Leita í fréttum mbl.is

Gestagangur

Það var gestagangur hér hjá okkur um helgina en þær Snæfríður og Halldóra hófu Interrailferðalagið sitt með því að heimsækja okkur hér í kotið. Þær fengu að sjálfsögðu hefðbundna skoðunartúra um Amsterdam, Leiden og Rotterdam (sem kom sterkt inn að þessu sinni). Að auki var farið í matarboð hjá Grikkjum í gær, mikið stuð allt saman. Núna sitjum við tvö ein eftir og vitum ekkert í hvort fótin við eigum að stíga.

Næsta á dagskrá er brúðkaup í Austurríki um næstu helgi. Fáum bíl á fimmtudaginn og stefnan er að keyra eitthvað áleiðis inní Þýskaland og svo alla leið á föstudaginn. Erum með bílinn alveg fram á þriðjudag...spurning hvað við gerum meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband