1.7.2008 | 15:08
Hollenskir bankar...arrrg
Ég kann orðið þónokkrar sögur af ferðum mínum í bankann hér í Hollandi. Sérstaklega um minn ágæta banka ABNAMRO. Hér koma nokkur ráð til að takast á við "fúla" bankastarfsmenn í Hollandi.
1. Taktu inn góðan skammt af róandi eða drekktu nokkra bjóra áður en þú mætir
2. Það er ekkert einfalt, hafðu það í huga
3. Hafðu ávallt með þér vegabréfið þegar þú ferð í bankann
4. Þú getur ekki tekið út meira en 500 evrur á sólarhring, ekki búast við því að gjaldkerinn afgreiði þig heldur verður þú að nota netbanka eða hraðbanka til að gera það.
5. brostu og reyndu að koma með einfaldar leiðir til að leysa vandann. Meira að segja það að afpanta mánaðarlegar millifærslur getur reynst þeim ofviða.
6. Ef svo vill til að þú ferð ekki í þitt útibú ekki búast við því að fá upplýsingar um þinn reikning. Í mestalagi kemur uppúr starfsmanninum að reikningurinn þinn sé ekki í þessu útibúi og þau sjái ekkert hvernig þetta virkar, jafnvel þótt að þú hafir upphaflega gengið frá þessu í þessu útibúi.
Frekari ráðleggingar um hvernig takst skuli á við Hollenskt skrifræði er hægt að fá gegn vægu gjaldi.
einn pirraður eftir bankaferð...
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
- 74 fórust í árás Bandaríkjahers
- Hætta friðarviðræðum ef þeim miðar ekki áfram
Fólk
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
Viðskipti
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
- Ræða áskoranir stafrænnar umbreytingar
- Ísland komið á stóra sviðið
- Evrópa hefur regluvætt sig úr samkeppni
- Viðskiptastríð um fágætismálma
- Elísabet og Bergsveinn ráðnir markaðsstjórar
Athugasemdir
Þetta hljómar bara eins og írska kerfið, eru írar í útrás þarna? Þar gat ég ekki opnað reikning nema vera með gíróseðil frá síma eða internetfyrirtæki fyrir áskrift. En þá áskrift fékk ég ekki nema vera með bankareikning... snillingar!
Jón Grétar Sigurjónsson, 2.7.2008 kl. 01:47
Skil þig vel, hélt að Bandaríkjamenn væru svo framarlega í öllu, en nei ekki alveg, maður þarf að borga flesta reikninga með því að skrifa ávísun og senda í pósti!! Þyrftu aðeins að kynna sér betur greiðsludreifingu og heimabanka!!
Guðný og Reynir, 3.7.2008 kl. 00:34
Svo áttu líka í vændum skemmtilegan tíma þegar þú ætlar svo að segja upp viðskiptum við ABNAMRO þegar þú flytur heim. Það tók mig ansi margar ferðir í bankann löngu eftir að ég fluttist heim (sem betur fer var ég mikið á flakkinu aftur út). Það er ekki hægt að loka reikning og taka út það sem þú átt inni á honum... Nei ef þú hefur heimilað einhverjum að taka út af reikningnum þá verður bankinn að fá staðfestingu frá þeim aðila (rafmagn, hiti, vísa, sími o.s.frv.) og þá fyrst geta þeir lokað. Fram að því halda þeir áfram að rukka þig um þóknanir og setja þig í mínus þó svo þú sért ekki með yfirdrátt
Andrés (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.