Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Góð veisla um síðustu helgi

Um síðustu helgi héldu foreldrar mínir uppá sameiginlegt sextugs afmælið sitt. Ég tók að mér veislustjórn í afmælinu og sá þar með um að stjórna skipulaginu. Við ruddum út úr bílskúrnum og settum stærðareinartjald þar fyrir framan. Bókuðum frægasta dixieband bæjarins í bland við heima gerð skemmtiatriði. Þetta tókst alveg ljómandi vel upp þrátt fyrir að ég segi sjálfur frá.

Framundan er einnig mjög góð helgi sem verður gerð skil seinna meir Grin


World Scout Jamboree

Í júlí er ég að fara að taka þátt í alheimsmóti skáta. Þar mæta 40000 skátar frá nánast öllum löndum heimsins, ekki amalegt það.  Frá íslandi eru að fara 430 manna hópur svo ég verð þarna í góðum félagsskap. Meðal verkefna sem ég verða að sinna er alþjóðaþorpið þar sem hver þjóð er að kynna hvað gerir þær einstakar. Fann þetta myndaband á youtube sem lýsir þessu ágætlega:

 


Lélegi bloggarinn

Það er búið að vera svo mikið að gera síðustu vikur að ég hef ekkert mátt vera að því að blogga. En við getum hugsanlega bætt úr þessu núna. Var nefnilega að fjárfesta í splunkunýrri fartölvu fyrir næsta vetur.

Það er helst að frétt að við erum bæði kominn inn í skóla í Hollandi, ég í Amsterdam og Álfheiður í Leiden. Núna erum við á fullu að leita að húsnæði og ganga frá lausum endum. Þetta virðist allt vera á nokkuð góðu róli. Við ákváðum að athuga með frjálsa leigumarkaðinn og sleppa íbúð sem skólinn bauð uppá, erum sennilega orðin of góðu vön. Leigan er að vísu svipuð og hún er hér á íslandi en það ætti að sleppa. Það kostar víst ekkert að lifa þarna úti.

Annars er sumarið víst byrjað. Nokkuð hlítt og ég er farinn að stunda sund að lágmarki einu sinni í viku. Ákvað að það væri ekkert vit í að setja sér óraunhæf markmið í þessum málum. Maður þarf víst að koma sér í eitthvað form áður en hjólreiðarnar hefjast í Hollandi!

Öndin er að vakna til lífsins á nýjan leik. Við erum að spila í afmæli hjá Mömmu og Pabba um næstu helgi. Svo á þjóðhátíðardaginn og í brúðkaupi hjá Guðrún Ásu og Gumma. Nóg að gera þennan mánuðinn. Við erum síðan byrjaðir að undirbúa stærstu tónleika ársins á menningarnótt. Lítur allt mjög vel út.


Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband