Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
29.1.2009 | 11:49
fall er fararheill...það er víst
Það er með ólíkindum að þegar ég þarf að mæta í próf að þá lendi ég í einhverju veseni við að komast þangað. Í desember féll ég í hálku á hjólinu og núna að þá var svakalegt lestavesen. Ég komst á Schiphol og svo ekki lengra. Það endaði með því að ég þurfti að taka leigubíl þaðan til að ná í prófið, einungis fimm mínútum of seint. Maður getur víst mætt allt að kukkutíma of seint en þá tapar maður tíma í prófinu í staðinn.
Það átti sannarlega við í desember máltakið, fall er fararheill, held að það eigi bara vel við núna. Sjáum til þegar niðurstöður liggja fyrir í næstu viku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 14:58
próflestur og pólitík
Ég hef setið við og lesið bækur síðustu dagana. Prófið verður á fimmtudaginn og er í Academic Skills and Competences eða hæfni í að nota sér viðteknar venjur og aðferðir í háskólanámi. En það kann að hljóma skrýngilega en að vinna að háskólaritgerð felst mikið í því að kunna að vinna eftir ákveðnum leiðum. Þetta er síðasta prófið sem ég á eftir og svo er það að ljúka við ritgerðina. Ritgerðinni miðar ágætlega áfram og það bendir ekkert annað til þess en að ég nái að klára hana í lok febrúar.
Annars viðrist það vera svo skrýtið að þegar ég er í próflestri eða að sinna öðrum störfum í þessu námi mínu að þá gerist eitthvað á hinum pólitíska velli. Ég var ekki fyrr flógin af landi brott en að ríkisstjórnin var fallinn. Ég get nú ekki sagt að mér lítist vel á það sem tekur við, þetta er ekki fólk sem hefur sýnt að það er tilbúið að taka óvinsælar ákvarðanir. Það er einmitt það sem liggur fyrir núna að það þarf að skera duglega niður útgjöld til að ná endum saman í rekstri hins opinbera ég geri ráð fyrir að farinn verði hin leiðin í að hækka skatta og að gera landið að lítt aðlandi kosti fyrir fjármagn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 10:11
Amsterdam
Ætli maður verði ekki að bæta úr skrifleysi á þessu bloggi. Ég er búinn að vera á tómum þvælingi þessar fyrstu vikur ársins, Kópavogur, Akureyri, Kópavogur, Grundafjörður og Kópavogur. En árið byrjar vel og nokkuð þokast í lokaverkefnisskrifum.
Ég er núna mættur til Amsterdam á nýjan leik, réttara sagt til Nieuw Vennep til Hjalta. Planið er að vinna í lokaverkefnu, hitta leiðbeinandan og svoleiðis. Svo tek ég síðasta prófið mitt næsta fimmtudag þannig að þetta er allt að klárast :-)
Ferðinni lýkur svo með IMWe fundi í Rieneck í Þýskalandi og heimferð 8. febrúar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 14:41
Gleðilegt ár
Við fögnuðum nýju ári í efri byggðum Kópavogs hjá Mömmu og Pabba. Eftir að hafa borðað dýrindis kalkún, horft á skaupið og skotið upp var haldið í partý fram á rauðan morgun. Að venju mun ég gera upp árið en pistill kemur á síðuna einhverja næstu daga.
GLEÐILEGT ÁR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson