21.5.2008 | 12:14
Eurovision í Hollandi
Hvenær ætli ísland keppi, eða grikkland? hvaða sjónvarpsstöð sýnir frá þessu? ætli það sé hægt að horfa á þetta á netinu? eigum við að vera með partý?
Í þessum anda hefur síðasti mánuður verið á heimilinu. Snemma fann Álfheiður þó út að keppnin væri sýnd á einum stað hér í bæ. Til að gera langa sögu stutta að þá dró Álfheiður mig á einn hommabar bæjarins, af því að hommar og húsmæður horfa á eurovison hér. Það rættist heldur betur úr kvöldinu og við skemmtum okkur hið besta yfir því að fylgjast með fastagestunum hrópa sýnar skoðanir á hinum ýmsu þjóðum, þrátt fyrir að við hefðum nú ekki skilið allt. Grikkirnir komu svo þegar öll lögin voru búin og það var spjallað um keppnina á meðan Eurovision lög fortíðarinnar glumdi á staðnum. Við vorum síðan kvödd á ókristilegum tíma með þeim spurningunni hvort við myndum ekki sjást á fimmtudaginn. Við héldum það nú, bara spruning hversu mikið við eigum að vekja athygli á því að við erum íslendingar?
Annars bilaði hjólið mitt í gær þannig að ég er í tómu tjóni. Það kostar 60 evrur að gera við hjól sem kostaði 120 evrur. Núna er ég að spá í hvað skuli gera, það er búið að bjóða mér hjól að láni eða að kaupa hjól af dópista fyrir 15 evrur. Já möguleikarnir eru margir en það gengur víst ekki að vera hjólalaus hér í marga daga.
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.