Leita í fréttum mbl.is

Kominn til Hollands

Jæja við erum komin til blómalandsins Hollands. Ferðalagið gekk rosalega vel, vorum sótt út á flugvöll af Marielle, Wim og börnunum þeirra. Þau keyrðu okkur beint á leigumiðlunina þar sem skrifað var undir leigusamning og haldið heim á leið á nýja heimilið okkar:

Morsweg 39, 2312 AB, Leiden, Netherlands.

Leigusalinn kíkti svo á okkur skömmu seinna með auka lykla og kom aftur daginn eftir þar sem við fórum yfir alla hluti sem í íbúðinni eru. Íbúðin er frábær með öllu sem hugsast getur, meira að segja voru nýir tannburstar á klósettinu. Við höfum nú sofið vel hérna og getum borðað út í garði alla daga.

Í gær skruppum við til Amsterdam að hitta Fjalar og Sigrúnu, sem voru þar í sumarfríi. Eyddum góðum degi með þeim að kynnast borginni. Við þurfum víst að gera betri úttekt á þessu öllu saman áður en gestir fara að láta að sjá sig. En ótrúlega flott borg sem hefur uppá margt að bjóða.

Leiden er reyndar nokkuð skemmtileg borg. Við fórum t.d. í bíó á föstudaginn að sjá Simpsons. Bíóið er í 70's stíl mjög skemmtilegt að koma í það. Síkin umlyggja allt og allar helstu stórverslanir í nágrenninu.

Frá heimili okkar erum við ca 5 mínútur allt, niður í bæ á lestarstöðina í stórmarkaðinn og svoleðis. Við erum reyndar bara mínútu á pöbbinn, sjoppuna og bakaríið. Ekki slæmt það.

Álfheiður skrapp í bæinn og ég er að vinna að skátablaðinu. Best að koma sér að verki. Myndir koma seinna í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Ingvar Bragason
Jón Ingvar Bragason

Ég stunda Mastersnám í Amsterdam og er á heimleið, ótrúlegt en satt. Á þessu bloggi reyni ég að greina frá því sem verður á vegi mínum og hugleiðingar um hin ýmsu málefni.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Dixiebandið Öndin



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband