29.2.2008 | 11:01
Lokaverkefnið
Ég byrjaði í gær að lesa bókina sem verður undirstaðan fyrir lokaverkefnið hjá mér. Það gekk frekar erfiðlega að nálgast hana og á endanum þurfti leiðbeinendinn minn að skanna hana inn og ég að prenta hana út. Bókin nefnist "The business of Culture - strategic perspectives on entertainment Media". Í þessari bók er farið yfir þennan iðnað og mér sýnist að megin tilgangurinn sé að vekja athugli á honum sem rannsóknarviðfangsefni. Hver hefði svo sem spáð því að bók sem Tolkien gaf út 1956 og vakti takmarkaða athygli skildi verða heimsþekkt 10 árum síðar og þróast út í þrjár kvikmyndir, tölvuleiki og ýmsan annan varning.
Ég er kominn á fjórða kafla og það vakna nýjar hugmyndir að stefnu með hverjum kafla. Langt er síðan ég las kennslu bók sem vakti þetta mikin áhuga hjá mér, þær eru yfirleitt ekki nein sérstök skemmtilesning.
Í dag ætla ég mér að lesa þrjá kafla í bókinni og ljúka við MIP verkefnið, náði ekki að klára það í gær þar sem að ég fékk ekki allar þær upplýsingar frá öðrum hópfélögum.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.