Leita í fréttum mbl.is

Það má nú láta mann vita stundum

Lífið heldur áfram sinn vanagang hér í Leiden. Var í Rieneck kastala í Þýskalandi á IMWefund. Fundurinn gekk mjög vel og við erum komin vel á stað að skipuleggja næsta IMWe sem verður um páskana á næsta ári. Það gekk sem sagt allt sinn vanagang þarna um helgina nema ferðalagið mitt þangað, þegar ég kom út á Schiphol flugvöll að þá sá ég að hætt hafði verið við flugið mitt. Sem betur fer var flug klukkutíma seinna þannig að þetta kom ekki mikið að sök. Á heimleiðinni þurfti ég svo að eyða nokkrum klukkutímum í Frankfurt en ég hafði félagsskap svo það gekk allt vel.

Á meðan þessu stóð að þá barðist Álfheiður við snigla og mús!

Í gær átti ég fund með leiðbeinandanum mínum út af lokaverkefninu og einu sinni en tók það U beygju. Vonandi miðar þetta eitthvað áfram núna í vikunni. Þarf að ná að ljúka við fyrsta áfangan helst áður en ég fer til Íslands.

Það kólnaði mikið um helgina hér í Hollandi, í gær var einungis 13 stiga hiti. Ég sá mig nauðbeygðan til að ná í vetrarúlpuna mína svo að ég kæmist klakklaust í skólann. Til mikillar gleði að þá á hitastigið að hækka rólega í vikunni og kemst í 22 stig á laugardag og sunnudag. Enda venju samkvæmt mikið um að vera um helgina :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband