Leita í fréttum mbl.is

af lífinu í hollandi

Það kreppir stöðugt að í lífi námsmanna þessa dagana. Evran komin í 140 krónur og allar áætlanir farnar út í buskan fyrir löngu síðan, jafnvel b, c, d og e útgáfan af áætlununum. Já hér í Hollandi tökum við hvern dag fyrir sig og vonumst til að eiga fyrir salti í grautin þann næsta. 

Við erum búin að vera að leita að íbúð þar sem við missum núverandi núna um mánaðarmótin. Þegar við fluttum út fyrir ári síðan að þá settum við viðmiðið 1000 evrur sem í þá daga voru um 90 þús kr. Í dag eru þessi sama upphæð orðin 140 þús kr. Af þeim sökum meðal annars sögðum við upp íbúðinni sem við vorum með í sumar og fluttum út í sveit. En núna þurfum við að flytja aftur og hvað þá? Við fundum flott hús í Amsterdam sem verður skoðað á morgun. Leigan er reyndar 1000 evrur með öllu á mánuði og við getum fengið það í 2 mánuði. Verðið er frábært miðað við húsið og staðsetningu. Við reynum að horfa fram hjá núverandi stöðu krónunar og miða þetta við markaðinn hér og þá lítur þetta bara nokkuð vel út. Hvernig við höfum efni á þessu verður að koma í ljós síðar.

Peningaleg barátta er á fleiri sviðum, en við eigum í samskiptum við LÍN uppá námslánin. Það vill svo til að við erum bæði í 60 ects námi sem þýðir að námslánin eiga að dekka 9 mánuði, þeir kláruðust í maí. Svo vel vildi til að ég fékk vinnu í sumar sem brúaði það bil en já framhaldið! Við vonum að ná að klára námið án þess að stofna til alltof mikilla skulda. Allavega erum við góð næstu tvo mánuði.

Ég las í síðustu útgáfu TIME að bandarískur háskólanemi óskaði eftir gjöfum í háskólasjóðinn sinn. Hann sendi á fjölda fólks og bað það um að styrkja sig um 1-10 dollara en jafnframt var fólki frjálst að styrkja hann með stærri framlögum. Kannski er þetta eitthvað sem maður ætti að gera, verst er að maður þyrfti að borga skatt af öllu saman. 

Lífið er sem sagt gott hér í Hollandi þrátt fyrir stöðu íslensku krónunnar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband