Leita í fréttum mbl.is

Vika eftir af önninni

Núna er nákvæmlega vika eftir af fyrstu önn ársins. Í gær skiluðum við drögum að verkefni og í dag þruftum við að lesa yfir verkefni hjá öðrum hópi og gefa athugasemdir og svo þeir við okkar. Þetta er ágætis æfing í að horfa gagnrýnum augum á vinnu annara og vera óhræddur við að gefa uppbyggilegar athugasemdir.

Núna er ég að fara að vinna að siðfræð verkefninu mínu. Ég þarf að skrifa 3000 orð um að markaðstjóra sem þarf að taka ákvörðun um markaðssetningu á vöru gagnvart börnum. Fyrst þarf að velja með eða á móti og svo vera fylgin sér. Vonandi tekst mér að klúðra einhverju saman í dag og á morgun svo ég hafi næstu viku til að lesa fyrir prófið á fimmtudaginn.

Ég verð mjög glaður þegar næsta vika er búin því þá getur maður farið að einbeita sér að loka verkefninu, sem ég fæ vonandi að vita hvað er í næstu viku. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt fimm mánuðir liðnir frá því að við fluttum út!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonndi hafið þið tíma í kaffibolla, ég verð í AMS í 3 daga í næstu viku.

hgret (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband