Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Kaldhæðni örlagana

Verð á eldsneyti í evrópu er víða um 1,45 evru sem er um 175 íslenskar krónur. Bílstjórar mótmæla háu verði með því að stoppa umferð á götum borgarinnar. Ég bara spyr eru þeir ekki að snúa kröftum sýnum að vitlausum aðila, ríkið hefur engu breytt í sýnum álögum sbr að eldsneyti er dýrara víðast hvar í evrópu. Frekar er hægt að segja að haldið hafi verið aftur að hækkunum! Þetta kalla ég kaldhæðni örlagana...

 Það er víst rétt að klára færslur áður en þær eru birtar...

1. Það sem ég átti við með kaldhæðni örlagana er að sveflur í gengi hafa orðið til þess að eldsneyti hækkar stöðugt, en það verður jafnramt til þess að eldsneytisverð á íslandi er mun lægra en í evrópu.

2. Þegar ég tala um eldsneyti að þá á ég bæði við dísel og bensín því í Hollandi og Þýskalandi er þetta á sama verði.


mbl.is Bílstjórar aka óvenju hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapaður klukkutími

Í nótt þegar klukkan er 01:59 að þá verður hún 03:00 mínútu seinna. Sumartími tekur formlega gildi í nótt svo maður hefur fullkomna afsökun fyrir að mæta á vitlausum tíma á mánudaginn og svona eitthvað fram eftir næstu viku, oh sumartími ég hélt að það væri ekki fyrr en seinna.

En hvernig er þetta eiginlega, ekki nóg með að maður sé rændur af völdum gengissveflna heldur tapar maður klukkutímanum sem maður græddi í haust. Úff stutt nótt framundan...


Gengið

Einhverntíman síðasta haust var ég að kvarta yfir flökti á gengi krónunnar gagnvart evrunni. Við gerðum áætlanir um kostanað við námið hjá okkur síðasta sumar og gerðum ráð fyrir þó nokkrum sveflum en hver hefði getað ímyndað sér að evran færi úr 85 krónum í 120 krónur. Til að setja þetta í samhengi að þá borga ég núna 35 þús meira í húsaleigu á mánuði heldur en í upphafi og það án þess að leigan hafi hækkað nokkuð. Ég hefði getað flogið til íslands í hverjum mánuði fyrir þennan pening.

Fyrir okkur þá þýðir þetta að maður þarf að beita aðhaldi, sleppa því að fara í ferðalög og svoleiðis óþarfa. Ég vona að ástandið lagist fljótlega svo að við getum allavega gert eitthvað í sumar okkur til skemmtunar.


Var metinn

Í einum hóp sem ég er í skólanum vorum við að gera mat á hvort öðru í dag. Þar var bent á hvað maður getur gert betur og hvað maður gerir vel. Hjá mér var það hefðbundið að ég þurfi að passa mig á að skila á réttum tíma og svoleiðis. En eitt vakti athygli mína að kennarinn sagði að ég væri sennilega of þægilegur í samskiptum og þyrfti að láta liðið heyra það stundum. Ég þarf greinilega að fara að sýna á mér fleiri hliðar hér í skólanum heldur en ég hef gert :-)

IMWe, ferðalag, veikindi og skóli

Fyrirsögin segir þetta svo sem en ætli það sé ekki rétt að útskýra þetta örlítið.

IMWe var haldið um páskana með þemanu "Arabian Nights, bazar in Al'Mashewa". Mikið stuð en mitt hlutverk að þessunoobals sinni var að leika geldinginn Nohbals sem reyndist ekki vera geldingur heldur var bara að þykjast til að komast nærri prinsessunni. Sagan gekk út á það í ár að hinn gamli góði Kalif var að deyja og dóttir hans var ógift og það þurfti að finna eiginmann handa henni. Sérlegur ráðgjafi Kalfi hann IsNoGood var alltaf að plotta nýjar leiðir til að drepa hann en mistókst það í hvert skipti. Á endanum kepptu þeir Dessert Prince og Sand Ali um að vinna hug prinsessunnar og Dessert Prince hafði betur. Það mættu 20 íslendingar á svæðið af um 90 þátttakendum. Mikið stuð en ég varð veikur um miðja síðustu viku og passaði mig ekki nógu vel en er að verða góður núna.

Ferðalagið var skrýtið. Jostein og Ole flugu til Amsterdam og við keyrðum saman til Rieneck. Þetta gekk ágætlega en nokkuð um umferðartafir og við vorum 6 og hálfan tíma á leiðinni eða um klukkutíma lengur en áætlað hafði verið. Það snjóaði þó nokkuð síðustu dagana og í gær þegar við vorum á leiðinni heim, á sumardekkjum, að þá komumst við að því að þjóðverjar eiga bara að halda sig heima þegar það snjóar. En okkur tókst að komast til baka í tíma til að skila bílnum, munaði samt bara 20 mínútum.

Skólinn er nú tekinn við og margt sem hefur setið á hakanum. Ég átti að skila nýrri Research proposal á morgun en það gengur ekki. Það verður unnið stíft næstu daga til að komast aftur á rétt skrið.


Ég er á IMWe

Þarfnast þetta frekari skýringa?

Nohbaals


Rok hinna miklu sverða

Ég fór út í morgunsárið að versla eins og eitt sverð og brækur fyrir IMWe. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema hvað ég ákvað að fara á hjólinu mínu. Það er ekkert smávegins erfitt að hjóla í miklu roki, sérstaklega þegar maður er nú bara með þrjá gíra, sem by the way er bara nokkuð merkilegt í þessu landi. Þetta hafðist nú allt og núna er búningurinn fyrir IMWe nánast að verða klár, sæki restina af honum í kvöld.

Annars er ég að reyna að lesa og koma mynd á þetta lokaverkefni mitt, mikið verð ég fegin á morgun ef þetta gengur allt upp hjá mér. Vonum það besta!!!


Lífrænt eldsneyti

Ég er að vinna verkefni um lífrænt eldsneyti (biofuel) núna í skólanum. Það eru greinilega ótrúlegir hlutir að gerast í að leyta leiða til að finna nýjar leiðir fyrir eldsneyti á bíla og önnur tæki. Ísland er nú framarlega t.d. í vetnisvæðingu. Það sem er sérstakt í þessu öllu er að það er ekki boðið uppá biodiesel á Íslandi, allavega ekki svo ég viti. Það hefur verið boðið uppá þennan valmöguleika víða í evrópu á síðustu 10 árum. Var bara að velta því fyrir mér afhverju hefur ekki verið boðið uppá þennan valkost, það þarfnast ekki neinna breytinga á bílum eða bensínstöðvum. Annars er útlit fyrir að ef Íslendingar halda áfram að þróa vetni og metan að þá verðum við í góðum málum í framtíðinni.

Langur dagur framundan við að vinna að þessu verkefni og finna greinar fyrir lokaverkefnið. Best að halda áfram því verki.


Lokaverkefnið

Ég fundaði í dag með leiðibeinandanum mínum út af lokaverkefninu. Þetta var áhugaverður fundur en hann hefði mátt vera haldin miklu fyrr. Hún var nú ekki alvega að kaupa tillöguna mína til að byrja með en þegar við fórum yfir sviðið og aðrar hugmyndir sem ég hafði í farteskinu að þá ákvað hún að gefa þessu sjéns. Ég hef núna frest fram á fimmtudag að forma þetta betur, finna tengingar í fræðina og koma með nýja tillögu. Það eru sem sagt vökunætur framundan hjá mér til að ná að koma þessu saman.


Veislumatur

Við ákváðum að klára jólasteikina í gær, elduðum restina af hryggnum sem var í matinn á aðfangadag. Þessu var skolað ljúflega niður með appelsínu og malti úje ekkert smá flott. Við lágum afvelta eftir þetta í allt gærkvöld.

Nú er það að reyna að halda sér að námi og lesa og undirbúa IMWe um leið. Þetta er allt að koma.


Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband