Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

heilsan komin í lag

Jæja eftir stutta kvefpest er heilsan komin í lag á nýjan leik. Við höfum verið á ferð og flugi um helgina, það var farið í gönguferð með leiðsögn um Leiden á laugardaginn og í gær var haldið til Amsterdam þar sem við skoðuðum Anna Frank húsið og fórum í bátsferð svo fátt eitt sé nefnt.

Skólinn er byrjaður af fullum krafti og skilaverkefnin farinn að kalla óþarflega mikið á mann. Ég þarf að klára fyrir miðvikudag research proposal og með því þarf ég að skila hvaða 7 greinar ég ætla að nota í þessari 6 blaðsíðna ritgerð. Það er eins gott að maður geti verið stuttorður og hitmiðaður.

Tengdó fara heim á morgun þannig að það verður veisla í kvöld og svo brettum við upp ermar og klárum verkefni áður en ég held á vit ævintýrana í Dublin á fimmtudaginn.


Horið lekur og tengdó í heimsókn

Já karlinn er kominn með kvef, ennisholur fullar af skít og horið lekur stanslaust. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta hor kemur en það er nóg til af því. Það versta er eiginlega að maður er ekki svona almennilega veikur en á samt erfitt með að einbeita sér að lærdómnum þótt það sé nú þörf á því. Sennilega hef ég ekki þolað hitabreytinguna frá 9 uppí 15 gráður. Allavega getur partý standið um síðustu helgi ekki verið ástæðan...

Tengdó mætti á svæðið í gær. Álfheiður var búinn að finna gistingu fyrir þau hér í bæ en þegar þangað var komið leyst okkur nú ekki á blikuna. Fyrst svaraði karlinn ekki þegar við mættum og svo var herbergið svo lítið að ég gat ekki með nokkru móti séð að tveir einstaklingar gætu haft það gott þar að auki var það skítugt. Svo úr varð að þau ákváðu að gista á hóteli í nótt og við erum búinn að finna aðra gistingu fyrir sama verð en mikilu betri. Það er mikið skoðunarferðarplan framundan. Sendum þau í dag til Rotterdam, á morgun verður Leiden skoðuð og á sunnudaginn Amsterdam.

En ég þarf víst að klára verkefni í dag svo ég hafi tíma fyrir alla þessa skoðunartúra um helgina. Best að snúa sér að verkefninunum og hrista þetta kvef af sér...

ps. þau komu nú ekki með slæma sendingu, fullt af jólamat, sælgæti, malt og appelsín, harðfisk svo fátt eitt sé nefnt :-)


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband