22.11.2008 | 15:36
kúgarar eru kúgarar
Það er ótrúlegt að hlusta á málfluting þeirra sem tala á þessum útifundi á Austurvelli núna þegar þessi orð eru skrifuð. Það er engu líkara en einhver hafi tekið upp stóra skóflu og grafið upp hveralanta landsins innflutta, brottflutta og búsetta.
Sú sem nú talar er búsett í Hollandi og mér heyrist að hún hafi sogast inní atvinnumennsku Hollendinga að mótmæla. Rök ræða hollendinga er með þeim daprari í heiminum og það er það sem mér heyrist endurspegla þessa samkomu á austurvelli.
Þið afsakið sem sækið þennan fund, ekki það að ég vilji gera lítið úr reiði fólks. En það leysir lítinn vanda að skipa utanflokkastjórn, boða til kosningar eða aðrar töfralausnir sem bent er á. Ég get með engu móti tekið því að við höfum haft það slæmt síðustu ár síður en svo. Lausnin felst í því að bretta upp ermar og vinna sig úr vandanum sem upp er komin en ekki sífellt að leyta að sökudólgum.
Er kannski hægt að segja að mótmælin séu kúgarar í sjálfu sér?
Íslendingar láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Hvað veist þú? Býrð ekki einu sinni á landinu, þú ert nú meira fíflið.
Einar (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 15:39
Kæri háskólaborgari Jón I Bragason. Ætlar þú að segja mér að þitt nám í Hollandi (það var þó landið sem þú valdir þér) hafir þú safnað til með vinnu á þínum tveimur höndum. Nei, ansi er það ólíklegt. Ég gæti trúað að þegar námslánin ekki finnast, eða þynnast, komi nú hljóð úr horni frá þér og þínum líkum. Og launa kröfur háskólaborgara eru nú ekkert til að leika með fyrir 300.000þús. manna þjóð.
Svo þú skalt ekkert vera að gera lítið úr því fólki sem virkilega lætur á það reyna hvort ekki sé hæg að breyta þessu Maffíu-samfélagi. Eða eigum við bara gera eins og hollendingarnir fá sér í eina hass. það gera margir gestir Hollands líka.
j.þ.a. (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:00
Þið mynduð ekki mæta svona vel ef þið ættuð að moka snjó,skammist ykkar og lofið fólkinu að vinna í friði eru ekki flesstir á spítti hvort sem er?
greta (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:24
Jón Ingvar Bragason þú ert nú meiri kóninn.
Gerir þú þér ekki grein fyrir því þarna í Hollandi að margir Íslendingar eru að missa vinnunna sína og húsinn sín ???? Er þér það virkilega lífsins ómögulegt að setja þig í spor þeirra sem um sárt eiga að binda. Fólk sem er að mótmæla eru hetjur landsins. Þeir sem ekki geta mætt eru með þeim í huganum. En svona tappar eins og þú eruð í besta falli sorgleg tilfelli lýðskrumara.
Það er greinilegt að þú ert að fá námsláninn þín eða ert í góðum málum peningalega.
Skelltu þér í gönguferð í þeirri borg sem þú býrð í og vertu í bol.
"IM ICELANDIC" Láttu mig svo vita hvað langur tími líður áður en Hollenskt fórnarlam ICESAVE veitist að þér.
Sjaldan hittir maður mann sem er eins lítið í takti við raunveruleikan á landinu og þig. Sorglegur.
Þórður Már (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:56
utanflokkastjórn, þjóðstjórn....stjórn skipuð erlendum og íslenskum sérfræðingum. Allt er þetta betra en að leifa spillingarliðinu að stýra landinu áfram.
Sorglegt að sjá svona óupplýstar skoðanir og þínar Jón Ingvar.
Ágætur kjáni (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:00
Ég gæti trúað að við séum oftar ósammála en sammála, Jón minn, en ég er að miklu leyti sammála þér í þetta skiptið og ég held það sé vert að taka það fram núna fyrst það er ráðist að þér úr öllum áttum. Mótmæli sem slík finnast mér í góðu lagi og í rauninni bara frábær, en ég hef t.a.m. ekki nokkurn áhuga á að láta bendla mig við eggjakastara. Einhvern veginn fæ ég á tilfinninguna að þetta sé miklu meiri múgæsingur heldur en eiginleg mótmæli sem fara fram þarna niðri á Austurvelli.
Þrátt fyrir þessa skoðun er ég allt í senn búsett á Íslandi, með verðtryggt íbúðarlán, myntkörfubílalán og ýmislegt fleira sem góðum Íslendingi sæmir.
Eva Guðríður (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 02:48
Takk fyrir athugasemdirnar! Eva þú hittir naglan á höfðið því skoðanaskipti byggjast á því að menn séu sammála eða ósammála. Ég tel mig hafa nokkuð góða sýn á stöðuna íslensku samfélagi enda borgandi af íbúðarláni á íslandi. Annað er ekki svaravert!
Jón Ingvar Bragason, 23.11.2008 kl. 15:06
Vá, aldeilis þú fékkst viðbrögð. Ég var nú bara alveg sammála punktunum þínum. Væri alveg til í að sýna samstöðu niður á Austurvelli en ég er bara alls ekki sammála þeirri sýn sem virðist vera gegnum gangangi í málflutningnum og á mótmælaspjöldum.
Andrés Björnsson, 26.11.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.