Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Sorgleg misnotkun á lýðræðinu

Sannarlega er þetta sögulegur viðburður en ég held að sagan dæmi þetta neikvætt. Það hefur aldrei skilað árangri að vera með yfirgang og hrópa og kalla og koma í veg fyrir að löglegur fundur geti farið fram. Það var t.d. sérstakt að sjá gamla konu í sjónvarpinu í gær segja að fólk hefði kallað hana fasista af því að hún vildi ekki mótmæla. Fólk verður að skilja að það eru mismunandi sjónarmið og þó sumir telji að þessi nýji meirihluti sé aðför að lýðræðinu að þá eru aðrir sem telja þetta lýðræðislegan framgang. Svona múgsefjun eins og átti sér stað í Ráðhúsinu í gær er engum til framdráttar, ég tel þetta mjög sorglegt!!!


mbl.is Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vika eftir af önninni

Núna er nákvæmlega vika eftir af fyrstu önn ársins. Í gær skiluðum við drögum að verkefni og í dag þruftum við að lesa yfir verkefni hjá öðrum hópi og gefa athugasemdir og svo þeir við okkar. Þetta er ágætis æfing í að horfa gagnrýnum augum á vinnu annara og vera óhræddur við að gefa uppbyggilegar athugasemdir.

Núna er ég að fara að vinna að siðfræð verkefninu mínu. Ég þarf að skrifa 3000 orð um að markaðstjóra sem þarf að taka ákvörðun um markaðssetningu á vöru gagnvart börnum. Fyrst þarf að velja með eða á móti og svo vera fylgin sér. Vonandi tekst mér að klúðra einhverju saman í dag og á morgun svo ég hafi næstu viku til að lesa fyrir prófið á fimmtudaginn.

Ég verð mjög glaður þegar næsta vika er búin því þá getur maður farið að einbeita sér að loka verkefninu, sem ég fæ vonandi að vita hvað er í næstu viku. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt fimm mánuðir liðnir frá því að við fluttum út!!!


100 dagar voru nóg

Þetta eru frábærar fréttir að búið er að fella vonlausan meirihluta í Reykjavík. Þeim tókst ekki einu sinni að koma sér saman um málefnin á 100 dögum, hvernig hefði framhaldið orðið. Greinilegt að menn gagna skýrt fram og eru með góða málefnaskrá í höndunum, það vísar á góða byrjun - ekki satt?
mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svolítið merkilegt...

þegar ísland tekur þátt í íþróttamóti að þá fyllist fólk (sumir allavega) einhverju gífurlegu þjóðarstollti. Það er yfirleitt talað um strákarnir okkar, þar sem yfirleitt eru þetta nú karla íþróttir, og notaðir frasar eins og "strákarnir voru ekki nógu snöggir" eða "við hefðu tekið þetta ef..." eða "hann var óstöðvandi". Um lítið annað er talað um á kaffistofunum en leikinn og ef þú slysast til að vera í tölvunni þegar "leikurinn" er í gangi að þá ertu spurður "er'tu ekki að horfa á leikinn".

Ég hins vegar sá í gegnum þessa "múgsefjun" fyrir löngu síðan og hef ekki nennt að eltast við þessa diktúrur síðan '95 (að mig minnir). Það er nú bara þannig að þetta skiptir ekki máli, þetta hefur ekkert með þjóðarstollt að gera og endurspeglar ekki þjóðarsálina eins og margur heldur fram. Að mínu viti er þetta einungis keppni sem sumir hafa gaman að og aðrir ekki, ég tilheyir víst seinni hópnum. Það er ekki hægt að segja að þetta séu "strákarnir okkar" og að þegar liðið tapar að þá förum við ekki í "vont skap" eða "dagurinn er ónýtur".

Annars verð ég að játa að ég hef lúmskt gaman af þessu. Sérstaklega að heyra viðbrögðin þegar ég spyr "hvaða leikur"? Maður fær ávallt sama fyrirlesturinn að maður eigi nú að styðja "strákana okkar" og þar fram eftir götunum. En það skal skjalfest hér með að mér gæti ekki verið meira sama að það sé einhver keppni í gangi. Ég fyllist meira þjóðarstollti yfir þeim viðbrögðum sem íslendingar fá erlendis þegar þeir segjast vera íslendingar. Það á ekkert við um árangur íslendinga í íþróttum heldur það frábæra lands sem við byggjum.


vikan

Ég fékk svar út af lokaverkefninu, þ.e. frekari upplýsingar. Efnið er mjög áhugavert og ég mun geta unnið verkefnið á eðlilegum hraða þrátt fyrir að leiðbeinandinn sé opinberlega í fríi fram í mars. Ég vona að ég fái að skrifa um þetta efni, hljómar mjög skemmtilega.

Annars er allt á fullu þessa dagana. Þurfti að mæta alla daga vikunnar í skólann, sem er mjög óvanalegt, því að ég er að vinna í þremur mismuandi hópum núna og það þarf að finna tíma fyrir þetta allt. Tvær vikur í próf og skil á verkefnum, þannig að helgin verður öll tekin undir lærdóm.


lokaverkefni

Ég er að reyna að velja mér lokaverkefni sem ég mun svo vinna að næstu fimm mánuði. Þetta er nú allt í nokkuð föstum skorðum, þ.e. ég vel mér leiðbeinanda sem er með ákveðin þemu í gangi. Venjulega er þetta hluti af stærri rannsókn og það sem maður gerir er hluti af þeirri vinnu. Ég verð nú að játa að ég var ekkert sérstaklega spenntur eftir kynninguna á þessu fyrir jól en þegar ég las í gegnum tillögurnar aftur að þá rak ég augu í að einn leiðbeinandinn er að skoða skapandi iðnað eða "creative industry". Ég þekki nú aðeins til í þessum geira og það væri áhugavert að skoða hann nánar. T.d. gæti ég skoðað afhverju tónlistarmenn eru í meira mæli farnir að gefa út sjálfstætt, hefur það áhrif á sköpun verksins?

Ég er með fleirri hugmyndir í kollinum svo ég sendi póst á þennan leiðbeinanda áðan til að fá upplýsingar. Þá fékk ég svar um hæl til baka að hún væri í fríi til 11.mars. Núna er ég að bíða eftir svari hvað það þýðir...


Þetta þokast

Það er helst í fréttum að lítið er að gerast þessa dagana. Veðrið hefur heldur skánað og búið að vera um 8 stiga hiti síðustu daga. Ég notaði helgina til að vinna í haginn og vann í nokkrum verkefnum ásamt því að gera hreinlega ekki neitt. Ég þarf að velja mér lokaverkefni núna í vikunni, veit ekkert hvað ég á að velja!

Af ferðalögum framundan að þá er þetta dagskráin:

15.-17. feb - IMWefundur í Rieneck
20.-21. feb - RoverNet fundur í Genf (óstaðfest)
16.-24. mars - IMWe í Rieneck
3.-6. apríl - RoverNet 3.0 í Kandersteg
16.-18. maí - IMWefundur í Rieneck


hversu lengi getum við búið við þennan gjaldmiðil

Það er hreint ótrúlegt hvað krónan breytist mikið gagnvart evrunni hvern mánuð. Sem dæmi að þá var gengið í gær 1 evra = 90 krónur í dag er það 1 evra = 92 krónur. Síðan við fluttum til Hollands hefur gengið gengið upp og niður um ca 10 krónur. Það getur bara munað heilmiklu þegar maður þarf að millifæra úr íslenskum krónum í evrur hvern mánuð. Ég held að íslendingar eigi að líta raunsætt á þetta mál og taka upp evruna og ganga í evrópusambandið. Mörg fyrirtæki eru búin að tryggja sig gagnvart þessu flökti þannig að þeir sem fara verst út úr þessu er almenningur í landinu.

Ný önn hafin

Á mánudaginn hófst ný önn sem er bara út janúar. Ég er í tveimur fögum annarsvega siðfræði eða "ethics" og hinsvegar hæfni í akademískum vinnubrögðum eða "AC skills". Fyrra fagið er svolítið á heimspekilegum nótum og verið að vekja okkur til umhugsunar um siðferði í viðskiptum og að það sama gildir ekki allstaðar í heiminum. Hitt fagið er meira sem ég þekki og bætir við það sem ég lærði í THÍ um að framkvæma rannsóknir. Þennan mánuðinn þarf ég að mæta fjóra daga vikunar í skólan og þar af tvo klukkan 9 sem þýðir að fara á fætur kl. 7 til að taka lestina í tíma.

Við byrjuðum líka á fagi fyrir næstu önn núna. Það er búið að mynda hóp og við eigum að finna fyrirtæki sem við eigum að veita ráðgjöf við einhverju vandamáli. Verkefni þessa mánaðar er að semja við fyrirtækið og ákveða hvaða mál við ætlum að veita ráðgjöf við.

Annars eru einkunnir farnar að koma í hús, ein er mjög góð en hin ekki góð og ég þarf væntanlega að taka það upp í ágúst. Ég átti að fá síðustu einkunina á mánudaginn en hún hefur ekki komið ennþá. Vonandi kemur þetta fyrir helgi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband