Leita í fréttum mbl.is

Nú skal hjólað

Það breytist ýmsilegt við flutning út í sveit. Það er t.d. lengra að sækja alla þjónustu við þurfum að hjóla í ca 15-20 mín til að komast í góða búð og þess háttar. Pöbbinn er reyndar út á horni og kínverskur veitingastaður stutt frá svo þetta reddast allt saman.

En í dag er talsvert rok úti (á hollenskan mælikvarða). Það þýðir að hjólaferðin var strembnari fyrir vikið en við höfðum það af.

Fór líka áðan að kíkja á kindur og beljur sem eru hér á bóndabæ handan við hornið...fjör í sveitinni...


Komin aftur til Hollands

Góðir hálsar Jón er mættur á nýjan leik á flatlendið í Hollandi. Álfheiður hafði flutt okkur með miklum myndarbrag og bý ég nú í þorpi fyrir utan Leiden sem nefnist Leiderdorp.

Tíminn á Íslandi var áhugaverður. Ég sem sagt tók að mér að vera framkvæmdastjóri Landsmóts skáta og breyttust plön mín í sumar þó nokkuð af þeim sökum. Vann eins og brjálæðingur þessa tvo mánuði og uppskeran frábært landsmót og eitthvað í tóman kassann.

Núna er ég sem sagt komin aftur til Hollands og mun hella mér í það af fullum krafti að ljúka þessu námi. Stefni á að klára það á næstu 6 mánuðum eða svo...annars hef ég lært það að maður á aldrei að reyna að skrifa söguna fyrirfram heldur taka því sem að höndum ber.


Hollenskir bankar...arrrg

Ég kann orðið þónokkrar sögur af ferðum mínum í bankann hér í Hollandi. Sérstaklega um minn ágæta banka ABNAMRO. Hér koma nokkur ráð til að takast á við "fúla" bankastarfsmenn í Hollandi.

1. Taktu inn góðan skammt af róandi eða drekktu nokkra bjóra áður en þú mætir

2. Það er ekkert einfalt, hafðu það í huga

3. Hafðu ávallt með þér vegabréfið þegar þú ferð í bankann

4. Þú getur ekki tekið út meira en 500 evrur á sólarhring, ekki búast við því að gjaldkerinn afgreiði þig heldur verður þú að nota netbanka eða hraðbanka til að gera það.

5. brostu og reyndu að koma með einfaldar leiðir til að leysa vandann. Meira að segja það að afpanta mánaðarlegar millifærslur getur reynst þeim ofviða.

6. Ef svo vill til að þú ferð ekki í þitt útibú ekki búast við því að fá upplýsingar um þinn reikning. Í mestalagi kemur uppúr starfsmanninum að reikningurinn þinn sé ekki í þessu útibúi og þau sjái ekkert hvernig þetta virkar, jafnvel þótt að þú hafir upphaflega gengið frá þessu í þessu útibúi.

Frekari ráðleggingar um hvernig takst skuli á við Hollenskt skrifræði er hægt að fá gegn vægu gjaldi. 

einn pirraður eftir bankaferð...


back in Holland

Kominn aftur til Hollands, nánar tiltekið Leiden. Þetta er reyndar stutt stopp því á fimmtudaginn verður haldið til Rieneck í þýskalandi og svo aftur heim til Íslands næsta mánudag. Ég var nú ekki búin að stoppa lengi þegar fyrsta fólkið leit við, tilvonandi leigjandi að skoða íbúðina. Skrapp svo út og kíkti á pöbbinn - hitti nokkra grikki þar að sjálfsögðu. En gaman að vera komin aftur til Hollands.

Mikið að gerast

Ég lenti á íslandi fyrir rúmri viku síðan. Allt fór eins og planað var til að byrja með nema strax var farið að leyta eftir því að ég ynni meira fyrir skátana heldur en ég hafði gert ráð fyrir. Ég er sem sagt búin að ráða mig í vinnu sem framkvæmdastjóri Landsmóts skáta sem haldið verður á Akureyri í lok júlí. Þannig að ég verð mánuði lengur á landinu heldur en ég gerði ráð fyrir. Skemmtilegt og krefjandi verkefni sem reyndar þýðir að ekki verður mikið gert í lokaverkefninu og ég missi af brúðkaupi í Búdapest.

Það búið að vera nóg að gera síðustu vikuna við að heimsækja sem flesta og koma sér af stað í þessari vinnu. Ég á eftir að heimsækja marga, kannski ef þú lesandi góður vilt hitta á mig sendu mér þá bara línu. 

Fór á Úlfljótsvatn í gær með Reyni og Bigga þar sem við hittum Örvar og vígðum nýju hýbýli hans. Í dag ætlaði ég í svansútilegu en það fóru allir heim í dag þannig að ekkert varð úr því. Jæja best að fara að gera ekki neitt.


Til hamingju ísland

ég er kominn, lenti í gær og er búinn að taka smá rúnt. Um helgina verður haldið á Úlfljótsvatn. Flugferðin var góð, móttökur góðar, allt lítur vel út.

dagur í heimferð

Rosalega er tíminn fljótur að líða. Ég er á heimleið á morgun eftir 9 mánaða útlegð í Hollandi. Er reyndar ekki alkominn því ég á eftir að ljúka við ritgerðina og einn kúrs næsta haust. Þýðir þetta að hinu ljúfa lífi fer að ljúka eða sem ég held að nýr kafli sé um það bil að hefjast. Á Íslandi er stefnan að vinna að lokaverkefninu með því að afla gagna og vinna sér inn smá pening til að maður geti klárað námið sómasamlega.

Já en fyrir heimferð þarf maður að ganga frá ýmsum lausum endum. Álfheiður verður hér reyndar og ver vígið að mestu en ótrúlegt hvað hluturirnir verða miklir oft sama hversu smáir þeir eru. Þetta ætti allt að smella fyrir morgundaginn.

Dagskráin á Íslandi:

29. maí til 2. júní Úlfljótsvatn
7.-8. júní Svansútilega
14. júní Útskrift hjá Gísla
17. júní Skrúðganga
20. - 22. júní  Akureyri
26. júní Holland

Nóg að gera en eflaust verður það mun meira


partý partý

Það hefur verið nóg að gera í samkvæmislífinu síðstu dagana. Fyrir utan að fylgjast með Evróvision að þá skruppum við í útskriftaveislu hjá Árna í Delft, hittum marga þar í miklu stuði. Í gær var svo svaka grísk veisla með um 50 gestum.

Við fylgdumst með Evrópvision í gær en fengum ekki að hlusta mikið. En þetta virtist allt ganga mjög vel.

Við erum komin í húsnæðisleit núna þar sem við missum íbúðina 1. ágúst. Við vildum ekki framlengja samninginn þar sem við hefðum þurft að gera það í 6 mánuði auk þess að þá viljum við finna eitthvað ódýrara. Fjör fjör fjör.


Það búa fleiri í borginni

Það er nú svolítið kyndugt það sem gerðist í vikunni. Álfheiður fékk skilaboð á andlitsbókinni frá íslending sem býr hér í borginni og ekki nóg með það heldur býr hún rétt hjá búðinni okkar og verslar þar reglulega. Hún býr hér með kærastanum sýnum og þau hafa verið hér í allan vetur. Við höfum lifað í þeirri miklu blekkingu að við væru einu íslendingarnir hér í borg, hehe já heimurinn er alltof lítill.

Við hittumst í gær á hommabarnum þar sem við studdum ísland dyggilega í eurovision og fengum allan staðinn með í það. Þeir eru með einhverja samkeppni þarna á staðnum um það hver muni vinna á laugardaginn og þeir veðja flestir á Svíþjóð, sjáum til hvernig það fer.


sagan af lokaverkefninu

Síðan í janúar hef ég unnið að því að byrja á lokaverkefninu mínu. Þá einmitt völdum við okkur innan hvers sviðs við vildum skrifa og ég valdi skapandi iðnað eða creative industries. Fyrsta verkefnið var að sjálfsögðu að lesa sér til um fræðina á bak við iðanðinn og að velja sér hvað maður vildi skrifa um. Mælt var með því að maður fyndi sér fyrirtæki til að taka fyrir innan ákveðins geira, þ.e. tónlist, sjónvarp, kvikmyndir, leikhús og svo framvegins. Leiðbeinandinn minn var í fríi allan febrúar svo að ég gat í raun ekki byrjað fyrir alvöru fyrr en í mars, sem var svo sem allt í góðu.

Fyrsta  tillaga leit ljós í mars. Þó að ég hefði nú ekki verið komin með fræðilega hlutan á bak við mig að þá kom ég fram með þá hugmynd að skrifa um velgengni Latabæjar og afhverju hún stafar. Hugsanlega bera það saman við önnur fyrirbæri eins og sesame street. Allt í góðu með það. Nokkuð hress mæti ég á fyrsta fund með leiðbeinandanum og við ræðum þetta, hún var nú ekki alveg að kaupa hugmyndina en sagði mér að vinna áfram með þetta, stuttu síðar fæ ég tölupóst þar sem hún bendir mér á að lesa mér til um Entertainment-Education.

Um miðjan apríl tek ég munnlegt próf í creative industries til að sýna fram á að ég viti nú eitthvað um fagið og geti byrjað á ritgerðinni. Við fundum og hún segir mér að finna a.m.k 10 greinar og útbúa yfirlit yfir hvað þær segja til að vera með fræðilega hlutan á hreinu.

Næsti fundur var nú á mánudaginn þar sem ég kynnti drög að tillögu um ritgerðina. Þá kemur það náttúrulega uppá yfirborðið að Entertainment-Education er mjög félagsfræðilegt hugtak og lítið skylt eiginlega við það sem ég er að læra. Þá barði ég sjálfan mig í hausinn yfir því að hafa ekki hlutstað á sjálfan mig og valið aðra leið með verkefnið. Allt í góðu með það, fór heim til að finna fleiri greinar.

Nýjasta áttin var að tengja þetta við markaðsfræði og vörumerkjastjórnun. Sendi póst á kennarann en hún þekkir ekki til vörumerkjastjórnunarfræðinnar en bendir mér á að ég ætti að skrifa um velgengni latabæjar sem sé greinilega einstök (sendi henni greinar um það) og bera það saman við önnur fyrirbæri eins og sesame street. Málið er að það er það sem ég lagði til fyrir meira en tveimur mánuðum síðan, arrrrg.

Þannig að núna er ég kominn aftur á byrjunarreit en núna veit ég samt nokkurnveginn hvernig ég ætla að tengja þetta saman. Ekkert meira rugl heldur hefjast handa við að vinna að þessu.

Ég varð nú bara að skrifa um þetta til að komast áfram og einbeita mér að verkefninu í stað þess að svekkja mig yfir þessu ferli :-)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband