1.3.2008 | 11:40
að vinna og skemmta sér
Í dag er laugardagur, svona ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Ég hófst handa í morgun við lestur og hef afrekað að lesa kafla um áhorf á sjónvarp í bandaríkjunum og að það skiptir máli hvaða dag þættir eru sýndir og á hvaða tíma. Næst er að lesa sér til um útvarp í bandaríkjunum, veit nú þegar að einn aðili á yfir 1000 útvarpsstöðvar, stórt land.
Ég fór og hitti Álfheiði seinnipartinn í gær þegar hún var búin í tíma. Við skruppum á Maneir og hittum nokkra Grikki, þau voru nú eitthvað að tala um að halda partý svo ég gæti dansað nokkra gríska dansa, svona rækilega hefur maður slegið í gegn í dönsunum.
Í dag verður haldið áfram að lesa, fjórir kaflar eftir. Í kvöld er svo afmæli hjá henni Ingu Auðbjörgu í Rotterdam þar sem afmæli bjórsins verður fagnað með viðeigandi hætti.
Bjórinn á 19 ára afmæli í dag og það er hreint út sagt ótrúlegt að allir íslendingar séu ekki komnir á grafarbakkan, eða fastir á ölduhúsum bæjarins eins og véspár gerðu ráð fyrir þegar umræðan um að aflétta bjór banninu fór fram. Kannski að fólk ætti að taka mið af þessari reynslu þegar rætt er um að leyfa sölu á bjór og léttu víni í búðum.
Njótið dagsins og gangið hægt um gleðinardyr...
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Ekki tekist að vernda börn þrátt fyrir vitneskju
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.