Leita í fréttum mbl.is

Fluttur

Við fluttum til Nieuw Vennep í gær þar sem Hjalti ætlar að skjóta yfir okkur skjólshúsi þar til haldið verður heim á kaldan klakann. Við fengum aðstoð frá Marielle og Wim við flutninga svo að þetta hófst allt í einni ferð. Ótrúlegt magn af drasli sem maður safnar sér á einu ári þrátt fyrir að hafa komið nokkrum hlutum í góðar hendur. Það ótrúlega við þessa flutninga er að ég hef búið á fleirri stöðum í Hollandi heldur en á Íslandi og húsin fara stækkandi eftir því sem við flytjum oftar. 

Það er stöng dagskrá framundan við ritgerðasmíð, próf og félagslífið. Álfheiður fer á fimmtudag til Wales og kemur aftur á föstudag og heldur svo til Íslands á laugardag. Matarboð á morgun mánudag hjá okkur og ég fer í próf 10. des og heim daginn eftir. Svona til að gefa einhverja sín á stöðu mála hér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva... mannaþefur í mínum húsum !

Endalaust party stand á meðan ég er að heiman, nú mun leigan hækka til muna...

hgret (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband