Leita í fréttum mbl.is

Síðasti fyrirlesturinn

Þegar ég var að skrá mig í fög fyrir síðustu tvær annirnar í skólanum komst ég að því að ég þarf ekki að mæta í fyrirlestra aftur í skólanum, sá síðasti er næsta þriðjudag. Ég á í raun bara eftir eitt fag í apríl og maí og það er fag sem ég bý til sjálfur með leiðbeinanda lokaverkefnis. Engin hópavinna, engir fyrirlestar bara ég einn heima að vinna. Þetta þýðir svakalegan aga til að dæmið gangi upp. Ætli þetta verði ekki eins og venjulega að maður er rólegur þar til að það nálgast skiladag.

Annars hefur þessi vika gengið ágætlega hjá mér. Ég náði að lesa það sem ég ætlaði mér í gær og hópverkefnið sem ég er að vinna mjakast áfram. Dagurinn í dag hefur farið í hópverkefnið en við hittumst í hádeginu og núna er ég að vinna minn hluta af verkefninu. Ég komst að því í gær að ég þarf að skila tillögu að lokaverkefninu mínu í lok næstu viku en ég hef í augnablikinu ekki hugmynd um hvað ég vill skrifa nákvæmlega um. Var að spjalla við nokkra skólafélaga í dag og það virðast fleiri vera í þeim sporum. Já það verður nóg að gera næstu daga ef maður á að komast yfir þetta allt saman.

Markmið dagsins: fara yfir kafla 1 og 2 í hópverkefninu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband