Leita í fréttum mbl.is

ýmislegt finnst í dalnum

Það kemur nú ekki mikið á óvart að ýmislegt finnist í dalnum. Man eftir því þegar ég var yngri að þá fundum við félagarnir margt gullið í dalnum. En það er svakalegt til þess að hugsa að maður skuli hafa leikið sér þarna áhyggjulaus í öll þessi ár.

Annars eru þetta bara skilaboð að handan að hætta við þessar framkvæmdir og leyfa dalnum að vera útivistarsvæði áfram en ekki lokað íþróttasvæði fyrir fáa útvalda.


mbl.is Sprengja frá seinna stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision í Hollandi

Hvenær ætli ísland keppi, eða grikkland? hvaða sjónvarpsstöð sýnir frá þessu? ætli það sé hægt að horfa á þetta á netinu? eigum við að vera með partý?

Í þessum anda hefur síðasti mánuður verið á heimilinu. Snemma fann Álfheiður þó út að keppnin væri sýnd á einum stað hér í bæ. Til að gera langa sögu stutta að þá dró Álfheiður mig á einn hommabar bæjarins, af því að hommar og húsmæður horfa á eurovison hér. Það rættist heldur betur úr kvöldinu og við skemmtum okkur hið besta yfir því að fylgjast með fastagestunum hrópa sýnar skoðanir á hinum ýmsu þjóðum, þrátt fyrir að við hefðum nú ekki skilið allt. Grikkirnir komu svo þegar öll lögin voru búin og það var spjallað um keppnina á meðan Eurovision lög fortíðarinnar glumdi á staðnum. Við vorum síðan kvödd á ókristilegum tíma með þeim spurningunni hvort við myndum ekki sjást á fimmtudaginn. Við héldum það nú, bara spruning hversu mikið við eigum að vekja athygli á því að við erum íslendingar?

Annars bilaði hjólið mitt í gær þannig að ég er í tómu tjóni. Það kostar 60 evrur að gera við hjól sem kostaði 120 evrur. Núna er ég að spá í hvað skuli gera, það er búið að bjóða mér hjól að láni eða að kaupa hjól af dópista fyrir 15 evrur. Já möguleikarnir eru margir en það gengur víst ekki að vera hjólalaus hér í marga daga.


Það má nú láta mann vita stundum

Lífið heldur áfram sinn vanagang hér í Leiden. Var í Rieneck kastala í Þýskalandi á IMWefund. Fundurinn gekk mjög vel og við erum komin vel á stað að skipuleggja næsta IMWe sem verður um páskana á næsta ári. Það gekk sem sagt allt sinn vanagang þarna um helgina nema ferðalagið mitt þangað, þegar ég kom út á Schiphol flugvöll að þá sá ég að hætt hafði verið við flugið mitt. Sem betur fer var flug klukkutíma seinna þannig að þetta kom ekki mikið að sök. Á heimleiðinni þurfti ég svo að eyða nokkrum klukkutímum í Frankfurt en ég hafði félagsskap svo það gekk allt vel.

Á meðan þessu stóð að þá barðist Álfheiður við snigla og mús!

Í gær átti ég fund með leiðbeinandanum mínum út af lokaverkefninu og einu sinni en tók það U beygju. Vonandi miðar þetta eitthvað áfram núna í vikunni. Þarf að ná að ljúka við fyrsta áfangan helst áður en ég fer til Íslands.

Það kólnaði mikið um helgina hér í Hollandi, í gær var einungis 13 stiga hiti. Ég sá mig nauðbeygðan til að ná í vetrarúlpuna mína svo að ég kæmist klakklaust í skólann. Til mikillar gleði að þá á hitastigið að hækka rólega í vikunni og kemst í 22 stig á laugardag og sunnudag. Enda venju samkvæmt mikið um að vera um helgina :-)


Ótrúlega er þetta fyndið

Það er ótrúlegt að þótt hitinn fari í 17 stig að þá sé götum í miðborginni lokað. Það væri nú kannski nærri að búa þarna til alvöru göngugötu í stað þess að loka henni bara á góðviðrisdögum.

Hér í Leiden þar sem ég bý er t.d. bannað að keyra ákveðna götu á daginn, nema að strætó, leigubílar og hjólreiðamenn mega fara þar um.

Þetta er samt skref í rétta átt í að gera miðborgina að stað þar sem gaman er að spóka sig um á góðviðrisdögum.


mbl.is Pósthússtræti lokað vegna góðviðris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TU Delft brann

Arkitektabyggingin í háskólanum í Delft brann í gær. Það er nokkuð magnað að þessi bygging sem var víst uppá 13 hæðir að mér skilst skuli hafi hrunið til grunna við þennan bruna. Eldurinn kviknaði á 6 hæð út frá stórri kaffivél. Hér að neðan er eitt myndband frá þessu en á síðunni hjá Unu og Árna eru að finna fleirri myndir.


Þau gömlu eru flogin

Mamma og Pabbi hafa verið hér hjá okkur síðustu vikuna. Við fylgdum þeim út á flugvöll áðan og í þessum töluðum orðum ættu þau að vera að fara í loftið. Það var margt gert þessa viku meðan þau dvöldu hér.

Mamma og Pabbi í KeukenhofMamma við blóm

Á fimmtudaginn var haldið í blómagarðinn í Keukenhof. Þessi garður er opin á hverju ári frá miðjum mars fram í miðjan maí og er tileinkaður hinum fjölmörgu afbrygðum af túlipönum. Svaka fallegur garður en ha

Pabbi í myllunni
nn lokar um næstu helgi þannig að hann var kannski ekki í "há" blóma en flottur var hann.

Á föstudaginn var haldið til Amsterdam. Við skoðuðum Önnu Frank safnið, átum pönnukökur að hætti Hollendinga, skoðuðum blómamarkaðinn og fórum á siglingu um síkin.

Á laugardaginn var ákveðið að skoða Leiden ögn betur. Kíkt var á krár og í nokkrar búðir.

Á sunnudeginum buðu Wim og Marielle okkur í siglingu um de Kaag sem eru vötn hér í nágrenninu. Við sigldum víða og að endingu skutluðu þau okkur til Leiden. Það vildi nú ekki betur til en svo að þau urðu næstu innlyksa í borginni því að ein liftibrúin bilaði svo að þau komust ekki til baka, en það bjargaðist fyrir rest.

Í gær mánudag var farið í grasagarð borgarinnar og gengið örlítið um. Nokkrar krár teknar út til viðbótar.

Já það bættust annsi margir staðir við í safnið nú um helgina. Ég hef nú ekki alveg tölu á fjölda krám eða bjóra sem drukknir voru, kannski er best að vera ekkert að básúna það um netið. Ferðin gekk vel þrátt fyrir yfir 25 stiga hita og sól allan tíman. Það var bara þeimur styttra á milli kráa.


Dapur dagur

Það er döpur ákvörðun að byggja upp framtíðaraðstöðu HK í Fossvogsdal. Það er verið að setja niður íþróttahús á þrengsta stað í dalnum og gefur þetta lítil tækifæri til frekari eflingar á félagssvæðinu. Ég get með engu móti skilið rökin fyrir þessu sem mun þýða enn aukningu á umferð um dalinn sem er nóg fyrir.

Það er tvennt sem ég hefði lagt til sem valkosti í stöðinni. Í fyrsta lagi hefði félagið getað farið í samstarf við Víking og byggt upp í kring um aðstöðu þess félags. Í öðru lagi hefði verið hægt að byggja upp á Vatnsenda og starfsemi félagsins flust þangað.

Þetta er allavega slæmur dagur fyrir unnendur fossvogsdalar og enn frekari skerðing á þeirri perlu sem dalurinn er.


mbl.is Skóflustunga að nýju íþróttahúsi í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dilkurinn

Það er best að greina opinberlega frá því hver þessi dilkur er sem ég talaði um fyrir mánuði síðan. Málið er í raun skátalegs eðlis en það snýr að því að ég mun aðstoða við undirbúning að evrópsku skátamóti sem haldið verður á íslandi í júlí á næsta ári og nefndst Roverway. Í tilefni þess er fulltrúum víða úr evrópu boðið til fundar nú í lok maí á íslandi og ég mun að sjálfsögðu ekki láta mig vanta. Ég kem sem sagt til íslands til að mæta á þennan fund í lok mánaðarins og dvel á íslandi í mánuð.

Á Íslandi mun ég vinna eitthvað, vinna að lokaverkefninu, fara í svansútilegu, spila í skrúðgöngu og og og ...


Bjórinn, þrifin og heimsóknin

Dagurinn í dag var nokkuð góður. Ég fór á fætur á tiltölulega skikkanlegum tíma og eftir morgunverkin var hafist handa við lærdóminn. Náði að gera meira í dag í þeim efnum heldur en síðustu daga sem er mjög jákvætt. Þetta er allt að þokast í rétta átt.

Seinnipartinn var farið í búðina að versla. Að sjálfsögðu náði ég í einn bjórkassa svo að það sé nú eitthvað til fyrir komu gestana á morgun.

heim með kassann

Síðan var þrifið, bój, já hvernig getur svona mikið ryk safnast saman á stuttum tíma, ótrúlegt! En okkur tókst það og nú er allt hreint og fínt :-)


Sumarið er komið

Sumarið er komið í Hollandi, það fer ekki á milli mála. Veðurspáin er yfir 20 stiga hiti og sól næstu 10 daga, eða eins langt og spáin nær. Þetta er svo sem gott og blessað nema að það er svolítið erfitt að halda sig innan dyra í þessu árferði. En maður verður víst að halda sig við efnið til að ná að klára rannsóknar tilgátuna, 13 dagar til stefnu.

Ég var að lesa í grein, sem ég nota í lokaverkefnið, að það fara fleiri í Mall of America heldur en í Disney world og Grand Canyon samanlagt. Spáið í því það er engin venjulegur fjöldi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband