Leita í fréttum mbl.is

hverjum er svo um að kenna?

Það er ótrúlegt að lesa fréttir að heiman þessa dagana - það eru allir að leita að blórabögli! Ég spyr afhverju. Hver er tilgangurinn með þessu, mun okkur líða miklu betur þegar við komumst að því hverjum ástandið er að kenna? 

Heilög Jóhanna kemur fram og ætlar en á ný að bjarga öllum sem minna meiga sín. Opnum ríkissjóð og leyfum öllum að njóta, þið borgið bara til baka seinna. Bjöggi bankaráðherra kennir óráðsíumönnum um ófarirnar...hmm er þetta svo einfalt. 

Veislan sem við öll tókum þátt í er búin. Eins og eftir góða veislu að þá þarf að þrífa upp skítinn og hefja undirbúning að þeirri næstu.  

Björk Guðmundsdóttir lagði sitt á vogaskálarnar um síðustu helgi með vinnuhelgi. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því, hún er allavega að leggja sitt á vogaskálarnar til þess í stað þess að velta sér of mikið uppúr orðnum hlut.  

Ég held að menn ættu nú að snúa sér frekar að því hvernig við getum byggt upp þjóðfélagið á nýjan leik.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...sem við öll tókum þátt í...".   Var það nú svo?

bestu kveðjur úr Mosó,
Mosóliðið

Sævar (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

kannski eru til undantekningar eins og ég og þú. Ég kem svo sem nokkuð vel út úr þessu með ekkert annað á bakinu en hæfilegt íbúðarlán (í íslenskum) og námslán.

En vissulega tókum við "flest" öll þátt í þessu og í stað þess að greiða niður skuldir fórum í framkvæmdir á heimilinu, fórum í ferðalög eða keyptum einhvern óþarfa.

Jón Ingvar Bragason, 26.10.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband