mína að hjóla heim með bjórkassa, tókst stóráfallalaust nema að Björgvin þurfti ekkert að borga fyrir kassann!!! Spilaður var póker og hárið á mér sléttað með sléttujárni (allt komið í rugl aftur núna). Þið getuð séð myndir á myndasíðunni.
Fríður Finna gerði svo stutt stopp á ferð sinni frá Genf hér á Schiphol og við buðum henni út að borða...
Ég er núna á leiðinni til Amersfoort að reyna að sinna skólaverkefni eitthvað áður en ég held til Þýskalands á föstudaginn!!!
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Takk fyrir matinn :o)
Fríður Finna (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.