13.5.2008 | 12:04
Þau gömlu eru flogin
Mamma og Pabbi hafa verið hér hjá okkur síðustu vikuna. Við fylgdum þeim út á flugvöll áðan og í þessum töluðum orðum ættu þau að vera að fara í loftið. Það var margt gert þessa viku meðan þau dvöldu hér.
Á fimmtudaginn var haldið í blómagarðinn í Keukenhof. Þessi garður er opin á hverju ári frá miðjum mars fram í miðjan maí og er tileinkaður hinum fjölmörgu afbrygðum af túlipönum. Svaka fallegur garður en ha
nn lokar um næstu helgi þannig að hann var kannski ekki í "há" blóma en flottur var hann.Á föstudaginn var haldið til Amsterdam. Við skoðuðum Önnu Frank safnið, átum pönnukökur að hætti Hollendinga, skoðuðum blómamarkaðinn og fórum á siglingu um síkin.
Á laugardaginn var ákveðið að skoða Leiden ögn betur. Kíkt var á krár og í nokkrar búðir.
Á sunnudeginum buðu Wim og Marielle okkur í siglingu um de Kaag sem eru vötn hér í nágrenninu. Við sigldum víða og að endingu skutluðu þau okkur til Leiden. Það vildi nú ekki betur til en svo að þau urðu næstu innlyksa í borginni því að ein liftibrúin bilaði svo að þau komust ekki til baka, en það bjargaðist fyrir rest.
Í gær mánudag var farið í grasagarð borgarinnar og gengið örlítið um. Nokkrar krár teknar út til viðbótar.
Já það bættust annsi margir staðir við í safnið nú um helgina. Ég hef nú ekki alveg tölu á fjölda krám eða bjóra sem drukknir voru, kannski er best að vera ekkert að básúna það um netið. Ferðin gekk vel þrátt fyrir yfir 25 stiga hita og sól allan tíman. Það var bara þeimur styttra á milli kráa.
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.