15.3.2007 | 10:46
Það snjóar
Ef þið hafið ekki tekið eftir því að þá snjóar á höfuðborgarsvæðinu. Ég segi nú bara að það var kominn tími til, maður getur þá tekið til við einu líkamsræktina sem maður stundar "að moka snjó". Ég er nú nokkuð ánægður með snjóinn, lífgar uppá allt saman. Það er bjartara úti og kaffistofuspjallið verður fjörugara. Allir hressir og kátir eða er það ekki? Maður getur spjallað um það að maður var þremur mínútum lengur í vinnuna, svo þurfti maður að vaða snjó út af því að enginn var búinn að moka og svo getur maður skipulagt fjallaferð til að kanna snjóalög. Nokkuð sniðugt er það ekki bara.
Í gær upplifði ég frekar leiðinlega sjónvarpsdagskrá, komst í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi en gafst svo upp úr því allir fóru að hljóma eins. Kannski varð það bara til góðs að ég tók mér þá tíma og bjó til þetta blogg!
Vinir og félagar
Bloggvinir
- Andrés Björnsson
- Anna Panna
- Anna Runólfsdóttir
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Jón
- Guðmundur Pálsson
- Guðný og Reynir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Matti sax
- Nanna Guðmundsdóttir
- Rúnar Már Bragason
- Vignir Rafn Valþórsson
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Alheimsvaldur
- Hjalti Grétarsson
- Siggi & Inga
- Sigurður Viktor Úlfarsson
Athugasemdir
Ja, sei, sei. Hérna er nú bara stuttbuxnaveður. 18 stiga hiti logn og sól. Það væri nú ágætt að skipt á því og smá snjó. Kveðja frá Ásgeir staðsettur í Noris, höfuðborg Franken í Bavaria.
Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:06
Gaman að sjá þig blogga að nýju félagi. Nú þurfum við að fara að fá okkur einn kaldann. Þetta gengur ekki lengur ! Skál
Matti sax, 16.3.2007 kl. 07:46
já við þurfum endilega að fá okkur einn kaldan...
Jón Ingvar Bragason, 16.3.2007 kl. 09:41
Þú mætir bara á tónleikana á sunnud.eða mánud.og málið er afgreitt
Matti sax, 16.3.2007 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.