24.2.2008 | 12:23
Afmælisvika á ferð og flugi
Ég átti yndislegan afmælisdag þökk sé Álfheiði og öllum þeim kveðjum sem ég fékk. Fékk einar sex gjafir frá Álfheiði af ýmsum stærðum og gerðum allt frá tímaritum til leikhússýningar. Eins og ég sagði í síðasta bloggi stefni ég á að fagna þessum tímamótum næsta haust á Íslandi.
Örvar mætti á svæðið á þriðjudaginn rétt í þann mund sem ég stakk af til Genfar til að funda um Rovernet3.0. Alltaf gaman að koma til genfar en þetta var hálfskrýtið að skilja Örvar einan eftir en hann bjargaði sér eins og honum er vísan.
Þegar ég kom til baka frá Genf á fimmtudaginn bættust þeir Reynir og Biggi í hópinn. Ég sýndi þeim náttúrulega Leiden og Amsterdam, átti í einhverjum erfiðleikum með að sannfæra þá um að það væri meira að skoða í Amsterdam heldur en rauða hverfið. Þeir sannfærðust þó og skoðuð gamalt skip og skran markað. Í gær var Leiden svo grandskoðuð og hinir fjölmörgu pöbbar borgarinnar nýttir til hins ýtrasta. Örvari tókst að tapa fyrir Bigga í Pool og Póker og bíður þess seint bætur, meira að segja ég vann kallinn í pool og hef nú ekki talist besti spilarinn hingað til. Takk strákar fyrir komuna og ég vona að gólfið hafi verið hinn besti svefnstaður.
Jæja núna þarf ég háaldraður maðurinn að fara að sinna náminu mínu, það hefur lítið farið fyrir því síðustu daga!!!
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.