15.2.2008 | 10:11
Púnterað
Vaknaði snemma í morgun til að fara út í ostabúð að versla fyrir afmælisveisluna mína (fyrsta hluta) sem verður í Rieneck á morgun. Það er nú svo sem ekki frásögum færandi nema að á heimleiðinni heyrðist þessi líka svakalegi hvellur, allt virtist í lagi og ég hjólaði spölkorn áfram. En vitir menn þessi hvellur stafaði að sjálfsögðu af því að það var sprungið hjá mér. Skrýtin tilviljun að á nákvæmlega sömu slóðum fyrir áramót varð ég fyrir bjóróhappinu, kannski að ég ætti að forðast þennan stað???
Jæja best að klára að pakka og koma sér í flug...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 11:03
Meira af gestum
Þetta var svakaleg helgi. Eins og áður hefur verið greint frá að þá kom Andrés í stutta heimsókn á miðvikudagskvöldið og daginn eftir komu þær Eva, Inga, Stína og Björgvin í heimsókn. Eva og Inga fóru heim á sunnudaginn en Stína og Bjögvin í gær þriðjudag. Það var mikið gert til að skemmta sér og öðrum um helgina og afrekuðum við að fara tvisvar í Rauða hverfið. Drukkið var þónokkuð af bjór og ég fór með Björgvin í sér ferð í búðina til að sýna hæfni mína að hjóla heim með bjórkassa, tókst stóráfallalaust nema að Björgvin þurfti ekkert að borga fyrir kassann!!! Spilaður var póker og hárið á mér sléttað með sléttujárni (allt komið í rugl aftur núna). Þið getuð séð myndir á myndasíðunni.
Fríður Finna gerði svo stutt stopp á ferð sinni frá Genf hér á Schiphol og við buðum henni út að borða...
Ég er núna á leiðinni til Amersfoort að reyna að sinna skólaverkefni eitthvað áður en ég held til Þýskalands á föstudaginn!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 14:12
Gluggum fækkar í Rauða hverfinu í Amsterdam
Við fórum með gestina okkar í skoðunarferð til Amsterdam um helgina. Borgin var skoðuð hátt og lágt, örlítið verslað. Um kvöldið var farið í hefðbundna gönguferð um síkin sem mynda rauða hverfið og augljóst að borgarstjóri Amsterdam stendur við stóru orðin. "sýningargluggum" sem áður sýndu léttklæddar stúlkur að bjóða þjóðustu sína með áberandi rauðu ljósi hefur verið breytt í bjarta glugga með gínum í sem sína hönnun. Þetta er markvert framtak því að það er ekki mikill sómi að þessari starfsemi í þessu hverfi, þrátt fyrir að það sé eitt af því sem Amsterdam er frægust fyrir. Einnig vakti athygli okkar að á sumum börum er búið að setja upp veggspjöld með áskorun um að tilkynna óhamingjusamar vændiskonur, þ.e. stúlkur sem hafa augljóslega ekki ánægju af starfinu lengur. Já þeir eru sérstakir Hollendingar...
fréttir af gestagangi koma fljótlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 09:54
Gestagangur á Morsweg
Það verður gestagangur hér hjá okkur á Morsweg næstu daga. Andrés kíkti í heimsókn í gær en hann var í Rotterdam vegna vinnu. Við kíktum á Tælenska staðinn hér rétt hjá, svakalega góður matur. Síðan var kíkt á Einstein en á miðvikudögum er alltaf international student kvöld svo staðurinn er fullur af fólki. Mikið stuð sem sagt!
Í dag er svo von á fjögra manna gengi frá Íslandi (þ.e. ef þau komast fyrir snjó). Þrjár vinkonur hennar Álfheiðar ásamt einum maka mæta og búið er að setja saman þétta dagskrá fyrir liðið. Það verður gaman að sjá hvernig allt þetta lið kemst fyrir en við vonum það besta.
En já ætli maður verði ekki að klára undirbúningin fyrir þessa innrás...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 18:40
Nýji stóll keisarans
Við skruppum í IKEA í Delft áðan og fjárfestum í nýjum skrifborðsstól, ásamt fáeinum öðrum hlutum. Álfheiður lagði upp með að fara að kaupa kolla og glös en ég hafði "annað" í huga :-) fann nefnilega þennan frábæra stól á 59 evrur sem mun gera vinnusvæðið betra. Nú er bara spurningin hvað ég fæ að halda stólnum lengi...
Fékk nefnilega að vita áðan að ég verð að vinna heima næstu mánuði að lokaverkefninu og meiri skrifum. Ákvað að ég þyrfti að hafa almennilega aðstöðu til þess!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2008 | 20:09
Snjór í Leiden
Við skruppum í bíó í gær að sjá myndina um Charlies War, mæli með henni mjög góð mynd. Það er alltaf jafn gaman að fara í bíó í Leiden, kvikmyndahúsin hér er mjög gamaldags og það ótrúlega er að í hléinu þá fer fólk í röð í sjoppunni!!!
Eftir bíó ákváðum við að koma við á bar hér í nágrenninu, prufuðum 9,9% bjór sem var nokkuð góður. Þegar að því kom að fara heim þá var byrjað að snjó, reyndar festi snjóinn ekki en þetta var ótrúlegt. Sem betur fer var stutt heim og við á hjólum sem gerði það að verkum að við komust nokkuð þurr heim.
Ég kláraði skóla verkefnin í dag svo að það verður frí á morgun. Hvað á maður eiginlega að gera af sér, kannski að við skreppum eitthvað sjáum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 12:08
Er ekki rétt að snúa sér að rekstri
Kráareigendur hafa margir hverjir kvartað og kveinað yfir reykingarbanninu. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að ögra yfirvaldinu með því að láta setja upp sérstakan reykingarklefa. Að auki hefur dómsdagsspám um að fjöldin allur af kráareigendum rambi á barmi gjaldþrots einungis út af þessu banni. Ég er sammála því að það er handvöm hjá hinu opinbera að setja ekki reglugerð um viðurlög og eftirlit en að leyfa reykingar er ekkert annað en ögrun.
Það er athuglisvert að skoða þessa umræðu í ljósi þess að samkvæmt könnunum hefur fylgi við bannið aukist frá því að það var sett, nú síðast var sagt að um 80% landsmanna séu því fylgjandi. Bannið er sett með lýðheilsu í huga þ.e. að heilsa almennings gangi framar öðrum hagsmunum.
Mér er spurn að ef þessir kráareigendur færu nú að snúa sér að rekstri sinna staða og finna leiðir til að leysa málið innan ramma lagana að þá myndu þeir kannski laða fleirri gesti að. Einn kráareigandi talaði um að bjórsala hefði minnkað, fyrir því geta t.d. verið margar aðrar ástæður heldur en reykingabannið eins og okur verð á bjór.
Ég hvet kráareigendur eindregið til að snúa sér að öðru og hætt að berja hausnum endalaust í steininn út af þessu banni. Tímar reykfylltra kráa er lokið!!!
![]() |
Kráareigendur leyfa reykingar í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 21:32
Verðandi alheimsforseti í heimsókn
Verðandi alheimsforseti (Hjalti) heimsótti sauðsvartan almúgan í Leiden í gær. Hann gerði örstutt stopp á leið sinni frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum til Frankfurt. Eins og hann lýsir á sinni síðu að þá tókum við hann í skoðunarferð um borgina og að sjálfsögðu að hitta jafningja sína á veitingastaðnum Einstein. Takk fyrir góðan dagpart Hjalti!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2008 | 21:25
Ahcm...alltof fyndið
Ég stal þessu af síðunni hjá Einari Elí...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 16:07
Ritgerðasmíði
Ég er búin að eyða helginni í ritgerðasmíði fyrir siðfræði áfangan sem ég er í. Valdi að skrifa um markaðstjóra sem þarf að velta fyrir siðferðisspurningunni við að markaðsetja vörur gagnvart börnum. Þegar þessi orð eru skrifuð er ég búin með 2250 orð af 3000 sem eiga að fylla þessa ritgerð. Reyndar slepp ég með svona 2500 orð þannig að það sér fyrir endan á þessu.
Ég fer í próf á fimmtudaginn og skila þarf inn ritgerð á föstudaginn og mánudaginn eftir viku þar ég að skila hópverkefni.
Best að halda áfram að skrifa svo þetta klárist nú einhverntíman...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinir og félagar
Bloggvinir
-
Andrés Björnsson
-
Anna Panna
-
Anna Runólfsdóttir
-
Daníel Sigurður Eðvaldsson
-
Einar Jón
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðný og Reynir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Jón Grétar Sigurjónsson
-
Matti sax
-
Nanna Guðmundsdóttir
-
Rúnar Már Bragason
-
Vignir Rafn Valþórsson
-
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
-
Þóra I. Sigurjónsdóttir
-
Alheimsvaldur
-
Hjalti Grétarsson
-
Siggi & Inga
-
Sigurður Viktor Úlfarsson