Leita í fréttum mbl.is

Nýr dagur og sólin skín

Jæja þriðji dagurinn í átakinu að bæta mig í lærdómnum. Þetta mjakast allt í rétta átt, náði að lesa svolítið í gær og skipuleggja vinnuna mína. Maður þarf að beita sig ströngum aga við að halda sig inni nú þegar sólin er farinn að láta sjá sig, blómin skringa út og tréin byrjuð að grænka. Það er líka talsvert áreiti á mér varðandi skátastarfið en ég er að skipuleggja IMWe sem verður um páskana og RoverNet sem er hálfum mánuði eftir páska. Það er nú einmitt þess vegna að ég er að reyna að vinna skipulega þessa dagana.

Það vakti athygli mína á bloggi sem ég las í gær að þar var umræða um plastpoka í búðum. Umræðan var nú ekki út frá umhverfissjónarmiðum þar sem höfundur setti pillur í pokasjóð heldur var verið að ræða afhverju það skiptir búðirnar svona miklu máli að rukka fyrir pokana. Þetta leiddi hug minn að því að ég hef varla keypt poka hér í Hollandi þessa sex mánuði sem ég hef verið hér. Við keyptum innkaupapoka og förum með bakpokan í búðina. Er nú ekki komin tími til að íslendingar hætti þessu poka brjálæði, hugsi um umhverfið og noti endurnýtanlega innkaupapoka, það eru til mun hentugri pokar til að nota svo í ruslið.

Að endingu eru það markmið dagsins: Lesa, lesa, lesa og lesa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband