5.2.2009 | 20:17
Hollands dvöl á enda
Jæja þá er síðasta kvöldið runnið upp, ég flýg frá schiphol flugvelli í Amsterdam á morgun. Skrítið dæmi fór í dag að skila síðustu bókinni á bókasafnið, allt farið heim með póstinum og við erum sem sagt flutt. Já ég mun vinna að heiman síðustu blaðsíðurnar í ritgerðinni og ef allt gengur að óskum klára ég í lok mars. Þetta er furðulegt að það sem byrjaði fyrir 18 mánuðum síðan sé lokið sí svona.
Þessa síðustu daga er ég búin að afreka nokkuð mikið. Ég bjó fyrst hjá Hjalta í Nieuw Vennep og síðustu dagana hér í Amsterdam. Er búin að hitta lið í Leiden og Rotterdam. Farið í bíó í Leiden og á þungarokkstónleika. Svo það er ýmislegt búið að gerast þessar tvær vikur sem ég hef dvalið hér núna.
Amsterdam er frábær borg að búa í og nágrennið líka þar sem ég bjó mest allan tímann. Núna er tímabært að takast á við ný ævintýri hver svo sem þau verða...
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Ég var að panta flug í síðustu viku. Gat valið um að millilenda í Amsterdam og bíða í 5 tíma, eða fara til Zuricch og bíða í kl.t. Hugsaði mér gott til glóðarinnar að hitta ykkur í meira en kannski hálftíma, en fattaði svo að það verður aldrei framar gaman að millilenda í Amsterdam :o(
Fríður Finna (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.